„Náum þessu niður áður en við göngum af heilbrigðiskerfinu dauðu“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. janúar 2022 19:16 Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hún segir að ekki sé hægt að leggja meira á heilbrigðisstarfsfólk. Vísir/Egill Formaður Læknafélags Íslands og formaður Félags hjúkrunarfræðinga kalla eftir því að stjórnvöld bregðist við því mikla álagi sem sé á heilbrigðisstarfsfólk, til dæmis með tímabundnum álagsgreiðslum í faraldrinum. Ekki sé hægt að leggja það á fólk árum og mánuðum saman að einangra sig og vinni ítrekað langt um fram eðlilega vinnuskyldu. „Það er engin spurning, út af því ástandi sem núna varir og fólk er búið að vera að vinna í er langt umfram eðlilega vinnuskyldu eða það sem hægt er að krefjast af fólki,” segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, lagði til viðbótargreiðslur í samræmi við aukið álag í pistil sem hún skrifaði á Vísi í gær. Guðbjörg tekur undir þetta og segir að líta megi á þetta sem ákveðna vertíð; starfsfólk einangri sig í skiptum fyrir þóknun. „Fólk hefur nú þegar verið að gera það. Það hefur verið að einangra sig frá heimilum, frá restinni af fjölskyldunni, til þess að geta farið á næstu vakt. Það fer jafnvel út fyrir heimilið og gistir annars staðar. Það hafa ekki verið neinar greiðslur eða neitt fyrir það.” Þá þurfi allir að leggjast á eitt; ekki síst vegna fjölda barna sem séu að smitast. „Það er byrjað að bólusetja þau sem betur fer. Þau stunda skóla, þau veikjast, það fóru tólf hundruð í skimun í gær – til þess eins að halda uppi einstaklingsfrelsi. Fyrir hvað? Okkur fullorðna fólkið sem er tví- og þríbólusett. Ég set mjög stórt spurningarmerki við stöðuna eins og hún er og það sem börnin þurfa að ganga í gegnum,” segir Guðbjörg. „Nú er það bara þannig, með eða án minnisblaðs, að við þurfum að taka okkur saman í andlitinu og fara eftir reglunum sem við vitum hverjar eru. Höldum okkur til hlés og náum þessu niður áður en við göngum af heilbrigðiskerfinu dauðu.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
„Það er engin spurning, út af því ástandi sem núna varir og fólk er búið að vera að vinna í er langt umfram eðlilega vinnuskyldu eða það sem hægt er að krefjast af fólki,” segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, lagði til viðbótargreiðslur í samræmi við aukið álag í pistil sem hún skrifaði á Vísi í gær. Guðbjörg tekur undir þetta og segir að líta megi á þetta sem ákveðna vertíð; starfsfólk einangri sig í skiptum fyrir þóknun. „Fólk hefur nú þegar verið að gera það. Það hefur verið að einangra sig frá heimilum, frá restinni af fjölskyldunni, til þess að geta farið á næstu vakt. Það fer jafnvel út fyrir heimilið og gistir annars staðar. Það hafa ekki verið neinar greiðslur eða neitt fyrir það.” Þá þurfi allir að leggjast á eitt; ekki síst vegna fjölda barna sem séu að smitast. „Það er byrjað að bólusetja þau sem betur fer. Þau stunda skóla, þau veikjast, það fóru tólf hundruð í skimun í gær – til þess eins að halda uppi einstaklingsfrelsi. Fyrir hvað? Okkur fullorðna fólkið sem er tví- og þríbólusett. Ég set mjög stórt spurningarmerki við stöðuna eins og hún er og það sem börnin þurfa að ganga í gegnum,” segir Guðbjörg. „Nú er það bara þannig, með eða án minnisblaðs, að við þurfum að taka okkur saman í andlitinu og fara eftir reglunum sem við vitum hverjar eru. Höldum okkur til hlés og náum þessu niður áður en við göngum af heilbrigðiskerfinu dauðu.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira