Að túlka læk Ingunn Björnsdóttir skrifar 10. janúar 2022 18:01 Skaufaglöp* miðaldra manna geta haft óvæntar afleiðingar. Fyrir fáeinum dögum fóru fimm þjóðþekktir menn í frí, eftir að sögur af sumarbústaðaferð fjögurra þeirra og golfferð tveggja höfnuðu á síðum fjölmiðlanna. Þarna er efni til að ræða nánar og rýna í. Hvað leiðir til þess að miðaldra menn, sama hversu vel þeim hefur vegnað í lífinu, verða pottormar af þeim toga sem lýst hefur verið? Og hvernig bregst samfélagið við? Ekki stóð á viðbrögðum samfélagsins. Fókusinn fór fljótt af gjörðinni sjálfri og blaðamenn fóru að vakta fésbókarsíður í von um bitastæð læk. Og jú, mikið rétt: það komu tvölæk sem þeim þótti tilefni til að skrifa um. Bæði frá ungum konum, og hvorugt kannski þaulhugsað. Önnur dró lækið til baka og varð því ekki skotspónn mikið meiri umfjöllunar. Hin varð tilefni ótal fyrirsagna. Lækið var meðal virkra í athugasemdum jafnvel talið vísbending um að hægrisinnaði stjórnmálaflokkurinn sem hún tilheyrir og haldið er að miðaldramennirnir tilheyri líka væri meðmæltur svona atferli. Ég hef samt aldrei heyrt tilsvarandi um stjórnmálaflokka á vinstri vængnum eða miðju, með innanborðs miðaldramenn og eldri sem lent hafa í fjölmiðlum vegna svipaðs athæfis og jafnvel verra. En síðmiðaldra karlkyns pistlaskrifari á vinstri vængnum notaði tækifærið til að hrósa útliti frétta fjölmiðilsins sem hann skrifar fyrir. Það er að segja fréttanna um þetta tiltekna mál. Honum fannst útlitið töff. Sjálf lenti ég í því fyrir rúmu ári að læk við fésbókarfærslu frá mér varð að umfjöllunarefni fjölmiðla, og lögðust ýmsir í túlkanir á því læki, allt upp í mjög alvöruþrungnar. Og nokkrir vinir mínir, sem ekkert höfðu gert annað en að læka á sömu færslu, lentu alls óvænt í einum fjölmiðlanna fyrir vikið. Undir fullu nafni og með mynd af sér. Þetta fannst mér til marks um hversu mikið fókus á læk getur afvegaleitt umræðuna. Mín athugasemd, sem ég fékk þetta læk á, var í stuttu máli um að betra væri að dómstólarnir sæju um að dæma** en að fjölmiðlamenn eða heykvíslar samfélagsmiðlanna gerðu það. Hvernig geta læk orðið svona mikilvæg? Ég er búin að finna hvað tengir saman pottormana þrjá sem hafa notið velgengni í viðskiptalífinu, án þess þó að sú tenging skýri atferlið allt. Tengingin er ekki viðskipti, til þess starfa þeir í of ólíkum geirum. Tæpast er hún stjórnmálaskoðanir, samanber það sem að ofan segir. En þeir hafa allir haft sama einkaþjálfarann***. Höfundur er ekki túlkandi læks. *Orðið er að finna á nýyrðavef Árnastofnunar, en er þar einungis notað um menn með ákveðið orðfæri. Ég tel rétt að útvíkka merkinguna þannig að hún taki til atferlis einnig. **Eitt er að hafa skoðun á atferli og annað að úttala sig fyrirfram um ferli og lyktir hugsanlegra dómsmála. ***Ég hlekkja ekki á upplýsingarnar um það en þær liggja á opinni Facebook síðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Magnús Jochum Pálsson skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Skaufaglöp* miðaldra manna geta haft óvæntar afleiðingar. Fyrir fáeinum dögum fóru fimm þjóðþekktir menn í frí, eftir að sögur af sumarbústaðaferð fjögurra þeirra og golfferð tveggja höfnuðu á síðum fjölmiðlanna. Þarna er efni til að ræða nánar og rýna í. Hvað leiðir til þess að miðaldra menn, sama hversu vel þeim hefur vegnað í lífinu, verða pottormar af þeim toga sem lýst hefur verið? Og hvernig bregst samfélagið við? Ekki stóð á viðbrögðum samfélagsins. Fókusinn fór fljótt af gjörðinni sjálfri og blaðamenn fóru að vakta fésbókarsíður í von um bitastæð læk. Og jú, mikið rétt: það komu tvölæk sem þeim þótti tilefni til að skrifa um. Bæði frá ungum konum, og hvorugt kannski þaulhugsað. Önnur dró lækið til baka og varð því ekki skotspónn mikið meiri umfjöllunar. Hin varð tilefni ótal fyrirsagna. Lækið var meðal virkra í athugasemdum jafnvel talið vísbending um að hægrisinnaði stjórnmálaflokkurinn sem hún tilheyrir og haldið er að miðaldramennirnir tilheyri líka væri meðmæltur svona atferli. Ég hef samt aldrei heyrt tilsvarandi um stjórnmálaflokka á vinstri vængnum eða miðju, með innanborðs miðaldramenn og eldri sem lent hafa í fjölmiðlum vegna svipaðs athæfis og jafnvel verra. En síðmiðaldra karlkyns pistlaskrifari á vinstri vængnum notaði tækifærið til að hrósa útliti frétta fjölmiðilsins sem hann skrifar fyrir. Það er að segja fréttanna um þetta tiltekna mál. Honum fannst útlitið töff. Sjálf lenti ég í því fyrir rúmu ári að læk við fésbókarfærslu frá mér varð að umfjöllunarefni fjölmiðla, og lögðust ýmsir í túlkanir á því læki, allt upp í mjög alvöruþrungnar. Og nokkrir vinir mínir, sem ekkert höfðu gert annað en að læka á sömu færslu, lentu alls óvænt í einum fjölmiðlanna fyrir vikið. Undir fullu nafni og með mynd af sér. Þetta fannst mér til marks um hversu mikið fókus á læk getur afvegaleitt umræðuna. Mín athugasemd, sem ég fékk þetta læk á, var í stuttu máli um að betra væri að dómstólarnir sæju um að dæma** en að fjölmiðlamenn eða heykvíslar samfélagsmiðlanna gerðu það. Hvernig geta læk orðið svona mikilvæg? Ég er búin að finna hvað tengir saman pottormana þrjá sem hafa notið velgengni í viðskiptalífinu, án þess þó að sú tenging skýri atferlið allt. Tengingin er ekki viðskipti, til þess starfa þeir í of ólíkum geirum. Tæpast er hún stjórnmálaskoðanir, samanber það sem að ofan segir. En þeir hafa allir haft sama einkaþjálfarann***. Höfundur er ekki túlkandi læks. *Orðið er að finna á nýyrðavef Árnastofnunar, en er þar einungis notað um menn með ákveðið orðfæri. Ég tel rétt að útvíkka merkinguna þannig að hún taki til atferlis einnig. **Eitt er að hafa skoðun á atferli og annað að úttala sig fyrirfram um ferli og lyktir hugsanlegra dómsmála. ***Ég hlekkja ekki á upplýsingarnar um það en þær liggja á opinni Facebook síðu.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun