Valfrelsi í orði en ekki á borði Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 13. janúar 2022 07:30 Í Garðabæ eiga foreldrar að hafa frjálst val um skóla fyrir börn sín. Það valfrelsi hefur verið ríkjandi um langt skeið og byggir á mikilvægri, framsækinni, pólitískri ákvörðun sem var tekin í mun einfaldara og minna samfélagi en við búum í núna. Skólar í rekstri sveitarfélagsins voru þrír, tveir þeirra eingöngu ætlaðir yngsta og miðstigi grunnskólans og einn safnskóli fyrir alla unglinga sveitarfélagsins. Að auki voru tveir sjálfstætt starfandi skólar, sem foreldrar gátu valið án viðbótar kostnaðar. Valið var skýrt, annars vegar sjálfstætt starfandi skóli og hins vegar hverfisskóli á yngsta og miðstigi grunnskólans. Nú er öldin allt önnur. Garðabær er annað og stærra sveitarfélag, nýtt hverfi byggist upp á ógnarhraða og uppbygging á fleiri nýjum hverfum í undirbúningi. Íbúum hefur fjölgað hratt og fjölskyldur velja Garðabæ til búsetu vegna þess að þær reikna með að íbúar hafi áfram val um skóla, óháð því í hvaða hverfi sveitarfélagsins þær kjósa að búa. En er það svo? Hafa foreldrar raunverulegt val um skóla af sömu gæðum, skóla sem bjóða upp á sambærilegt námsval og þær aðstæður sem þykja bestar fyrir fjölbreytilegan nemendahóp? Mistök við hraða uppbyggingu Við sem höfum kosið að starfa fyrir íbúa sveitarfélagsins vitum að það sem skiptir öllu máli fyrir barnafjölskyldur er nálægð við leik- og grunnskóla, íþrótta- og tómstundastarf, samfellan í degi barnanna og öryggi í samgöngum. Því miður sjáum við að ýmislegt hefur farið úrskeiðis við þessa hröðu uppbyggingu þegar litið er til raunveruleikans sem blasir við í Urriðaholtinu. Þar er ekki við neinn að sakast nema meirihluta bæjarstjórnar, sem hafði öll tækifæri til að standa undir væntingum íbúanna. Meirihlutinn hefði hæglega getað byggt þjónustu upp hraðar en hefur kosið að gera það ekki, því skuldahlutfall og skuldaviðmið í rekstri sveitarfélagsins hafa verið langt undir viðmiðum og útsvarsprósenta í algjöru lágmarki. Tækifærin á kjörtímabilinu til að gera betur blöstu við. Hæglega hefði mátt taka lán eða hækka útsvar tímabundið til að mæta óvenju hraðri íbúafjölgun, en þar virðist bæði hafa skort vilja og kjark. Vissulega sogaði bygging fjölnota íþróttahúss til sín um 5 milljarða króna, en við höfðum samt svigrúm til að gera betur. Meirihlutinn kaus hins vegar að halda samfélaginu í einhvers konar gíslingu gamalla ákvarðana. Þær skulu standa, án nokkurrar rýni eða endurskoðunar um í hverju valfrelsið felst í raun og veru. Það er nefnilega bara í orði, en ekki á borði. Unglingarnir, um 40 ungmenni geta ekki stundað nám í hverfinu sínu. Þeir hafa ekkert val. Veljum raunverulegt val og alvöru uppbyggingu nýrra hverfa Þetta ráðaleysi hefur að sjálfsögðu þær afleiðingar, að ýta undir brotthvarf fjölskyldna úr nýja hverfinu. Nærþjónusta við barnafjölskyldur er einfaldlega léleg. Leikskólarými vantar og grunnskólinn er ekki byggður upp á þeim hraða sem þörf er á til að tryggja þetta margumrædda valfrelsi, gæði og möguleika á samfellu skóla, íþrótta- og tómstundastarfs. Þegar þetta skortir leitar barnafólk eðlilega annað. Hlutverk kjörinna fulltrúa er að tryggja að samfélagið og hinar ýmsu stofnanir þess og kerfi gangi hnökralaust, í þágu íbúanna. Þegar við blasir að það hefur mistekist er ekki í boði að leggja árar í bát. Þvert á móti, við verðum að leggjast fastar á þær og sýna að í Garðabæ er hægt að hafa góða þjónustu fyrir íbúana og alvöru valfrelsi um skóla. Höfundur er bæjarfulltrúi í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar eru frambjóðendurnir? Jóhann G. Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Heima er best? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Heimurinn er galopinn frá Norðurlandi eystra Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson skrifar Skoðun Forðast að tala um meginstefnuna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Vegurinn heim María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Sjá meira
Í Garðabæ eiga foreldrar að hafa frjálst val um skóla fyrir börn sín. Það valfrelsi hefur verið ríkjandi um langt skeið og byggir á mikilvægri, framsækinni, pólitískri ákvörðun sem var tekin í mun einfaldara og minna samfélagi en við búum í núna. Skólar í rekstri sveitarfélagsins voru þrír, tveir þeirra eingöngu ætlaðir yngsta og miðstigi grunnskólans og einn safnskóli fyrir alla unglinga sveitarfélagsins. Að auki voru tveir sjálfstætt starfandi skólar, sem foreldrar gátu valið án viðbótar kostnaðar. Valið var skýrt, annars vegar sjálfstætt starfandi skóli og hins vegar hverfisskóli á yngsta og miðstigi grunnskólans. Nú er öldin allt önnur. Garðabær er annað og stærra sveitarfélag, nýtt hverfi byggist upp á ógnarhraða og uppbygging á fleiri nýjum hverfum í undirbúningi. Íbúum hefur fjölgað hratt og fjölskyldur velja Garðabæ til búsetu vegna þess að þær reikna með að íbúar hafi áfram val um skóla, óháð því í hvaða hverfi sveitarfélagsins þær kjósa að búa. En er það svo? Hafa foreldrar raunverulegt val um skóla af sömu gæðum, skóla sem bjóða upp á sambærilegt námsval og þær aðstæður sem þykja bestar fyrir fjölbreytilegan nemendahóp? Mistök við hraða uppbyggingu Við sem höfum kosið að starfa fyrir íbúa sveitarfélagsins vitum að það sem skiptir öllu máli fyrir barnafjölskyldur er nálægð við leik- og grunnskóla, íþrótta- og tómstundastarf, samfellan í degi barnanna og öryggi í samgöngum. Því miður sjáum við að ýmislegt hefur farið úrskeiðis við þessa hröðu uppbyggingu þegar litið er til raunveruleikans sem blasir við í Urriðaholtinu. Þar er ekki við neinn að sakast nema meirihluta bæjarstjórnar, sem hafði öll tækifæri til að standa undir væntingum íbúanna. Meirihlutinn hefði hæglega getað byggt þjónustu upp hraðar en hefur kosið að gera það ekki, því skuldahlutfall og skuldaviðmið í rekstri sveitarfélagsins hafa verið langt undir viðmiðum og útsvarsprósenta í algjöru lágmarki. Tækifærin á kjörtímabilinu til að gera betur blöstu við. Hæglega hefði mátt taka lán eða hækka útsvar tímabundið til að mæta óvenju hraðri íbúafjölgun, en þar virðist bæði hafa skort vilja og kjark. Vissulega sogaði bygging fjölnota íþróttahúss til sín um 5 milljarða króna, en við höfðum samt svigrúm til að gera betur. Meirihlutinn kaus hins vegar að halda samfélaginu í einhvers konar gíslingu gamalla ákvarðana. Þær skulu standa, án nokkurrar rýni eða endurskoðunar um í hverju valfrelsið felst í raun og veru. Það er nefnilega bara í orði, en ekki á borði. Unglingarnir, um 40 ungmenni geta ekki stundað nám í hverfinu sínu. Þeir hafa ekkert val. Veljum raunverulegt val og alvöru uppbyggingu nýrra hverfa Þetta ráðaleysi hefur að sjálfsögðu þær afleiðingar, að ýta undir brotthvarf fjölskyldna úr nýja hverfinu. Nærþjónusta við barnafjölskyldur er einfaldlega léleg. Leikskólarými vantar og grunnskólinn er ekki byggður upp á þeim hraða sem þörf er á til að tryggja þetta margumrædda valfrelsi, gæði og möguleika á samfellu skóla, íþrótta- og tómstundastarfs. Þegar þetta skortir leitar barnafólk eðlilega annað. Hlutverk kjörinna fulltrúa er að tryggja að samfélagið og hinar ýmsu stofnanir þess og kerfi gangi hnökralaust, í þágu íbúanna. Þegar við blasir að það hefur mistekist er ekki í boði að leggja árar í bát. Þvert á móti, við verðum að leggjast fastar á þær og sýna að í Garðabæ er hægt að hafa góða þjónustu fyrir íbúana og alvöru valfrelsi um skóla. Höfundur er bæjarfulltrúi í Garðabæ.
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun