Í sjokki yfir sóttvörnum á EM: „Hvernig getum við spilað?“ Sindri Sverrisson skrifar 12. janúar 2022 10:30 Nikola Karabatic er mættur með Frökkum á enn eitt stórmótið.Hann á þrenn gullverðlaun af Evrópumótum, fern af heimsmeistaramótum og þrenn af Ólympiuleikum. Getty/Hasan Bratic Ein skærasta stjarna EM í handbolta og landsliðsþjálfari Serbíu eiga vart orð yfir skorti á sóttvörnum á mótinu. Þátttökuþjóðirnar eru nú nýmættar til Ungverjalands og Slóvakíu til að taka þátt á EM sem hefst á morgun. Íslenska liðið ferðaðist til að mynda til Búdapest í gær. Liðin hafa síðustu daga og vikur lagt mikið á sig til að forðast kórónuveirusmit en reglur EHF kveða á um að leikmenn þurfi að vera í einangrun í fimm daga eftir að smit greinist, og skila tveimur neikvæðum prófum, til að mega spila á EM. Þannig hafa Frakkar til að mynda verið í sóttvarnabúbblu í aðdraganda EM, rétt eins og Íslendingar. Nikola Karabatic segir eitthvað allt annað í gangi á hóteli Frakka í Szeged í Ungverjalandi: Umgangast hótelgesti sem huga ekki að sóttvörnum „Við vorum furðu lostnir, eða bara í sjokki, yfir þeim aðstæðum sem boðið er upp á á mótinu,“ er haft eftir Karabatic í frönskum miðlum. „Við fylgdum ströngum reglum til að forðast það að fá Covid og komum svo á hótel þar sem eru aðrir gestir sem ekki nota grímur. Við borðum á sama svæði og aðrir hótelgestir,“ sagði Karabatic. Vincent Gérard, markvörður Frakka, tók í sama streng. „Þegar maður mætir á hótelið og sér fólk labba um í sundfötunum og fara í hótellaugina án þess að vera með grímu eða neitt, þá er það sjokk. Sóttvarnareglurnar hérna eru, svo ekki sé meira sagt, öðruvísi,“ sagði Gerard. Philippe Bana, formaður handknattleikssambands Frakklands, segir að búið sé að leita til EHF vegna málsins og að úr því eigi að bæta í dag. Frakkar hefja keppni annað kvöld þegar þeir mæta Króötum í stórleik. Chaotic organisation in @EHFEURO!Normal clients without in the same corridor with the teams, no tests for all teams, delay on the tests (still waiting to be tested when it was planned at 8:45h) result=some players already infected. How can we play??— toni gerona (@geronatoni) January 12, 2022 Serbar hafa glímt við fjölda kórónuveirusmita í aðdraganda EM. Toni Gerona, hinn spænski þjálfari Serbíu, harmar þær aðstæður sem boðið er upp á á EM. Segir hann algjöra ringulreið ríkja, liðin þurfi að umgangast aðra hótelgesti sem ekki séu með grímur, ekki séu tekin próf, og að þegar séu leikmenn farnir að smitast. „Hvernig getum við spilað??“ spyr Gerona. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Enski boltinn Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Fleiri fréttir Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Sjá meira
Þátttökuþjóðirnar eru nú nýmættar til Ungverjalands og Slóvakíu til að taka þátt á EM sem hefst á morgun. Íslenska liðið ferðaðist til að mynda til Búdapest í gær. Liðin hafa síðustu daga og vikur lagt mikið á sig til að forðast kórónuveirusmit en reglur EHF kveða á um að leikmenn þurfi að vera í einangrun í fimm daga eftir að smit greinist, og skila tveimur neikvæðum prófum, til að mega spila á EM. Þannig hafa Frakkar til að mynda verið í sóttvarnabúbblu í aðdraganda EM, rétt eins og Íslendingar. Nikola Karabatic segir eitthvað allt annað í gangi á hóteli Frakka í Szeged í Ungverjalandi: Umgangast hótelgesti sem huga ekki að sóttvörnum „Við vorum furðu lostnir, eða bara í sjokki, yfir þeim aðstæðum sem boðið er upp á á mótinu,“ er haft eftir Karabatic í frönskum miðlum. „Við fylgdum ströngum reglum til að forðast það að fá Covid og komum svo á hótel þar sem eru aðrir gestir sem ekki nota grímur. Við borðum á sama svæði og aðrir hótelgestir,“ sagði Karabatic. Vincent Gérard, markvörður Frakka, tók í sama streng. „Þegar maður mætir á hótelið og sér fólk labba um í sundfötunum og fara í hótellaugina án þess að vera með grímu eða neitt, þá er það sjokk. Sóttvarnareglurnar hérna eru, svo ekki sé meira sagt, öðruvísi,“ sagði Gerard. Philippe Bana, formaður handknattleikssambands Frakklands, segir að búið sé að leita til EHF vegna málsins og að úr því eigi að bæta í dag. Frakkar hefja keppni annað kvöld þegar þeir mæta Króötum í stórleik. Chaotic organisation in @EHFEURO!Normal clients without in the same corridor with the teams, no tests for all teams, delay on the tests (still waiting to be tested when it was planned at 8:45h) result=some players already infected. How can we play??— toni gerona (@geronatoni) January 12, 2022 Serbar hafa glímt við fjölda kórónuveirusmita í aðdraganda EM. Toni Gerona, hinn spænski þjálfari Serbíu, harmar þær aðstæður sem boðið er upp á á EM. Segir hann algjöra ringulreið ríkja, liðin þurfi að umgangast aðra hótelgesti sem ekki séu með grímur, ekki séu tekin próf, og að þegar séu leikmenn farnir að smitast. „Hvernig getum við spilað??“ spyr Gerona.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Enski boltinn Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Fleiri fréttir Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða