Ætla að sitja við sinn keip Eiður Þór Árnason skrifar 12. janúar 2022 17:39 Lögreglan mun áfram birta færslur og myndir á Facebook. Vísir/Vilhelm Lögreglustjórinn á Suðurnesjum tilkynnti í gær til stæði að loka Facebook-síðu embættisins með vísan til persónuverndarsjónarmiða. Um sólarhring síðar er síðan orðinn óaðgengileg almenningi og tíu ár af Facebook-færslum á bak og burt. Engin önnur lögregluembætti hafa tekið ákvörðun um að feta í fótspor Suðurnesjamanna. Í rökstuðningi lögreglunnar á Suðurnesjum var vísað til athugasemda sem Persónuvernd gerði á seinasta ári við samfélagsmiðlanotkun lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstaða Persónuverndar sneri einkum að móttöku upplýsinga frá almenningi í gegnum miðilinn. Vinnsla lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á persónuupplýsingum, þar sem óskað var eftir upplýsingum og ábendingum frá almenningi í gegnum einkaskilaboð á Facebook, vegna atvika sem kunnu að varða við lög og/eða vörðuðu tiltekna einstaklinga sem birt var mynd af, var sögð ekki samrýmst lögum um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi. Um var að ræða frumkvæðisathugun vegna færslu þar sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskaði eftir upplýsingum frá almenningi í gegnum einkaskilaboð Facebook. Þær upplýsingar tengdust glæp sem hafði verið framinn. Lögreglan á Suðurlandi tekur ákvörðun á næstunni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynnti í gær að embættið ætli ekki að hætta á Facebook þrátt fyrir niðurstöðu Persónuverndar. Þess í stað hafi verið ákveðið að hætta að óska eftir upplýsingum frá almenningi í gegnum einkaskilaboð á samfélagsmiðlinum. Sú athugasemd Persónuverndar byggði á því að upplýsingar og gögn sem lögreglan fengi í gegnum Facebook endaði í höndum erlenda stórfyrirtækisins. Í morgun var svo greint frá því að lögreglan á Suðurlandi lægi undir feldi og hefði ekki tekið ákvörðun um framtíð Facebook-síðu sinnar. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi sagði að málið yrði rætt á næsta fundi yfirstjórnar og niðurstöðu að vænta eftir þann fund. „Það er alveg ljóst er að almenn upplýsingagjöf í gegn um samfélagsmiðla er mjög árangursrík en skoða þarf hvert tilvik fyrir sig í þeim efnum og einnig þarf að gæta að því að sá farvegur sem er fyrir almenning til að koma upplýsingum til lögreglu sé í samræmi við gildandi lagaumhverfi hverju sinni,“ bætti Oddur við. Vel hægt að starfrækja síður innan takmarkananna Vísir leitaði svara hjá lögreglustjórum á Austurlandi, Norðurlandi eystra, Norðurlandi vestra, Vestfjörðum, Vesturlandi, og í Vestmannaeyjum. Þeir voru einróma um það að þeirra embætti ætluðu að halda áfram að miðla upplýsingum til almennings í gegnum Facebook. Minntust margir á það að miðilinn væri mjög góð leið til að koma tilkynningum hratt til fólks, þar sem stærstur hluti Íslendinga noti Facebook og fjölmargir fylgist með síðum lögreglunnar. Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra, segir að það hafi ekki verið til skoðunar að loka Facebook-síður embættisins. „Þetta álit persónuverndar laut að því að það var verið að tilkynna um refsiverða háttsemi sem eru viðkvæmar upplýsingar og við höfum ekki verið að nota Facebook þannig að upplýsingar séu persónugreinanlegar. Við höfum fyrst og fremst notað þetta bara sem samfélagsmiðil til að miðla a upplýsingum til almennings og við hyggjumst gera það áfram.“ Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra.Vísir/Vilhelm/Stjórnarráðið Telur Birgir vera reginmun á því hvort miðilinn sé notaður til að miðla almennum upplýsingum til almennings eða hugsanlega persónugreinanlegum upplýsingum vegna refsiverðrar háttsemi. „Því þeim upplýsingum höfum við ekki stjórn á þegar varðar Facebook, þær eru vistaðar einhvers staðar allt annars staðar. Þetta er ekki áhyggjuefni hér og við ætlum bara að sitja við okkar keip og halda áfram að nota Facebook með þessum hætti.“ Samfélagsmiðlar Facebook Lögreglan Tengdar fréttir Lögreglan á Suðurnesjum lokar Facebook-síðu sinni Lögreglan á Suðurnesjum er hætt á Facebook og hyggst loka síðu sinni eftir um sólarhring. Frá þessu greinir lögregluembættið í færslu á miðlinum sem er sögð verða sú síðasta. 11. janúar 2022 15:14 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist Innlent Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Í rökstuðningi lögreglunnar á Suðurnesjum var vísað til athugasemda sem Persónuvernd gerði á seinasta ári við samfélagsmiðlanotkun lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstaða Persónuverndar sneri einkum að móttöku upplýsinga frá almenningi í gegnum miðilinn. Vinnsla lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á persónuupplýsingum, þar sem óskað var eftir upplýsingum og ábendingum frá almenningi í gegnum einkaskilaboð á Facebook, vegna atvika sem kunnu að varða við lög og/eða vörðuðu tiltekna einstaklinga sem birt var mynd af, var sögð ekki samrýmst lögum um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi. Um var að ræða frumkvæðisathugun vegna færslu þar sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskaði eftir upplýsingum frá almenningi í gegnum einkaskilaboð Facebook. Þær upplýsingar tengdust glæp sem hafði verið framinn. Lögreglan á Suðurlandi tekur ákvörðun á næstunni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynnti í gær að embættið ætli ekki að hætta á Facebook þrátt fyrir niðurstöðu Persónuverndar. Þess í stað hafi verið ákveðið að hætta að óska eftir upplýsingum frá almenningi í gegnum einkaskilaboð á samfélagsmiðlinum. Sú athugasemd Persónuverndar byggði á því að upplýsingar og gögn sem lögreglan fengi í gegnum Facebook endaði í höndum erlenda stórfyrirtækisins. Í morgun var svo greint frá því að lögreglan á Suðurlandi lægi undir feldi og hefði ekki tekið ákvörðun um framtíð Facebook-síðu sinnar. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi sagði að málið yrði rætt á næsta fundi yfirstjórnar og niðurstöðu að vænta eftir þann fund. „Það er alveg ljóst er að almenn upplýsingagjöf í gegn um samfélagsmiðla er mjög árangursrík en skoða þarf hvert tilvik fyrir sig í þeim efnum og einnig þarf að gæta að því að sá farvegur sem er fyrir almenning til að koma upplýsingum til lögreglu sé í samræmi við gildandi lagaumhverfi hverju sinni,“ bætti Oddur við. Vel hægt að starfrækja síður innan takmarkananna Vísir leitaði svara hjá lögreglustjórum á Austurlandi, Norðurlandi eystra, Norðurlandi vestra, Vestfjörðum, Vesturlandi, og í Vestmannaeyjum. Þeir voru einróma um það að þeirra embætti ætluðu að halda áfram að miðla upplýsingum til almennings í gegnum Facebook. Minntust margir á það að miðilinn væri mjög góð leið til að koma tilkynningum hratt til fólks, þar sem stærstur hluti Íslendinga noti Facebook og fjölmargir fylgist með síðum lögreglunnar. Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra, segir að það hafi ekki verið til skoðunar að loka Facebook-síður embættisins. „Þetta álit persónuverndar laut að því að það var verið að tilkynna um refsiverða háttsemi sem eru viðkvæmar upplýsingar og við höfum ekki verið að nota Facebook þannig að upplýsingar séu persónugreinanlegar. Við höfum fyrst og fremst notað þetta bara sem samfélagsmiðil til að miðla a upplýsingum til almennings og við hyggjumst gera það áfram.“ Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra.Vísir/Vilhelm/Stjórnarráðið Telur Birgir vera reginmun á því hvort miðilinn sé notaður til að miðla almennum upplýsingum til almennings eða hugsanlega persónugreinanlegum upplýsingum vegna refsiverðrar háttsemi. „Því þeim upplýsingum höfum við ekki stjórn á þegar varðar Facebook, þær eru vistaðar einhvers staðar allt annars staðar. Þetta er ekki áhyggjuefni hér og við ætlum bara að sitja við okkar keip og halda áfram að nota Facebook með þessum hætti.“
Samfélagsmiðlar Facebook Lögreglan Tengdar fréttir Lögreglan á Suðurnesjum lokar Facebook-síðu sinni Lögreglan á Suðurnesjum er hætt á Facebook og hyggst loka síðu sinni eftir um sólarhring. Frá þessu greinir lögregluembættið í færslu á miðlinum sem er sögð verða sú síðasta. 11. janúar 2022 15:14 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist Innlent Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Lögreglan á Suðurnesjum lokar Facebook-síðu sinni Lögreglan á Suðurnesjum er hætt á Facebook og hyggst loka síðu sinni eftir um sólarhring. Frá þessu greinir lögregluembættið í færslu á miðlinum sem er sögð verða sú síðasta. 11. janúar 2022 15:14