Átján mánaða fangelsi fyrir ítrekað ofbeldi gegn fjórum dætrum sínum Árni Sæberg skrifar 9. janúar 2022 14:20 Héraðsdómur Reykjaness. Vísir/Vilhelm Karlmaður var á föstudag dæmdur í átján mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir ofbeldi og illa meðferð á fjórum dætrum sínum síðustu ár. Kona hans og móðir stúlknanna var dæmd í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. Dómur í málinu var birtur í gær en þar er lýst hrottalegu líkamlegu og andlegu ofbeldi sem maðurinn hafi beitt stúlkurnar; slegið þær með belti, herðatré og margítrekað kúgað þær til hlýðni með ógnandi framkomu og kallað þær ljótum nöfnum - oft í viðurvist móðurinnar eða systranna. Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir ofbeldi í nánu sambandi gegn þáverandi eiginkonu sinni með því að hafa ítrekað, endurtekið og á alvarlegan og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt ógnað lífi hennar, heilsu og velferð með andlegu og líkamlegu ofbeldi og hótunum, meðal annars með því að hafa margoft, jafnan oft í viku, hrækt á hana, öskrað á hana og ýtt henni, ásamt því að beita dætur þeirra margoft líkamlegu ofbeldi í hennar viðurvist, Í dómi héraðsdóms er, auk ofbeldisins, því lýst hvernig maðurinn reyndi að hafa áhrif á vitnisburð elstu dótturinnar eftir að hún var komin á fósturheimili líkt systur hennar. Það gerði hann með því að aka ítrekað fram hjá fósturheimili hennar og senda henni ógnandi skilaboð. „Manstu þetta ennþá“, „Hvar ertu“, „Ég veit hvar þú ert“, „Kíktu út í glugga eftir 15 mínútur, þá sérðu mig fyrir utan“ og „bara þú veist og ég segi þetta aftur, ég kem í draumana þína, ég kem innundir buxurnar þínar, ég veit allt um þig og er að fylgjast með þér,“ sagði maðurinn meðal annars í smáskilaboðum. Skilaboðin voru upphaflega á arabísku, móðurmáli fjölskyldunnar. Flúðu land vegna samkynhneigðar Þá segir í dóminum að maðurinn hafi flutt hingað til lands árið 2016 og sótt um alþjóðlega vernd og fjölskyldusameiningu. Mæðgurnar fluttu síðan til landsins árið 2018. Fyrir dómi sögðust foreldrarnir hafa neyðst til að flýja heimaland sitt, nafn hvers er ekki í dóminum, vegna ofsókna sem fjölskyldan varð fyrir vegna samkynhneigðar fjölskylduföðurins. Þannig hafi fjölskyldumeðlimir hans meðal annar kveikt í heimili þeirra. Maðurinn átti sér engar málsbætur. Dómurinn leit svo á að maðurinn ætti sér engar málsbætur og var hann því dæmdur til átján mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisrefsingar. Litið var til þess við ákvörðun refsingar móðurinnar að hún hafi sjálf verið þolandi viðvarandi heimilisofbeldis mannsins og því hlaut hún vægari sex mánaða dóm en fullnustu refsingar er frestað. Faðirinn var jafnframt dæmdur til að greiða þremur dætrum sínum miskabætur upp á 2,5 milljónir króna hverri. Yngstu dótturinni þarf hann að greiða 1,5 milljón króna. Móðirin greiðir eldri dætrum sínum 800 þúsund krónur hverri en bótakröfu yngstu dótturinnar gegn henni var vísað frá dómi. Faðirinn var dæmdur til að greiða um 4,5 milljónir króna í málskostnað en móðirin um 2,7 milljónir. Foreldrarnir bera óskipt greiðslu réttargæslumanns dætranna, um 1,3 milljónir króna. Dóm Héraðsdóms Reykjaness má lesa í heild sinni hér. Rétt er að vara viðkvæma lesendur við ítarlegum lýsingum af grófu ofbeldi í dóminum. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Heimilisofbeldi Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira
Dómur í málinu var birtur í gær en þar er lýst hrottalegu líkamlegu og andlegu ofbeldi sem maðurinn hafi beitt stúlkurnar; slegið þær með belti, herðatré og margítrekað kúgað þær til hlýðni með ógnandi framkomu og kallað þær ljótum nöfnum - oft í viðurvist móðurinnar eða systranna. Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir ofbeldi í nánu sambandi gegn þáverandi eiginkonu sinni með því að hafa ítrekað, endurtekið og á alvarlegan og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt ógnað lífi hennar, heilsu og velferð með andlegu og líkamlegu ofbeldi og hótunum, meðal annars með því að hafa margoft, jafnan oft í viku, hrækt á hana, öskrað á hana og ýtt henni, ásamt því að beita dætur þeirra margoft líkamlegu ofbeldi í hennar viðurvist, Í dómi héraðsdóms er, auk ofbeldisins, því lýst hvernig maðurinn reyndi að hafa áhrif á vitnisburð elstu dótturinnar eftir að hún var komin á fósturheimili líkt systur hennar. Það gerði hann með því að aka ítrekað fram hjá fósturheimili hennar og senda henni ógnandi skilaboð. „Manstu þetta ennþá“, „Hvar ertu“, „Ég veit hvar þú ert“, „Kíktu út í glugga eftir 15 mínútur, þá sérðu mig fyrir utan“ og „bara þú veist og ég segi þetta aftur, ég kem í draumana þína, ég kem innundir buxurnar þínar, ég veit allt um þig og er að fylgjast með þér,“ sagði maðurinn meðal annars í smáskilaboðum. Skilaboðin voru upphaflega á arabísku, móðurmáli fjölskyldunnar. Flúðu land vegna samkynhneigðar Þá segir í dóminum að maðurinn hafi flutt hingað til lands árið 2016 og sótt um alþjóðlega vernd og fjölskyldusameiningu. Mæðgurnar fluttu síðan til landsins árið 2018. Fyrir dómi sögðust foreldrarnir hafa neyðst til að flýja heimaland sitt, nafn hvers er ekki í dóminum, vegna ofsókna sem fjölskyldan varð fyrir vegna samkynhneigðar fjölskylduföðurins. Þannig hafi fjölskyldumeðlimir hans meðal annar kveikt í heimili þeirra. Maðurinn átti sér engar málsbætur. Dómurinn leit svo á að maðurinn ætti sér engar málsbætur og var hann því dæmdur til átján mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisrefsingar. Litið var til þess við ákvörðun refsingar móðurinnar að hún hafi sjálf verið þolandi viðvarandi heimilisofbeldis mannsins og því hlaut hún vægari sex mánaða dóm en fullnustu refsingar er frestað. Faðirinn var jafnframt dæmdur til að greiða þremur dætrum sínum miskabætur upp á 2,5 milljónir króna hverri. Yngstu dótturinni þarf hann að greiða 1,5 milljón króna. Móðirin greiðir eldri dætrum sínum 800 þúsund krónur hverri en bótakröfu yngstu dótturinnar gegn henni var vísað frá dómi. Faðirinn var dæmdur til að greiða um 4,5 milljónir króna í málskostnað en móðirin um 2,7 milljónir. Foreldrarnir bera óskipt greiðslu réttargæslumanns dætranna, um 1,3 milljónir króna. Dóm Héraðsdóms Reykjaness má lesa í heild sinni hér. Rétt er að vara viðkvæma lesendur við ítarlegum lýsingum af grófu ofbeldi í dóminum.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Heimilisofbeldi Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira