Erlent

Minnst ní­tján farist í „for­dæma­lausum“ elds­voða í New York

Eiður Þór Árnason skrifar
Um 200 slökkviliðsmenn voru kallaðir út vegna eldsins í Bronx.
Um 200 slökkviliðsmenn voru kallaðir út vegna eldsins í Bronx. Gettty/Scott Heins

Minnst nítján manns, þar af níu börn hafa farist í eldsvoða í íbúðablokk í New York. Alls slösuðust 63 einstaklingar í eldinum og hafa 32 verið fluttir á sjúkrahús. Þrettán eru sagðir vera í lífshættu.

Að sögn slökkviliðs er um að ræða „fordæmalausan“ eldsvoða sem kviknaði í nítján hæða fjölbýlishúsi í Bronx. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá

Talið er að eldurinn hafi kviknað á annarri eða þriðju hæð um klukkan ellefu að staðartíma. Reykurinn hafði síðar dreifst á allar hæðir hússins og voru um 200 slökkviliðsmenn sendir á vettvang til að eiga við eldinn. 

Óljóst er hver eldsupptök voru en að sögn slökkviliðs voru dyr íbúðarinnar þar sem eldurinn kviknaði opnar þegar viðbragðsaðilar komu á staðinn. 

Harmleikurinn á sér stað einungis nokkrum dögum eftir að tólf manns fórust í eldsvoða í Fíladelfíu, þar af átta á barnsaldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×