Cristiano Ronaldo um Rangnick: Búinn að breyta miklu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2022 08:30 Cristiano Ronaldo á ferðinni með boltann í leik Manchester United í vetur. Ronaldo hefur skorað fjórtán mörk á leiktíðinni. Getty/Gareth Copley Cristiano Ronaldo segist hafa mikla trú á knattspyrnustjóranum Ralf Rangnick þrátt fyrir basl í byrjun. Hann er á því að Rangnick þurfi tíma til að breyta hlutunum á Old Trafford. Ronaldo ræddi knattspyrnustjórann í nýju viðtali en það hefur gengið á ýmsu í gagnrýni sérfræðinga og annarra á frammistöðu Manchester United. Eftir 1-0 tap á móti Úlfunum í síðasta deildarleik er liðið aðeins í sjöunda sæti deildarinnar. Ralf Rangnick settist í stjórastólinn i kjölfarið á því að Ole Gunnar Solskjær var rekinn. Hann á bara að stýra liðinu fram á sumar en svo verður nýr framtíðarstjóri ráðinn. "I believe that he's going to do a good job."#MUFC's Cristiano Ronaldo says a change of manager at the club has been hard but that Ralf Rangnick needs to be given time to turn things around. pic.twitter.com/HEJmUV8OaA— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 12, 2022 Vandamálið er að eins og staðan er núna þá er Manchester United langt frá því að vera öruggt með sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Ronaldo er jákvæður út í knattspyrnustjóra sinn. „Síðan að hann kom þá er hann búinn að breyta miklu. Hann þarf tíma til að koma öllum hugmyndunum sínum inn hjá leikmönnum,“ sagði Cristiano Ronaldo í viðtali við Sky Sports. „Ég hef trú á því að hann muni skila góðu starfi. Ég veit að við erum ekki að spila okkar besta bolta en það eru margir leikir eftir til að bæta það,“ sagði Ronaldo. „Ég er á því að við séum orðnir betri á sumum sviðum. Það er ekki auðvelt að breyta hugarfari leikmanna og hvernig þeir spila, hvernig menningin er eða hvaða leikkerfi er notað,“ sagði Ronaldo. "I don't accept less than the top three."Cristiano Ronaldo says that #MUFC should not accept anything less than a top three finish in the Premier League this season. pic.twitter.com/A54QAmHqMK— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 12, 2022 „Ég sætti mig ekki við annað en að við ætlum okkur að vera eitt af þremur efstu liðunum í deildinni. Til að byggja upp eitthvað gott þá þarftu stundum að brjóta niður hluti. Nú er komið nýtt ár, nýtt líf og ég vona að United geti spilað jafnvel og stuðningsfólkið vill. Það á það skilið,“ sagði Ronaldo. „Við höfum burði til að breyta hlutnum núna. Ég veit hvernig en ég ætla ekki að segja það hér því það væri ekki siðferðilega rétt af minni hálfu að gera það. Það sem ég get sagt er að við getum gert betur og þá er ég að tala um alla. Ég er kominn hingað til að vinna,“ sagði Ronaldo. Manchester United sló Astopn Villa út úr enska bikarnum á mánudaginn og liðið mætir lærisveinum Steven Gerrard síðan aftur í deildinni á laugardaginn. Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Sjá meira
Ronaldo ræddi knattspyrnustjórann í nýju viðtali en það hefur gengið á ýmsu í gagnrýni sérfræðinga og annarra á frammistöðu Manchester United. Eftir 1-0 tap á móti Úlfunum í síðasta deildarleik er liðið aðeins í sjöunda sæti deildarinnar. Ralf Rangnick settist í stjórastólinn i kjölfarið á því að Ole Gunnar Solskjær var rekinn. Hann á bara að stýra liðinu fram á sumar en svo verður nýr framtíðarstjóri ráðinn. "I believe that he's going to do a good job."#MUFC's Cristiano Ronaldo says a change of manager at the club has been hard but that Ralf Rangnick needs to be given time to turn things around. pic.twitter.com/HEJmUV8OaA— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 12, 2022 Vandamálið er að eins og staðan er núna þá er Manchester United langt frá því að vera öruggt með sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Ronaldo er jákvæður út í knattspyrnustjóra sinn. „Síðan að hann kom þá er hann búinn að breyta miklu. Hann þarf tíma til að koma öllum hugmyndunum sínum inn hjá leikmönnum,“ sagði Cristiano Ronaldo í viðtali við Sky Sports. „Ég hef trú á því að hann muni skila góðu starfi. Ég veit að við erum ekki að spila okkar besta bolta en það eru margir leikir eftir til að bæta það,“ sagði Ronaldo. „Ég er á því að við séum orðnir betri á sumum sviðum. Það er ekki auðvelt að breyta hugarfari leikmanna og hvernig þeir spila, hvernig menningin er eða hvaða leikkerfi er notað,“ sagði Ronaldo. "I don't accept less than the top three."Cristiano Ronaldo says that #MUFC should not accept anything less than a top three finish in the Premier League this season. pic.twitter.com/A54QAmHqMK— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 12, 2022 „Ég sætti mig ekki við annað en að við ætlum okkur að vera eitt af þremur efstu liðunum í deildinni. Til að byggja upp eitthvað gott þá þarftu stundum að brjóta niður hluti. Nú er komið nýtt ár, nýtt líf og ég vona að United geti spilað jafnvel og stuðningsfólkið vill. Það á það skilið,“ sagði Ronaldo. „Við höfum burði til að breyta hlutnum núna. Ég veit hvernig en ég ætla ekki að segja það hér því það væri ekki siðferðilega rétt af minni hálfu að gera það. Það sem ég get sagt er að við getum gert betur og þá er ég að tala um alla. Ég er kominn hingað til að vinna,“ sagði Ronaldo. Manchester United sló Astopn Villa út úr enska bikarnum á mánudaginn og liðið mætir lærisveinum Steven Gerrard síðan aftur í deildinni á laugardaginn.
Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Sjá meira