Skoðun

Opið bréf til Sunnu­lækja­skóla á Sel­fossi

Margrét Pétursdóttir skrifar

Kæru skólastjórnendur. Það hefur borist mér til eyrna að framundan verði nýtt námsefni fyrir 12 ára börnin í íslensku sem mun standa yfir í 8 vikur. Endilega leiðréttið og vinsamlegast svarið örfáum spurningum.

  1. Er það rétt að þið ætlið að sýna þættina Brot fyrir ungmenni í 6.bekk?
  2. Er það samkvæmt ráðum sérfræðinga eins og sálfræðinga og uppeldismenntaðra sem þið gerið það?
  3. Vitið þið að þetta efni er ekki talið vera svo ungum börnum gott áhorfsefni að Netflix í Evrópu setur 16 ára aldurstakmark eða kjósið þið að líta framhjá því?
  4. Vitið þið eitthvað um ofbeldiskúltúr?
  5. Vitið þið að þó að krakkarnir eigi að vita að þetta sé leikið efni þá fara nkl sömu viðbrögð í gang í heilanum og ef það væri það ekki þessvegna virka hryllingsyndir og spennumyndir?
  6. Vitið þið að þetta er hópnauðgunarvídjó sem ungmennin horfa á með bekkjarfélögum sínum. Ekki horfa, hlusta og sjá aðra horfa á það. Það á líka að horfa á myndband af þolanda hópnauðgunarinnar af þessari sömu nauðgun lýsa nauðguninni. Börn sem eru 12 ára eiga líka að horfa á íslenskt fólk í sjónvarpinu lýsa kerfisbundnum nauðgunum á ungum drengjum og grófu líkamlegu ofbeldi gegn börnum sem framið er af fólkinu sem á að sýna þeim umhyggju?
  7. Er það rétt að sumir foreldrar í árgangnum hafa gert athugasemdir við námsefnið en það skiptir ekki máli því íslenskuteymið nýtur stuðnings deildarstjóra og skólastjóra og að kennararnir ætla að hafa auga með þessum viðkvæmu nemendum...nemendum sem eru of viðkvæmir til þess að hlusta á stúlku gráta, öskra og biðja sér vægðar á meðan henni er hópnauðgað þegar þau eru 12 ára?
  8. Hafið þið hugmynd um börn í þessum árgang sem hafa orðið fyrir trauma og gerið þið ykkur grein fyrir áhrifum þessa áhorfs á þau?

Ég bið einlæglega um umfjöllun um þetta mál og önnur þau verkefni sem valin eru til að setja á borð ungmenna í skólum landsins. Allt á sinn tíma og það er vel þess virði barnanna vegna að Barnavernd komi að þessu máli.




Skoðun

Skoðun

Kona, vertu ekki fyrir!

Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar

Sjá meira


×