Forsætisráðuneytið bauð hundrað manns í partí þegar tveir máttu koma saman Árni Sæberg skrifar 10. janúar 2022 19:28 Boris Johnson kann örugglega að halda góða veislu. Tolga Akmen/Getty Um eitt hundrað starfsmönnum forsætisráðuneytis Englands var boðið í garðpartí þann tuttugasta maí 2020, þegar einungis tveir máttu koma saman utandyra í Englandi. Martin Reynolds, aðstoðarmaður Boriss Johnson, sendi starfsmönnum ráðuneytisins tölvupóst þar sem þeim var boðið í garðpartí „til þess að nýta veðurblíðuna.“ Fréttastofa ITV hefur nú fengið umræddan tölvupóst afhentan en mikið hefur verið fjallað um málið frá því það kom fyrst upp á föstudag. Yfirskrift tölvupóstsins er „Fjarlægðartakmarkaðir drykkir! (FORMLEGT-VIÐKVÆMT-NR. 10 EINGÖNGU). Greinilegt er að um háleynilegt partí var að ræða. „Eftir gríðarlega annasaman tíma datt okkur í hug að það væri gott að nýta dásamlega veðrið og hittast í fjarlægðartakmarkaða drykki í garðinum á Nr. 10. Vinsamlegast komið upp úr klukkan sex og komið með eigið áfengi!“ Ljóst er að ætlun ráðuneytisins hafi staðið til að fólk virti tveggja metra fjarlægðartakmarkanir. Samkvæmt heimildum ITV mættu um fjörutíu starfsmenn í partýið, þar á meðal Boris Johnson og eiginkona hans Carrie. Tveir máttu hittast með tveggja metra bili Sama dag og garðpartýið í Downingstræti 10 fór fram tilkynnti þáverandi menningarmálaráðherra Englands, Oliver Dowden, að einungis tveir mættu koma saman utandyra, að því gefnu að tveggja metra reglunni væri fullnægt. Mánuði seinna voru samkomur sex manna utandyra leyfðar með sömu takmörkunum. Því er ljóst að samkoma starfsmanna forsætisráðuneytisins var í hrópandi ósamræmi við þágildandi sóttvarnaaðgerðir. England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Martin Reynolds, aðstoðarmaður Boriss Johnson, sendi starfsmönnum ráðuneytisins tölvupóst þar sem þeim var boðið í garðpartí „til þess að nýta veðurblíðuna.“ Fréttastofa ITV hefur nú fengið umræddan tölvupóst afhentan en mikið hefur verið fjallað um málið frá því það kom fyrst upp á föstudag. Yfirskrift tölvupóstsins er „Fjarlægðartakmarkaðir drykkir! (FORMLEGT-VIÐKVÆMT-NR. 10 EINGÖNGU). Greinilegt er að um háleynilegt partí var að ræða. „Eftir gríðarlega annasaman tíma datt okkur í hug að það væri gott að nýta dásamlega veðrið og hittast í fjarlægðartakmarkaða drykki í garðinum á Nr. 10. Vinsamlegast komið upp úr klukkan sex og komið með eigið áfengi!“ Ljóst er að ætlun ráðuneytisins hafi staðið til að fólk virti tveggja metra fjarlægðartakmarkanir. Samkvæmt heimildum ITV mættu um fjörutíu starfsmenn í partýið, þar á meðal Boris Johnson og eiginkona hans Carrie. Tveir máttu hittast með tveggja metra bili Sama dag og garðpartýið í Downingstræti 10 fór fram tilkynnti þáverandi menningarmálaráðherra Englands, Oliver Dowden, að einungis tveir mættu koma saman utandyra, að því gefnu að tveggja metra reglunni væri fullnægt. Mánuði seinna voru samkomur sex manna utandyra leyfðar með sömu takmörkunum. Því er ljóst að samkoma starfsmanna forsætisráðuneytisins var í hrópandi ósamræmi við þágildandi sóttvarnaaðgerðir.
England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira