Tryggvi kemur til Sjálfstæðisflokksins frá íslenska-japanska fyrirtækinu Takanawa en þar starfaði hann sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar. Þar á undan starfaði hann sem sérfræðingur á samkeppnishæfnisviði Samtaka atvinnulífsins.
Hann er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og lauk meistaraprófi í atferlishagfræði frá Hollandi. Þá hefur Tryggvi verið virkur í starfi flokksins um árabil.
Sigurbjörn varð framkvæmdastjóri þingflokksins í lok árs 2014, þegar hann tók við starfinu af Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur.
Klinkið er vettvangur Innherja þar sem dregin er upp mynd og veitt innsýn í bakherbergi viðskipta, stjórnmála og atvinnulífs á landinu.
Innherji er nýr sjálfstæður áskriftarmiðill innan Vísis sem mun einkum beina kastljósinu að viðskiptalífinu, efnahagsmálum og stjórnmálum. Fyrst um sinn verður efnið endurgjaldslaust og aðgengilegt öllum á Vísi en með tímanum verður einungis hægt að nálgast Innherja gegn greiðslu. Áhersla er lögð á vandaðar fréttir, fréttaskýringar, viðtöl og hlaðvörp auk þess sem Innherja er ætlaður að vera vettvangur skoðanaskipta fólks úr atvinnulífinu og stjórnmálum.