Sættir þú þig við 3000 evrur útborgaðar þegar þú átt að fá 4500 evrur útborgaðar? Ólafur Örn Jónsson skrifar 12. janúar 2022 11:01 Eða af hverju sættir þú þig við 6000 evrur þegar þú átt að fá 9000 evrur? Á fordæmalausan hátt sem aldrei hefur verið beitt fyrr á Íslandi né í öðrum vestrænum löndum hefur fjármálaráðherra skikkað Seðlabanka landsins til að kaupa upp gjaldeyri til að koma í veg fyrir að gengi krónunnar leiðrétti sig eftir hrun sem útgerðin olli til þess eins að viðhalda hrungróða útgerðarinnar á þinn og minn kostnað. Gerum okkur grein fyrir að lágt gengi krónunnar og skortur á fé í umferð er bara vont fyrir efnahag og framgang þjóðarinnar. Er kannski verið að réttlæta „að koma upp“ gjaldeyrisvaraforða þjóðarinnar? Það stenst enga skoðun því að engin þjóð lætur bara laun og lífeyrisþega bera kostnaðinn af uppbyggingu gjaldeyrisforða á sama tíma og útgerðinni eru tryggðar 50% auknar tekjur á kostnað almennings og hins opinbera. OECD tekur það fram í sínum leiðbeiningum að slíkur gjaldeyrisvaraforði sé eingöngu byggður upp með sameiginlegu átaki alls þjóðfélagsins ekki bara launþega og lífeyrisþega heldur með t.d. sölu ríkiseigna eða tekna af auðlindum. Nei, á okkur er verið að fremja fordæmalausan glæp sem á sér engin fordæmi í nútíma sögu Evrópu. Með því að grípa inn í frjálst flot krónunnar sem var/er hér við líði í áratugi er útgerðinni færður þvílíkur óáunninn óðagróði að annað annað eins hefur ekki þekkst á sama tíma og við tekjuhæsta þjóð veraldar miðað við höfðatölu búum við það að hér er landlæg fátækt, lægstlaunuðu og öryrkjar ná ekki endum saman, eldri borgarar eru svívirtir með skerðingu bóta og verðlausri hrunkrónu og við horfum á heilbrigðiskerfið sem eftir margra ára fjársvelti er að hrynja fyrir framan augun á okkur. Við eigum að krefjast þess að þegar í stað verði gengi krónunnar leiðrétt (Evran 90 kr) með parti af gjaldeyrisforðanum og þannig komið í veg fyrir að útgerðin laumist með allan gróðann af Loðnuvertíðinni án þess að neitt komi í okkar hlut af 90 milljarða söluverðmæti. Eins ætti að hefja á ný uppbyggingu á gjaldeyrisforðanum á réttan hátt og borga laun og lífeyrisþegum það sem stolið hefur verið af okkur undanfarin 7 ár. Ekki þegja og láta taka þig í þurran og látum heyra í okkur og brjótum furðulega þögn spilltra stjórnmálamanna og opinberra starfsmanna sem einhverra hluta vegna þegja og horfa í hina áttina á meðan við berum þjófnaðinn á herðum okkar. Höfundur er heldriborgari og fv skipstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Örn Jónsson Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Eða af hverju sættir þú þig við 6000 evrur þegar þú átt að fá 9000 evrur? Á fordæmalausan hátt sem aldrei hefur verið beitt fyrr á Íslandi né í öðrum vestrænum löndum hefur fjármálaráðherra skikkað Seðlabanka landsins til að kaupa upp gjaldeyri til að koma í veg fyrir að gengi krónunnar leiðrétti sig eftir hrun sem útgerðin olli til þess eins að viðhalda hrungróða útgerðarinnar á þinn og minn kostnað. Gerum okkur grein fyrir að lágt gengi krónunnar og skortur á fé í umferð er bara vont fyrir efnahag og framgang þjóðarinnar. Er kannski verið að réttlæta „að koma upp“ gjaldeyrisvaraforða þjóðarinnar? Það stenst enga skoðun því að engin þjóð lætur bara laun og lífeyrisþega bera kostnaðinn af uppbyggingu gjaldeyrisforða á sama tíma og útgerðinni eru tryggðar 50% auknar tekjur á kostnað almennings og hins opinbera. OECD tekur það fram í sínum leiðbeiningum að slíkur gjaldeyrisvaraforði sé eingöngu byggður upp með sameiginlegu átaki alls þjóðfélagsins ekki bara launþega og lífeyrisþega heldur með t.d. sölu ríkiseigna eða tekna af auðlindum. Nei, á okkur er verið að fremja fordæmalausan glæp sem á sér engin fordæmi í nútíma sögu Evrópu. Með því að grípa inn í frjálst flot krónunnar sem var/er hér við líði í áratugi er útgerðinni færður þvílíkur óáunninn óðagróði að annað annað eins hefur ekki þekkst á sama tíma og við tekjuhæsta þjóð veraldar miðað við höfðatölu búum við það að hér er landlæg fátækt, lægstlaunuðu og öryrkjar ná ekki endum saman, eldri borgarar eru svívirtir með skerðingu bóta og verðlausri hrunkrónu og við horfum á heilbrigðiskerfið sem eftir margra ára fjársvelti er að hrynja fyrir framan augun á okkur. Við eigum að krefjast þess að þegar í stað verði gengi krónunnar leiðrétt (Evran 90 kr) með parti af gjaldeyrisforðanum og þannig komið í veg fyrir að útgerðin laumist með allan gróðann af Loðnuvertíðinni án þess að neitt komi í okkar hlut af 90 milljarða söluverðmæti. Eins ætti að hefja á ný uppbyggingu á gjaldeyrisforðanum á réttan hátt og borga laun og lífeyrisþegum það sem stolið hefur verið af okkur undanfarin 7 ár. Ekki þegja og láta taka þig í þurran og látum heyra í okkur og brjótum furðulega þögn spilltra stjórnmálamanna og opinberra starfsmanna sem einhverra hluta vegna þegja og horfa í hina áttina á meðan við berum þjófnaðinn á herðum okkar. Höfundur er heldriborgari og fv skipstjóri.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar