Bob Saget er látinn Atli Ísleifsson skrifar 10. janúar 2022 07:21 Margir þekkja Bob Saget einnig sem sögumanninn í þáttunum How I Met Your Mother. AP Bandaríski leikarinn og grínistinn Bob Saget, sem þekktastur er fyrir leik sinn í þáttunum Full House, er látinn, 65 ára að aldri. Hann fannst látinn á hótelherbergi sínu á Ritz-Carlton hótelinu í Orlando í Flórída í gær. Starfsfólk hótelsins kallaði til sjúkralið eftir að hafa komið að Saget meðvitundarlausum og var hann svo úrskurðaður látinn á staðnum. Ekki liggur fyrir um orsök andlátsins að svo stöddu, en í frétt BBC er tekið fram að ekki neitt saknæmt hafi átt sér stað. Saget var nýbyrjaður í uppistandsferðalagi og hafði skemmt áhorfendum í Jacksonville í Flórída síðast á laugardagkvöldinu. Að sýningu lokinni deildi hann því á Instagram hvað hann væri ánægður með að vera byrjaður að skemmta á ný. View this post on Instagram A post shared by Bob (@bobsaget) Í þáttunum Full House, sem framleiddir voru á árunum 1987 til 1995 fór Saget með hlutverk ekkilsins Danny Tanner og sagði þar frá uppeldi hans á þremur dætrum sínum með aðstoð tveggja bræðra sinna sem þeir John Stamos og Dave Coulier túlkuðu. Candace Cameron Bure, Jodie Sweetin fóru með hlutverk tveggja elstu dætranna, DJ og Stephanie, og Mary-Kate og Asley Olsoen skiptust á að túlka þá yngstu, Michelle. Síðar meir átti Saget einnig eftir að stýra þáttunum America‘s Funniest Home Videos og vera sögumaðurinn í þáttunum How I Met Your Mother. Saget setti sig aftur í spor Tanner þegar Netflix hóf framleiðslu á þáttunum Fuller House árið 2016 þar sem kastljósinu var beint að eldri dætrum Tanner sérstaklega. Samstarfsmenn Sagets hafa margir minnst hans á samfélagsmiðlum, þeirra á meðal Candace Cameron Bure, sem fór með hlutverk DJ Tanner í Full House og Fuller House. I don t know what to say . I have no words. Bob was one of the best humans beings I ve ever known in my life. I loved him so much.— Candace Cameron Bure (@candacecbure) January 10, 2022 I am broken. I am gutted. I am in complete and utter shock. I will never ever have another friend like him. I love you so much Bobby.— John Stamos (@JohnStamos) January 10, 2022 I just can t believe it. What a wonderful guy. He always went out of his way to make me comfortable and talked nonstop about his kids. Such a loss pic.twitter.com/Yr6C3R4lEW— Kat Dennings (@OfficialKat) January 10, 2022 Andlát Bandaríkin Bíó og sjónvarp Uppistand Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Edrú í eitt ár Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira
Starfsfólk hótelsins kallaði til sjúkralið eftir að hafa komið að Saget meðvitundarlausum og var hann svo úrskurðaður látinn á staðnum. Ekki liggur fyrir um orsök andlátsins að svo stöddu, en í frétt BBC er tekið fram að ekki neitt saknæmt hafi átt sér stað. Saget var nýbyrjaður í uppistandsferðalagi og hafði skemmt áhorfendum í Jacksonville í Flórída síðast á laugardagkvöldinu. Að sýningu lokinni deildi hann því á Instagram hvað hann væri ánægður með að vera byrjaður að skemmta á ný. View this post on Instagram A post shared by Bob (@bobsaget) Í þáttunum Full House, sem framleiddir voru á árunum 1987 til 1995 fór Saget með hlutverk ekkilsins Danny Tanner og sagði þar frá uppeldi hans á þremur dætrum sínum með aðstoð tveggja bræðra sinna sem þeir John Stamos og Dave Coulier túlkuðu. Candace Cameron Bure, Jodie Sweetin fóru með hlutverk tveggja elstu dætranna, DJ og Stephanie, og Mary-Kate og Asley Olsoen skiptust á að túlka þá yngstu, Michelle. Síðar meir átti Saget einnig eftir að stýra þáttunum America‘s Funniest Home Videos og vera sögumaðurinn í þáttunum How I Met Your Mother. Saget setti sig aftur í spor Tanner þegar Netflix hóf framleiðslu á þáttunum Fuller House árið 2016 þar sem kastljósinu var beint að eldri dætrum Tanner sérstaklega. Samstarfsmenn Sagets hafa margir minnst hans á samfélagsmiðlum, þeirra á meðal Candace Cameron Bure, sem fór með hlutverk DJ Tanner í Full House og Fuller House. I don t know what to say . I have no words. Bob was one of the best humans beings I ve ever known in my life. I loved him so much.— Candace Cameron Bure (@candacecbure) January 10, 2022 I am broken. I am gutted. I am in complete and utter shock. I will never ever have another friend like him. I love you so much Bobby.— John Stamos (@JohnStamos) January 10, 2022 I just can t believe it. What a wonderful guy. He always went out of his way to make me comfortable and talked nonstop about his kids. Such a loss pic.twitter.com/Yr6C3R4lEW— Kat Dennings (@OfficialKat) January 10, 2022
Andlát Bandaríkin Bíó og sjónvarp Uppistand Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Edrú í eitt ár Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira