Mál Djokovic hefur vakið mikla athygli en hann kom óbólusettur til Ástralíu til að keppa á Opna ástralska risamótinu í tennis. Aðeins bólusettir útlendingar mega koma inn í landið.
Serbneska stórstjarnan var fyrst stöðvuð við komuna til Ástralíu og hann þurfti þá að bíða í átta klukkutíma eftir afgreiðslu áður en hann var fluttur á farsóttarhótel.
Australia cancels Novak Djokovic s visa again live updates and reaction https://t.co/cQt0OIb3Ss #AusOpen
— Guardian sport (@guardian_sport) January 14, 2022
Alex Hawke, innflytjendaráðherra Ástralíu, hefur nú tekið þá ákvörðun að vísa Djokovic úr landi. Hann sagðist gera það með hagsmuni landa sinna að leiðarljósi.
Djokovic getur áfrýjað þessari ákvörðun og á því enn möguleika á að spila á mótinu þar sem hann getur unnið fjórða árið í röð.
Lögmenn Djokovic hafa þegar unnið einn sigur fyrir dómstólum en dómari endurnýjaði vegabréfsáritun hans í byrjun vikunnar.
Djokovic hafði upphaflega fengið vegabréfsáritun á undanþágu af því að hann fékk kórónuveiruna áður en hann kom til Ástralíu.