Að túlka læk Ingunn Björnsdóttir skrifar 10. janúar 2022 18:01 Skaufaglöp* miðaldra manna geta haft óvæntar afleiðingar. Fyrir fáeinum dögum fóru fimm þjóðþekktir menn í frí, eftir að sögur af sumarbústaðaferð fjögurra þeirra og golfferð tveggja höfnuðu á síðum fjölmiðlanna. Þarna er efni til að ræða nánar og rýna í. Hvað leiðir til þess að miðaldra menn, sama hversu vel þeim hefur vegnað í lífinu, verða pottormar af þeim toga sem lýst hefur verið? Og hvernig bregst samfélagið við? Ekki stóð á viðbrögðum samfélagsins. Fókusinn fór fljótt af gjörðinni sjálfri og blaðamenn fóru að vakta fésbókarsíður í von um bitastæð læk. Og jú, mikið rétt: það komu tvölæk sem þeim þótti tilefni til að skrifa um. Bæði frá ungum konum, og hvorugt kannski þaulhugsað. Önnur dró lækið til baka og varð því ekki skotspónn mikið meiri umfjöllunar. Hin varð tilefni ótal fyrirsagna. Lækið var meðal virkra í athugasemdum jafnvel talið vísbending um að hægrisinnaði stjórnmálaflokkurinn sem hún tilheyrir og haldið er að miðaldramennirnir tilheyri líka væri meðmæltur svona atferli. Ég hef samt aldrei heyrt tilsvarandi um stjórnmálaflokka á vinstri vængnum eða miðju, með innanborðs miðaldramenn og eldri sem lent hafa í fjölmiðlum vegna svipaðs athæfis og jafnvel verra. En síðmiðaldra karlkyns pistlaskrifari á vinstri vængnum notaði tækifærið til að hrósa útliti frétta fjölmiðilsins sem hann skrifar fyrir. Það er að segja fréttanna um þetta tiltekna mál. Honum fannst útlitið töff. Sjálf lenti ég í því fyrir rúmu ári að læk við fésbókarfærslu frá mér varð að umfjöllunarefni fjölmiðla, og lögðust ýmsir í túlkanir á því læki, allt upp í mjög alvöruþrungnar. Og nokkrir vinir mínir, sem ekkert höfðu gert annað en að læka á sömu færslu, lentu alls óvænt í einum fjölmiðlanna fyrir vikið. Undir fullu nafni og með mynd af sér. Þetta fannst mér til marks um hversu mikið fókus á læk getur afvegaleitt umræðuna. Mín athugasemd, sem ég fékk þetta læk á, var í stuttu máli um að betra væri að dómstólarnir sæju um að dæma** en að fjölmiðlamenn eða heykvíslar samfélagsmiðlanna gerðu það. Hvernig geta læk orðið svona mikilvæg? Ég er búin að finna hvað tengir saman pottormana þrjá sem hafa notið velgengni í viðskiptalífinu, án þess þó að sú tenging skýri atferlið allt. Tengingin er ekki viðskipti, til þess starfa þeir í of ólíkum geirum. Tæpast er hún stjórnmálaskoðanir, samanber það sem að ofan segir. En þeir hafa allir haft sama einkaþjálfarann***. Höfundur er ekki túlkandi læks. *Orðið er að finna á nýyrðavef Árnastofnunar, en er þar einungis notað um menn með ákveðið orðfæri. Ég tel rétt að útvíkka merkinguna þannig að hún taki til atferlis einnig. **Eitt er að hafa skoðun á atferli og annað að úttala sig fyrirfram um ferli og lyktir hugsanlegra dómsmála. ***Ég hlekkja ekki á upplýsingarnar um það en þær liggja á opinni Facebook síðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Skaufaglöp* miðaldra manna geta haft óvæntar afleiðingar. Fyrir fáeinum dögum fóru fimm þjóðþekktir menn í frí, eftir að sögur af sumarbústaðaferð fjögurra þeirra og golfferð tveggja höfnuðu á síðum fjölmiðlanna. Þarna er efni til að ræða nánar og rýna í. Hvað leiðir til þess að miðaldra menn, sama hversu vel þeim hefur vegnað í lífinu, verða pottormar af þeim toga sem lýst hefur verið? Og hvernig bregst samfélagið við? Ekki stóð á viðbrögðum samfélagsins. Fókusinn fór fljótt af gjörðinni sjálfri og blaðamenn fóru að vakta fésbókarsíður í von um bitastæð læk. Og jú, mikið rétt: það komu tvölæk sem þeim þótti tilefni til að skrifa um. Bæði frá ungum konum, og hvorugt kannski þaulhugsað. Önnur dró lækið til baka og varð því ekki skotspónn mikið meiri umfjöllunar. Hin varð tilefni ótal fyrirsagna. Lækið var meðal virkra í athugasemdum jafnvel talið vísbending um að hægrisinnaði stjórnmálaflokkurinn sem hún tilheyrir og haldið er að miðaldramennirnir tilheyri líka væri meðmæltur svona atferli. Ég hef samt aldrei heyrt tilsvarandi um stjórnmálaflokka á vinstri vængnum eða miðju, með innanborðs miðaldramenn og eldri sem lent hafa í fjölmiðlum vegna svipaðs athæfis og jafnvel verra. En síðmiðaldra karlkyns pistlaskrifari á vinstri vængnum notaði tækifærið til að hrósa útliti frétta fjölmiðilsins sem hann skrifar fyrir. Það er að segja fréttanna um þetta tiltekna mál. Honum fannst útlitið töff. Sjálf lenti ég í því fyrir rúmu ári að læk við fésbókarfærslu frá mér varð að umfjöllunarefni fjölmiðla, og lögðust ýmsir í túlkanir á því læki, allt upp í mjög alvöruþrungnar. Og nokkrir vinir mínir, sem ekkert höfðu gert annað en að læka á sömu færslu, lentu alls óvænt í einum fjölmiðlanna fyrir vikið. Undir fullu nafni og með mynd af sér. Þetta fannst mér til marks um hversu mikið fókus á læk getur afvegaleitt umræðuna. Mín athugasemd, sem ég fékk þetta læk á, var í stuttu máli um að betra væri að dómstólarnir sæju um að dæma** en að fjölmiðlamenn eða heykvíslar samfélagsmiðlanna gerðu það. Hvernig geta læk orðið svona mikilvæg? Ég er búin að finna hvað tengir saman pottormana þrjá sem hafa notið velgengni í viðskiptalífinu, án þess þó að sú tenging skýri atferlið allt. Tengingin er ekki viðskipti, til þess starfa þeir í of ólíkum geirum. Tæpast er hún stjórnmálaskoðanir, samanber það sem að ofan segir. En þeir hafa allir haft sama einkaþjálfarann***. Höfundur er ekki túlkandi læks. *Orðið er að finna á nýyrðavef Árnastofnunar, en er þar einungis notað um menn með ákveðið orðfæri. Ég tel rétt að útvíkka merkinguna þannig að hún taki til atferlis einnig. **Eitt er að hafa skoðun á atferli og annað að úttala sig fyrirfram um ferli og lyktir hugsanlegra dómsmála. ***Ég hlekkja ekki á upplýsingarnar um það en þær liggja á opinni Facebook síðu.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun