Opið bréf til dómsmálaráðherra og allra þeirra sem ofbeldismálin varða Þórdís Filipsdóttir skrifar 13. janúar 2022 18:46 Ágæti dómsmálaráðherra. Þolendur ofbeldis eru ekki hefnigjarnir einstaklingar. Þolendur vilja eiga sína eigin rödd, að á þá sé hlustað, en í íslensku réttarkerfi er komið fram við þá sem utanaðkomandi aðila í málum sínum. Þeir eru vitni sem bera um atburði, en ekki þungamiðja málsins þótt að þeir hafi þurft að þola brotið. Því miður þekki ég þetta vel af eigin raun, en það sem ég vil benda á með þessum skrifum er stærra og miklu brýnna en mitt persónulega mál; ég vel þó að nota reynslu mína af kerfinu til útskýringar. Ég kærði barnsföður minn og eiginkonu hans fyrir ofbeldi gegn mér árið 2016. Eftir að ég lagði fram kæru til lögreglu missti ég röddina, á mig var ekki hlustað og um leið og saksóknari tók málið í sínar hendur upplifði ég að réttur minn væri hrifsaður af mér, ég varð utangátta. Er það græðandi að brotaþoli hafi ekki aðgang að saksóknara? Ég var útilokuð af saksóknara, þar sem samkvæmt framkvæmdinni má ég ekki hafa áhrif á hann og samskipti við hann skulu engin vera. Mér var brugðið þar sem með kæru minni var ég að kalla á hjálp og hélt að saksóknari yrði minn talsmaður. Svo varð ekki og fyrir vikið heyrðist mín rödd aldrei. Þolandinn er í raun eins og brúða saksóknara og dómsvaldsins. Þar sem brúðunni er gefið nýtt nafn; vitni og leiksviðið er þríleikur milli Gerandans, Saksóknarans og Dómsvaldsins. Brúðan hangir á snaga í áhorfendastúkunni og fær að horfa líflaus á leikritið, en hefur ekkert um það að segja. Ég „vitnið“ með för á hálsinum, klóruð og marin á líkamanum og dóttir mín algjörlega niðurbrotin eftir uppákomuna, enda vitni að henni, er kastað út í horn eins og ónýtri brúðu, sagt að bíða og sjá hvað saksóknari ætli sér að gera. Ég hitti saksóknara aldrei á þessu rúmu tveggja ára tímabili sem málið vaggaði í dómskerfinu eins og slitinn bátur á sjó. Ég skipti engu máli, vilji minn og upplifun mín voru algjört aukaatriði í leikritinu; samfélagið gegn gerendunum. Er það réttlæti að gerendur fái sviðið, en ekki brotaþoli? Meðan á aðalmeðferð stóð, fékk barnsfaðir minn og eiginkona hans heilan dag með dómsvaldinu, til að sanna sakleysi sitt og ágæti og mála mig sem geðveika og sturlaða manneskju. Þau sátu í dómsal allan tímann og gátu talað sjálf þegar þau vildu og í gegnum lögmenn sína. Ég fékk rúman hálftíma í héraði og þurfti að fara út úr dómssalnum þegar ég lauk máli mínu eins og mér kæmi þetta ekkert við. Sá stutti tími sem ég kom fyrir dóminn var ekki til að tala út frá mínu hjarta, heldur til að svara spurningum saksóknara og tilraunum lögfræðinga hjónanna til að véfengja verknaðinn og geðheilsu mína. Ég, þolandinn og vitnið, var sett í þá stöðu að þurfa að verja mig. Fyrir mér var þetta ofbeldi og alls ekki sú heilun og réttlæti sem ég var að leita eftir, hélt að ég fengi og ætti rétt á. Er það jafnvægi að brotaþoli fái engu um það ráðið hvernig málið er rekið eða hvaða gögn eru lögð fyrir dóminn? Hin ákærðu gátu komið að öllum þeim sönnunargögnum sem þau kusu. Eftir sakfellingu barnsföður míns í héraði gat hann áfrýjað. Það sem leiddi til sýknu í Landsrétti var álitsgerð læknis sem var lögð fram af kröfu barnsföður míns og greidd af honum. Læknirinn véfengdi áverkana af myndum frá bráðamóttökunni sem voru mis góðar og gekk jafnvel svo langt að segja að mögulegt væri að ég hefði gert mér þetta sjálf. Þessi læknir sem kom að málinu um tveimur árum eftir ofbeldið og hitti aldrei á mig eða skoðaði, fékk meira vægi en álit læknisins sem tók á móti mér grátandi á bráðamóttökunni og skoðaði mig sjálfur rétt eftir atvikið. Ég, þolandinn, fékk hins vegar engu að ráða um sönnunargögn sem lögð voru fram af hálfu saksóknara eða hvort málinu yrði áfrýjað. Ég kom þeim upplýsingum áleiðis til saksóknara að ég hefði myndir af áverkunum á líkama mínum sem eru dag og tímasettar og teknar nokkrum mínútum eftir ofbeldið. Ég var sömuleiðis með vitni sem fengu myndirnar sendar með smáskilaboðum sem einnig voru tímasett. Saksóknari lagði þessi gögn ekki fram þó ég teldi þau grundvallargögn í málinu og hann gaf mér aldrei skýringu á því hvers vegna hann valdi að gera það ekki. Saksóknari áfrýjaði hvorki sýknudómi yfir eiginkonunni í héraði eða sýknudómi yfir barnsföður mínum í Landsrétti. Ég fékk engu um það ráðið eða skýringar frá saksóknara af hverju sýknudómar sem ég var ósammála var ekki áfrýjað. Eru það mannréttindi að þagga niður í brotaþola með þessum hætti? Er kerfið að vernda þolendur þegar gerandi getur haldið áfram ofbeldinu í fjölmiðlum og flaggað sinni útgáfu af máli sem flutt er fyrir luktum dyrum dómstóla? Á meðan opinbera kerfið tók sér sinn tíma að dæma i málinu “mínu”, hélt ofbeldið áfram utan þess. Það var engan frið að hafa. Þrátt fyrir að refsimálið hafi verið flutt fyrir luktum dyrum til að vernda hagsmuni barns, fengu gerendur tvö drottningarviðtöl hjá vinum sínum á Íslandi í dag á stöð 2 og komu fram í útvarpsþáttum þar sem þau lýstu því yfir að ég væri tálmandi móðir, veik á geði og lygari. Síðan toppuðu þau sig með því að gefa út bók um málið þar sem þau setja fram atburðarrás sem var hafnað af lögreglustjóra í upphafi vegna ótrúverðugleika. Þau draga upp mynd af sér sem einstökum heiðursborgurum og fórnarlömbum, á meðan mér og mínu fólki er lýst sem óalandi og óferjandi. Slík gaslýsing þar sem haldið er fram rangindum er alvarleg birtingarmynd af andlegu ofbeldi sem getur haft langtíma skaðlegar afleiðingar á lífsgæði, sjálfsmat og hugræn ferli þolenda, sjá greinina Gaslýsing: Siðlaus samskiptatækni í nánum samböndum. Barnsfaðir minn var í stjórnunarstöðu og upplýsingafulltrúi eins helsta fyrirtækis á landinu, það var því algjört valdaójafnvægi á milli okkar á vettvangi fjölmiðla. Eins og barnsfaðir minn sagði við mig 2016: „Þetta er orðið að fjölmiðlamáli, þú þarft ekki að hafa áhyggjur af neinu, heldurðu að ég hafi ekki aðgang að fjölmiðlum. Þetta er rétt að byrja Þórdís“. Stöð 2 sem fjallaði um málið reyndi að þvo hendur sínar með því að bjóða mér að koma fram og fjalla um mína hlið. Það var ekkert jafnræði í slíku boði þar sem ég hvorki gat eða vildi koma fram á þeim tíma þar sem það hefði aukið hina opinberu umfjöllun og þar með sálarangist mína og dóttur minnar. Slík umfjöllun hefði alltaf verið á þeirra forsendum. Gerendur mínir í þessari atburðarás eru “saklausir”en ég, þolandinn, er sek. Hvað er hægt að gera? Meðferð ofbeldismála, frá kæru brotaþola til loka máls gengur ekki upp í núverandi mynd. Þolendaöld er gengin í garð og við verðum að skila sviðinu til þolandans og gera hann að aðalpersónu í réttarkerfinu. Rangindunum verður að linna. Nýr dagur verður að rísa. Væri því ekki nauðsynlegt að uppfæra refsirétt og gefa þolandanum þá rödd sem honum ber. Hlusta á hann, gefa honum rými í máli sem varðar hann og taka það gilt sem þolandi kemur með að borði í gegnum allt ferlið. Væri það ekki áhugaverð umbreyting að gerandi fengi tækifæri til að taka ábyrgð sjálfur, viðurkenna gjörðir sínar í samtali við þolandann í staðinn fyrir að refsiréttur þvingi hann til þess? Væri það ekki áhugaverð umbreyting ef stjórnvöld kæmu á fót öruggum vettvangi þar sem brotaþoli gæti sagt geranda frá áhrifum brotsins á líf sitt og gert tilkall til þeirrar heilunar sem hann þarf. Ef mér hefði boðist slíkt tækifæri, strax