Ákærðir fyrstir fyrir uppreisn vegna árásarinnar á þingið Samúel Karl Ólason skrifar 13. janúar 2022 22:01 Stewart Rhodes, stofnandi og leiðtogi öfgasamtakanna Oath Keepers. AP/Susan Walsh Stofnandi og leiðtogi hægri-öfgasamtakanna Oath Keepers hefur verið handtekinn og ákærður vegna árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum í janúar í fyrra. Auk Stewart Rhodes hafa minnst tíu aðrir meðlimir og félagar samtakanna verið handteknir. Mennirnir eru sakaðir um samsæri varðandi uppreisnaráróður (e. sedition). Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar er þetta í fyrsta sinn sem kærum sem þessum er beitt í tengslum við árásina á þinghúsið. Ákærum sem þessum var síðast beitt árið 2010 gegn hópi manna sem voru ákærðir fyrir að ætla að reyna að velta stjórnvöldum Bandaríkjanna úr sessi. Þeir voru sýknaðir af uppreisnarákærum. Síðast þegar menn voru sakfelldir fyrir uppreisn var eftir árás fjögurra manna frá Púertó Ríkó á þinghúsið árið 1954. Þeir ruddust þar inn og hófu skothríð. Fimm þingmenn særðust í þeirri árás. Eins og frægt er réðust stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, á þinghúsið í Washington DC þann 6. janúar í fyrra. Markmið þeirra var að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna sem Trump hafði tapað nokkrum mánuðum áður. Það var á grunni fjölmargra lyga Trumps og bandamanna hans um að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigur gegn Joe Biden. Mál mannanna sem um ræðir fór fyrir svokallaðan ákærudómstól þar sem kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir sönnunargögn og ákveða hvort tilefni sé til þess að beita ákærum. Að þessu sinni töldu kviðdómendurnir svo vera. Sjá einnig: Fara í hart gegn öfgahópum vegna árásarinnar á þinghúsið Aðrir meðlimir Oath Keepers og sambærilegra samtaka sem heita Proud Boys hafa meðal annars verið ákærðir fyrir að brjóta sér leið inn í þinghúsið og fyrir að koma nokkrum vopnuðum meðlimum fyrir a hóteli nærri Washington. Sá hópur átti að virka sem nokkurs konar viðbragðshópur ef þörf væri á. Nokkuð fleiri en sjö hundruð manns hafa verið handtekin vegna árásarinnar á þinghúsið en dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur sagt að þetta sé umfangsmesta rannsókn Bandaríkjanna hingað til. Rhodes sjálfur fór ekki inn í þinghúsið en hann er sakaður um að hafa hjálpað til við að mynda þá atburðarás sem átti sér stað. Rhodes er meðal annars sakaður um að hafa hvatt fylgjendur sína til að fara til Washington og láta Trump vita að „fólkið stæði bak við hann“. Þá sagði hann meðlimum Oath Keepers þeir ættu að vera tilbúnir til að berjast gegn Antifa og ættu sömuleiðis að búa sig undir það að afar vopnaðir inn í þinghúsið. Samkvæmt dómsskjölum sagði Rhodes að Oath Keepers myndu verja Trump, því hann væri réttkjörinn forseti og hann þyrfti að bjarga Bandaríkjunum. „Því ef við þið gerið það ekki strákar, munið þið þurfa að taka þátt í blóðugri borgarastyrjöld og blóðugri, þið getið kallað það uppreisn, stríð eða bardaga,“ ku Rhodes hafa sagt. Hann á einnig að hafa sent skilaboð til meðlima Oath Keepers á 6. janúar um að Trump hafi ekki virst ætla að grípa til aðgerða. Því þyrftu föðurlandsvinir eins og þeir að taka málin í eigin hendur. Rhodes er fyrrverandi hermaður með lögfræðigráðu frá Yale. Samkvæmt frétt New York Times hefur hann verið til rannsóknar rá því í vor er hann ræddi við útsendara Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Rhodes og aðrir meðlimir Oath Keepers hafa sagt að markmið þeirra hefði ekki verið að fara inn í þinghúsið. Rhodes hefur sagt að þeir sem gerðu það hafi farið gegn skipunum hans. Minnst fjórir meðlimir samtakanna hafa þó sagt í vitnisburði að markmiðið hafi verið að koma í veg fyrir staðfestingu úrslitanna. Það hafi staðið til að fara inn í þinghúsið. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Kallar eftir breytingum á þingi og nýjum kosningalögum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í dag að hann væri hlynntur því að fella niður regluna um aukinn meirihluta í öldungadeildinni, svo Demókratar gætu komið nýjum kosningalögum þar í gegn. Hann sagði það nauðsynlegt til að vernda „hjarta og sál“ lýðræðisins í Bandaríkjunum. 11. janúar 2022 23:24 Biden segir Trump ógn við lýðræðið Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætlar í dag að marka það að ár er liðið frá því stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, réðust á þinghúsið. Það gerðu þau með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. 6. janúar 2022 14:14 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Mennirnir eru sakaðir um samsæri varðandi uppreisnaráróður (e. sedition). Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar er þetta í fyrsta sinn sem kærum sem þessum er beitt í tengslum við árásina á þinghúsið. Ákærum sem þessum var síðast beitt árið 2010 gegn hópi manna sem voru ákærðir fyrir að ætla að reyna að velta stjórnvöldum Bandaríkjanna úr sessi. Þeir voru sýknaðir af uppreisnarákærum. Síðast þegar menn voru sakfelldir fyrir uppreisn var eftir árás fjögurra manna frá Púertó Ríkó á þinghúsið árið 1954. Þeir ruddust þar inn og hófu skothríð. Fimm þingmenn særðust í þeirri árás. Eins og frægt er réðust stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, á þinghúsið í Washington DC þann 6. janúar í fyrra. Markmið þeirra var að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna sem Trump hafði tapað nokkrum mánuðum áður. Það var á grunni fjölmargra lyga Trumps og bandamanna hans um að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigur gegn Joe Biden. Mál mannanna sem um ræðir fór fyrir svokallaðan ákærudómstól þar sem kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir sönnunargögn og ákveða hvort tilefni sé til þess að beita ákærum. Að þessu sinni töldu kviðdómendurnir svo vera. Sjá einnig: Fara í hart gegn öfgahópum vegna árásarinnar á þinghúsið Aðrir meðlimir Oath Keepers og sambærilegra samtaka sem heita Proud Boys hafa meðal annars verið ákærðir fyrir að brjóta sér leið inn í þinghúsið og fyrir að koma nokkrum vopnuðum meðlimum fyrir a hóteli nærri Washington. Sá hópur átti að virka sem nokkurs konar viðbragðshópur ef þörf væri á. Nokkuð fleiri en sjö hundruð manns hafa verið handtekin vegna árásarinnar á þinghúsið en dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur sagt að þetta sé umfangsmesta rannsókn Bandaríkjanna hingað til. Rhodes sjálfur fór ekki inn í þinghúsið en hann er sakaður um að hafa hjálpað til við að mynda þá atburðarás sem átti sér stað. Rhodes er meðal annars sakaður um að hafa hvatt fylgjendur sína til að fara til Washington og láta Trump vita að „fólkið stæði bak við hann“. Þá sagði hann meðlimum Oath Keepers þeir ættu að vera tilbúnir til að berjast gegn Antifa og ættu sömuleiðis að búa sig undir það að afar vopnaðir inn í þinghúsið. Samkvæmt dómsskjölum sagði Rhodes að Oath Keepers myndu verja Trump, því hann væri réttkjörinn forseti og hann þyrfti að bjarga Bandaríkjunum. „Því ef við þið gerið það ekki strákar, munið þið þurfa að taka þátt í blóðugri borgarastyrjöld og blóðugri, þið getið kallað það uppreisn, stríð eða bardaga,“ ku Rhodes hafa sagt. Hann á einnig að hafa sent skilaboð til meðlima Oath Keepers á 6. janúar um að Trump hafi ekki virst ætla að grípa til aðgerða. Því þyrftu föðurlandsvinir eins og þeir að taka málin í eigin hendur. Rhodes er fyrrverandi hermaður með lögfræðigráðu frá Yale. Samkvæmt frétt New York Times hefur hann verið til rannsóknar rá því í vor er hann ræddi við útsendara Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Rhodes og aðrir meðlimir Oath Keepers hafa sagt að markmið þeirra hefði ekki verið að fara inn í þinghúsið. Rhodes hefur sagt að þeir sem gerðu það hafi farið gegn skipunum hans. Minnst fjórir meðlimir samtakanna hafa þó sagt í vitnisburði að markmiðið hafi verið að koma í veg fyrir staðfestingu úrslitanna. Það hafi staðið til að fara inn í þinghúsið.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Kallar eftir breytingum á þingi og nýjum kosningalögum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í dag að hann væri hlynntur því að fella niður regluna um aukinn meirihluta í öldungadeildinni, svo Demókratar gætu komið nýjum kosningalögum þar í gegn. Hann sagði það nauðsynlegt til að vernda „hjarta og sál“ lýðræðisins í Bandaríkjunum. 11. janúar 2022 23:24 Biden segir Trump ógn við lýðræðið Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætlar í dag að marka það að ár er liðið frá því stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, réðust á þinghúsið. Það gerðu þau með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. 6. janúar 2022 14:14 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Kallar eftir breytingum á þingi og nýjum kosningalögum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í dag að hann væri hlynntur því að fella niður regluna um aukinn meirihluta í öldungadeildinni, svo Demókratar gætu komið nýjum kosningalögum þar í gegn. Hann sagði það nauðsynlegt til að vernda „hjarta og sál“ lýðræðisins í Bandaríkjunum. 11. janúar 2022 23:24
Biden segir Trump ógn við lýðræðið Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætlar í dag að marka það að ár er liðið frá því stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, réðust á þinghúsið. Það gerðu þau með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. 6. janúar 2022 14:14