Erlent

Um fimm hundruð smit á Græn­landi annan daginn í röð

Atli Ísleifsson skrifar
Útbreiðslan hefur verið hröð í Ilulissat á vesturströnd Grænlands.
Útbreiðslan hefur verið hröð í Ilulissat á vesturströnd Grænlands. Getty

Alls greindust 497 manns með kórónuveiruna á Grænlandi í gær. Þetta er næstmesti fjöldi sem greinst hefur á einum sólarhring á Grænlandi frá upphafi faraldursins, en mesti fjöldinn var á laugardaginn þegar 504 greindust.

Í frétt Sermitsiaq.AG segir að flest smit hafi greinst í höfuðborginni Nuuk í gær, eða 197. Af þeim 427 sýnum sem tekin voru í Ilulissat voru 187 jákvæð, sem þýðir að 44 prósent sýna sem tekin voru þar voru jákvæð.

Þá greindust 37 í Maniitsoq og þrjátíu í Narsaq.

Alls eru sex nú á sjúkrahúsum á Grænlandi með Covid-19 – einn í Upernavik og fimm í Nuuk, þar af einn á gjörgæslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×