eftir atvikið, þar sem gerendur hefðu beðið mig afsökunar og borið ábyrgð í trúnaði, hefði ég tekið því fegins hendi, það hefði nægt mér. Þegar samtal á sér stað og skilningur myndast, dregur úr átökum. Í mínu tilviki, jukust árásirnar af gerendanna hálfu og þannig varð skaðinn meiri fyrir mig og dóttur mína þrátt fyrir refsimálið. Eins og staðan er í dag, er ekki heilandi fyrir þolendur ofbeldis að kæra. Gapastokksákvörðunarréttur refsiréttar setur líf þolanda á bið sem er þögul, þung og eyðileggjandi. Refsimál í dag snúast einungis um sekt gerandans. Þolandinn aftur á móti veit að það var brotið á honum óháð því hvort að saksóknara tekst að sanna sök gerendans. Þolandi þarf aðstoð til að geta haldið áfram með lífið óháð því hvernig saksóknari stendur sig. Það er hægt að breyta því hvernig dómskerfið tekur á ofbeldismálum. Hvert og eitt mál er sérstakt og það þarf að huga að því eins og lifandi manneskju, það er margbreytilegt og flókið þar sem þolandinn er hjartslátturinn, hann stýrir ferðinni, það er jú hann sem líður fyrir brotið og það er hann sem vill viðurkenningu og réttlæti. Þessar hugmyndir sem ég nefni hafa fengið viðurkenningu hjá mörgum nágrannaþjóðum okkar og annars staðar undir enska heitinu „restorative justice“, sem ég legg til að kalla heilandi réttlæti. Í Bretlandi sýna rannsóknir stjórnvalda að slíkt réttlæti kemur til móts við þarfir þolenda í 85% tilfella. Evrópuráðið hefur gefið út tillögu CM/Rec(2018)8 þar sem það viðurkennir vægi heilandi réttlætis fyrir þolendur og hvetur öll aðildarríki sín, þ.m.t. Ísland, að taka það upp í réttarkerfum sínum. Ég vona að frumvarpið sem verið er að semja í þessum skrifuðu orðum verði það þolendavænt að í framtíðinni fái brotaþoli hvers kyns ofbeldis að kynnast réttarkerfi sem hlúir að honum og verndar hann. Virðingarfyllst. Þórdís Filipsdóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ágæti dómsmálaráðherra. Þolendur ofbeldis eru ekki hefnigjarnir einstaklingar. Þolendur vilja eiga sína eigin rödd, að á þá sé hlustað, en í íslensku réttarkerfi er komið fram við þá sem utanaðkomandi aðila í málum sínum. Þeir eru vitni sem bera um atburði, en ekki þungamiðja málsins þótt að þeir hafi þurft að þola brotið. Því miður þekki ég þetta vel af eigin raun, en það sem ég vil benda á með þessum skrifum er stærra og miklu brýnna en mitt persónulega mál; ég vel þó að nota reynslu mína af kerfinu til útskýringar. Ég kærði barnsföður minn og eiginkonu hans fyrir ofbeldi gegn mér árið 2016. Eftir að ég lagði fram kæru til lögreglu missti ég röddina, á mig var ekki hlustað og um leið og saksóknari tók málið í sínar hendur upplifði ég að réttur minn væri hrifsaður af mér, ég varð utangátta. Er það græðandi að brotaþoli hafi ekki aðgang að saksóknara? Ég var útilokuð af saksóknara, þar sem samkvæmt framkvæmdinni má ég ekki hafa áhrif á hann og samskipti við hann skulu engin vera. Mér var brugðið þar sem með kæru minni var ég að kalla á hjálp og hélt að saksóknari yrði minn talsmaður. Svo varð ekki og fyrir vikið heyrðist mín rödd aldrei. Þolandinn er í raun eins og brúða saksóknara og dómsvaldsins. Þar sem brúðunni er gefið nýtt nafn; vitni og leiksviðið er þríleikur milli Gerandans, Saksóknarans og Dómsvaldsins. Brúðan hangir á snaga í áhorfendastúkunni og fær að horfa líflaus á leikritið, en hefur ekkert um það að segja. Ég „vitnið“ með för á hálsinum, klóruð og marin á líkamanum og dóttir mín algjörlega niðurbrotin eftir uppákomuna, enda vitni að henni, er kastað út í horn eins og ónýtri brúðu, sagt að bíða og sjá hvað saksóknari ætli sér að gera. Ég hitti saksóknara aldrei á þessu rúmu tveggja ára tímabili sem málið vaggaði í dómskerfinu eins og slitinn bátur á sjó. Ég skipti engu máli, vilji minn og upplifun mín voru algjört aukaatriði í leikritinu; samfélagið gegn gerendunum. Er það réttlæti að gerendur fái sviðið, en ekki brotaþoli? Meðan á aðalmeðferð stóð, fékk barnsfaðir minn og eiginkona hans heilan dag með dómsvaldinu, til að sanna sakleysi sitt og ágæti og mála mig sem geðveika og sturlaða manneskju. Þau sátu í dómsal allan tímann og gátu talað sjálf þegar þau vildu og í gegnum lögmenn sína. Ég fékk rúman hálftíma í héraði og þurfti að fara út úr dómssalnum þegar ég lauk máli mínu eins og mér kæmi þetta ekkert við. Sá stutti tími sem ég kom fyrir dóminn var ekki til að tala út frá mínu hjarta, heldur til að svara spurningum saksóknara og tilraunum lögfræðinga hjónanna til að véfengja verknaðinn og geðheilsu mína. Ég, þolandinn og vitnið, var sett í þá stöðu að þurfa að verja mig. Fyrir mér var þetta ofbeldi og alls ekki sú heilun og réttlæti sem ég var að leita eftir, hélt að ég fengi og ætti rétt á. Er það jafnvægi að brotaþoli fái engu um það ráðið hvernig málið er rekið eða hvaða gögn eru lögð fyrir dóminn? Hin ákærðu gátu komið að öllum þeim sönnunargögnum sem þau kusu. Eftir sakfellingu barnsföður míns í héraði gat hann áfrýjað. Það sem leiddi til sýknu í Landsrétti var álitsgerð læknis sem var lögð fram af kröfu barnsföður míns og greidd af honum. Læknirinn véfengdi áverkana af myndum frá bráðamóttökunni sem voru mis góðar og gekk jafnvel svo langt að segja að mögulegt væri að ég hefði gert mér þetta sjálf. Þessi læknir sem kom að málinu um tveimur árum eftir ofbeldið og hitti aldrei á mig eða skoðaði, fékk meira vægi en álit læknisins sem tók á móti mér grátandi á bráðamóttökunni og skoðaði mig sjálfur rétt eftir atvikið. Ég, þolandinn, fékk hins vegar engu að ráða um sönnunargögn sem lögð voru fram af hálfu saksóknara eða hvort málinu yrði áfrýjað. Ég kom þeim upplýsingum áleiðis til saksóknara að ég hefði myndir af áverkunum á líkama mínum sem eru dag og tímasettar og teknar nokkrum mínútum eftir ofbeldið. Ég var sömuleiðis með vitni sem fengu myndirnar sendar með smáskilaboðum sem einnig voru tímasett. Saksóknari lagði þessi gögn ekki fram þó ég teldi þau grundvallargögn í málinu og hann gaf mér aldrei skýringu á því hvers vegna hann valdi að gera það ekki. Saksóknari áfrýjaði hvorki sýknudómi yfir eiginkonunni í héraði eða sýknudómi yfir barnsföður mínum í Landsrétti. Ég fékk engu um það ráðið eða skýringar frá saksóknara af hverju sýknudómar sem ég var ósammála var ekki áfrýjað. Eru það mannréttindi að þagga niður í brotaþola með þessum hætti? Er kerfið að vernda þolendur þegar gerandi getur haldið áfram ofbeldinu í fjölmiðlum og flaggað sinni útgáfu af máli sem flutt er fyrir luktum dyrum dómstóla? Á meðan opinbera kerfið tók sér sinn tíma að dæma i málinu “mínu”, hélt ofbeldið áfram utan þess. Það var engan frið að hafa. Þrátt fyrir að refsimálið hafi verið flutt fyrir luktum dyrum til að vernda hagsmuni barns, fengu gerendur tvö drottningarviðtöl hjá vinum sínum á Íslandi í dag á stöð 2 og komu fram í útvarpsþáttum þar sem þau lýstu því yfir að ég væri tálmandi móðir, veik á geði og lygari. Síðan toppuðu þau sig með því að gefa út bók um málið þar sem þau setja fram atburðarrás sem var hafnað af lögreglustjóra í upphafi vegna ótrúverðugleika. Þau draga upp mynd af sér sem einstökum heiðursborgurum og fórnarlömbum, á meðan mér og mínu fólki er lýst sem óalandi og óferjandi. Slík gaslýsing þar sem haldið er fram rangindum er alvarleg birtingarmynd af andlegu ofbeldi sem getur haft langtíma skaðlegar afleiðingar á lífsgæði, sjálfsmat og hugræn ferli þolenda, sjá greinina Gaslýsing: Siðlaus samskiptatækni í nánum samböndum. Barnsfaðir minn var í stjórnunarstöðu og upplýsingafulltrúi eins helsta fyrirtækis á landinu, það var því algjört valdaójafnvægi á milli okkar á vettvangi fjölmiðla. Eins og barnsfaðir minn sagði við mig 2016: „Þetta er orðið að fjölmiðlamáli, þú þarft ekki að hafa áhyggjur af neinu, heldurðu að ég hafi ekki aðgang að fjölmiðlum. Þetta er rétt að byrja Þórdís“. Stöð 2 sem fjallaði um málið reyndi að þvo hendur sínar með því að bjóða mér að koma fram og fjalla um mína hlið. Það var ekkert jafnræði í slíku boði þar sem ég hvorki gat eða vildi koma fram á þeim tíma þar sem það hefði aukið hina opinberu umfjöllun og þar með sálarangist mína og dóttur minnar. Slík umfjöllun hefði alltaf verið á þeirra forsendum. Gerendur mínir í þessari atburðarás eru “saklausir”en ég, þolandinn, er sek. Hvað er hægt að gera? Meðferð ofbeldismála, frá kæru brotaþola til loka máls gengur ekki upp í núverandi mynd. Þolendaöld er gengin í garð og við verðum að skila sviðinu til þolandans og gera hann að aðalpersónu í réttarkerfinu. Rangindunum verður að linna. Nýr dagur verður að rísa. Væri því ekki nauðsynlegt að uppfæra refsirétt og gefa þolandanum þá rödd sem honum ber. Hlusta á hann, gefa honum rými í máli sem varðar hann og taka það gilt sem þolandi kemur með að borði í gegnum allt ferlið. Væri það ekki áhugaverð umbreyting að gerandi fengi tækifæri til að taka ábyrgð sjálfur, viðurkenna gjörðir sínar í samtali við þolandann í staðinn fyrir að refsiréttur þvingi hann til þess? Væri það ekki áhugaverð umbreyting ef stjórnvöld kæmu á fót öruggum vettvangi þar sem brotaþoli gæti sagt geranda frá áhrifum brotsins á líf sitt og gert tilkall til þeirrar heilunar sem hann þarf. Ef mér hefði boðist slíkt tækifæri, strax eftir atvikið, þar sem gerendur hefðu beðið mig afsökunar og borið ábyrgð í trúnaði, hefði ég tekið því fegins hendi, það hefði nægt mér. Þegar samtal á sér stað og skilningur myndast, dregur úr átökum. Í mínu tilviki, jukust árásirnar af gerendanna hálfu og þannig varð skaðinn meiri fyrir mig og dóttur mína þrátt fyrir refsimálið. Eins og staðan er í dag, er ekki heilandi fyrir þolendur ofbeldis að kæra. Gapastokksákvörðunarréttur refsiréttar setur líf þolanda á bið sem er þögul, þung og eyðileggjandi. Refsimál í dag snúast einungis um sekt gerandans. Þolandinn aftur á móti veit að það var brotið á honum óháð því hvort að saksóknara tekst að sanna sök gerendans. Þolandi þarf aðstoð til að geta haldið áfram með lífið óháð því hvernig saksóknari stendur sig. Það er hægt að breyta því hvernig dómskerfið tekur á ofbeldismálum. Hvert og eitt mál er sérstakt og það þarf að huga að því eins og lifandi manneskju, það er margbreytilegt og flókið þar sem þolandinn er hjartslátturinn, hann stýrir ferðinni, það er jú hann sem líður fyrir brotið og það er hann sem vill viðurkenningu og réttlæti. Þessar hugmyndir sem ég nefni hafa fengið viðurkenningu hjá mörgum nágrannaþjóðum okkar og annars staðar undir enska heitinu „restorative justice“, sem ég legg til að kalla heilandi réttlæti. Í Bretlandi sýna rannsóknir stjórnvalda að slíkt réttlæti kemur til móts við þarfir þolenda í 85% tilfella. Evrópuráðið hefur gefið út tillögu CM/Rec(2018)8 þar sem það viðurkennir vægi heilandi réttlætis fyrir þolendur og hvetur öll aðildarríki sín, þ.m.t. Ísland, að taka það upp í réttarkerfum sínum. Ég vona að frumvarpið sem verið er að semja í þessum skrifuðu orðum verði það þolendavænt að í framtíðinni fái brotaþoli hvers kyns ofbeldis að kynnast réttarkerfi sem hlúir að honum og verndar hann. Virðingarfyllst. Þórdís Filipsdóttir.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar