Búinn að finna hinn þjóðþekkta slæma kafla hjá íslenska handboltalandsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2022 10:01 Aron Pálmarsson og félagar þurfa að passa sig á 49. til 55. mínútu því það er á þeim kafla þar sem gengi liðsins hefur oft verið slakt. Vísir/Vilhelm Íslenska karlalandsliðið í handbolta er á leiðinni á enn eitt stórmótið en strákarnir okkar eru komnir til Búdapest til að keppa á EM 2022. Íslenska þjóðin fylgist jafnan mjög vel í janúar þegar íslenska landsliðið stendur í stórræðum og hver einn og einasti þeirra sem hefur setið fyrir framan sjónvarpið þegar Ísland er að spila ætti að hafa heyrt talað um slæma kaflann. Jú þessi slæmi kafli sem getur reynst íslenska liðinu svo dýrkeyptur. Enginn hefur leikið á fleiri stórmótum íslenska landsliðsins en Guðjón Valur Sigurðsson og hann var orðinn mjög þreyttur á umræðunni um slæma kaflann eins og nokkur viðtöl eru gott dæmi um. En kannski er slæmi kaflinn enginn mýta. Ólafur Sigurgeirsson hjá HB Statz er búinn að greina tölfræðigögn um íslenska handboltalandsliðið undanfarin ár og hann er jafnvel búinn að finna þennan frægan slæma kafla. View this post on Instagram A post shared by HBStatz (@hbstatz) Ólafur skoraði gögn úr tapleikjum Íslands frá 2018 til 2021. Allar aðgerðir eru skráðar á mínútur og með því að nota fimm mínútna hlaupandi meðaltal þá gat hann reiknað út sóknarnýtingu og hlutfallsmarkvörslu íslensku strákanna eftir tíma leiksins. Það eru einkum tveir hlutar leikja íslenska liðsins sem geta gert tilkall til að vera slæmi kaflinn hjá íslenska handboltalandsliðinu en annar þeirra er án efa í nokkrum sérflokki. Ekki er hægt að sjá annað en að slæmi kafli íslenska liðsins haldi sig oftast á 49. til 55. mínútu leikjanna því tölur strákarna okkar í sókn sem vörn hrynja á þessum tíma. Það er á þessum tíma sem íslenska liðið missir leikina frá sér. Tölfræði yfir gengi íslenska landsliðsins.HB Statz Sóknarnýtingin hrynur um þrettán prósent og markvarslan niður um átján prósent. Þetta jafngilti 27 prósent neikvæðri breytingu á nýtingu sóknanna og neikvæð breyting á markvörslunni um 49 prósent. HB Statz hefur tekið tölfræði í íslenskum handbolta undanfarin ár en upp á síðkastið hafa menn þar á bæt verið að setja tölfræðin upp á myndrænni og meira lifandi hátt. Gott dæmi um það er þessi leit að slæma kaflanum sem má sjá á grafískri mynd HB Statz hér fyrir ofan. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Íslenska þjóðin fylgist jafnan mjög vel í janúar þegar íslenska landsliðið stendur í stórræðum og hver einn og einasti þeirra sem hefur setið fyrir framan sjónvarpið þegar Ísland er að spila ætti að hafa heyrt talað um slæma kaflann. Jú þessi slæmi kafli sem getur reynst íslenska liðinu svo dýrkeyptur. Enginn hefur leikið á fleiri stórmótum íslenska landsliðsins en Guðjón Valur Sigurðsson og hann var orðinn mjög þreyttur á umræðunni um slæma kaflann eins og nokkur viðtöl eru gott dæmi um. En kannski er slæmi kaflinn enginn mýta. Ólafur Sigurgeirsson hjá HB Statz er búinn að greina tölfræðigögn um íslenska handboltalandsliðið undanfarin ár og hann er jafnvel búinn að finna þennan frægan slæma kafla. View this post on Instagram A post shared by HBStatz (@hbstatz) Ólafur skoraði gögn úr tapleikjum Íslands frá 2018 til 2021. Allar aðgerðir eru skráðar á mínútur og með því að nota fimm mínútna hlaupandi meðaltal þá gat hann reiknað út sóknarnýtingu og hlutfallsmarkvörslu íslensku strákanna eftir tíma leiksins. Það eru einkum tveir hlutar leikja íslenska liðsins sem geta gert tilkall til að vera slæmi kaflinn hjá íslenska handboltalandsliðinu en annar þeirra er án efa í nokkrum sérflokki. Ekki er hægt að sjá annað en að slæmi kafli íslenska liðsins haldi sig oftast á 49. til 55. mínútu leikjanna því tölur strákarna okkar í sókn sem vörn hrynja á þessum tíma. Það er á þessum tíma sem íslenska liðið missir leikina frá sér. Tölfræði yfir gengi íslenska landsliðsins.HB Statz Sóknarnýtingin hrynur um þrettán prósent og markvarslan niður um átján prósent. Þetta jafngilti 27 prósent neikvæðri breytingu á nýtingu sóknanna og neikvæð breyting á markvörslunni um 49 prósent. HB Statz hefur tekið tölfræði í íslenskum handbolta undanfarin ár en upp á síðkastið hafa menn þar á bæt verið að setja tölfræðin upp á myndrænni og meira lifandi hátt. Gott dæmi um það er þessi leit að slæma kaflanum sem má sjá á grafískri mynd HB Statz hér fyrir ofan.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira