Erlent

Sýr­lenskur ofursti dæmdur fyrir glæpi gegn mann­kyni

Atli Ísleifsson skrifar
Anwar Raslan var handtekinn í Þýskalandið árið 2019 eftir að hafa áður fengið samþykkta umsókn um hæli í landinu.
Anwar Raslan var handtekinn í Þýskalandið árið 2019 eftir að hafa áður fengið samþykkta umsókn um hæli í landinu. Getty

Dómstóll í Þýskalandi hefur dæmt sýrlenskan ofursta í lífstíðarfangelsi fyrir glæpi gegn mannkyni þar sem hann starfaði í alræmdu fangelsi í sýrlensku höfuðborginni Damaskus við upphaf borgarastyrjaldarinnar.

BBC segir frá því að ofurstinn, Anwar Raslan, hafi verið bendlaður við pyndingar á fjögur þúsund manns á tímum sýrlenska borgarastríðsins.

Réttarhöldin í Koblenz eru þau fyrstu í heimi þar sem réttað er yfir manni vegna pyndinga á vegum sýrlenskra yfirvalda.

Hinn 58 ára Raslan starfaði í Khatib-fangelsinu og var í hópi þeirra sem stýrðu aðgerðum þegar þúsundir sem mótmæltu stjórn Bashar al-Assad Sýrlandsforseta voru handtekin og flutt í fangelsið árið 2011.

Raslan var ákærður fyrir morð á 58 einstaklingum, nauðgun og kynferðisárásir, og pyndingar á um fjögur þúsund manns á árunum 2011 til 2012.

Anwar Raslan var handtekinn í Þýskalandi árið 2019 eftir að hafa áður fengið samþykkta umsókn um hæli í landinu.

Hann neitaði sök í málinu og sagðist hann ekki hafa komið nálægt slæmri meðferð á föngum. Sagðist hann fyrir dómi raunar hafa aðstoðað suma þá sem voru í haldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×