Ríkið ekki skaðabótaskylt vegna djammbanns Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2022 22:42 það voru eigendur English Pub sem höfðuðu mál gegn ríkinu. Vísir/Kolbeinn Tumi Hið opinbera er ekki skaðabótaskylt vegna lokunar skemmtistaða og bara hér á landi sökum faraldurs kórónuveirunnar. Það er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem opinberuð var í dag en í úrskurðinum segir meðal annars að smit þrjú þúsund þeirra sextán þúsund sem smituðust í fjórðu bylgjunni hafi mátt rekja til eins skemmtistaðar. Austurátt efh., sem á English Pub við Austurstræti höfðaði mál gegn ríkinu í febrúar í fyrra eftir að eigendum skemmtistaða og kráa var gert að loka vegna faraldurs kórónuveirunnar. Eigendur félagsins kröfðust þess að Héraðsdómur Reykjavíkur viðurkenndi skaðabótaskyldu ríkisins vegna þess fjártjóns sem þeir urðu fyrir. Höfðað á grunni meintra brota á stjórnarskrá Málið var höfðað á þeim grunni að stjórnvöld hefðu ekki heimild til að loka einkareknum fyrirtækjum með takmörkunum á samkomum. Ekki væri lagastoð fyrir því. Þá gæti heilbrigðisráðherra ekki gert greinarmun á einstökum tegundum staða eins og gert var en kaffihúsum og ýmsum veitingastöðum var ekki gert að loka dyrum sínum. „Stefnandi telur það brjóta gegn stjórnarskrá og stjórnskipan landsins að ráðherra sé falið að ákveða hvaða aðgerðum heimilt sé að beita gagnvart einkareknum fyrirtækjum landsins í því skyni að koma í veg fyrir útbreiðslu faraldurs. Það sé löggjafans eins að taka afstöðu til þess hvort réttlætanlegt sé að skerða atvinnufrelsi,“ segir í málsástæðum þeirra sem höfðuðu málið. Einnig byggði málið á því að aðgerðirnar brytu gegn reglu stjórnarskrár um jafnræði og meðalhófsreglu stjórnsýsluréttarins. Þá varðandi það að ekki var öllum stöðum lokað heldur bara skilgreindum skemmtistöðum. Dómari Héraðsdóms Reykjavíkur samþykkti þessi rök ekki. „Þótt ekki sé í stjórnarskrá með beinum hætti vikið að skyldu ríkisins til að standa vörð um líf og heilsu almennings er ekki unnt að horfa fram hjá því að líf og heilsa er óhjákvæmileg forsenda þess að fólk fái notið þeirra mannréttinda sem mælt er fyrir um í stjórnarskrá. Að mati dómsins er því ekki varhugavert að leggja til grundvallar að stefnda beri stjórnskipuleg skylda til að gera ráðstafanir til að vernda líf og heilsu almennings þegar hætta steðjar að,“ segir meðal annars í úrskurðinum. Áhugasamir geta lesið dóminn hér á vef héraðsdómstóla. Þrjú þúsund smit rakin til eins skemmtistaðar Í úrskurðinum segir einnig að greinarmunur á skemmtistöðum og krám annars vegar og veitingastöðum hins vegar hafi verið studdur með málefnalegum rökum. Þegar Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, var spurður fyrir dómi hvað olli því að krár og skemmtistaðir væru taldir með meiri smithættu en gengur og gerist, sagði hann það helst vegna aðstæðna þar. Til dæmis væri fólk mjög nálægt hvoru öðru, það væri þröngt og loftræsting oft léleg. Þá umgengist fólk margt annað fólk á stuttum tíma og fólk sem væri ekki allsgáð slakaði á einstaklingsbundnum sóttvörnum. Krár og skemmtistaðir væru því sérstakir áhættustaðir ásamt líkamsræktarstöðvum. Þórólfur sagði að af sextán þúsund smitum í fjórðu bylgjunni svokölluðu hafi mátt rekja þrjú þúsund þeirra til eins skemmtistaðar á höfuðborgarsvæðinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Samkomubann á Íslandi Dómsmál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Austurátt efh., sem á English Pub við Austurstræti höfðaði mál gegn ríkinu í febrúar í fyrra eftir að eigendum skemmtistaða og kráa var gert að loka vegna faraldurs kórónuveirunnar. Eigendur félagsins kröfðust þess að Héraðsdómur Reykjavíkur viðurkenndi skaðabótaskyldu ríkisins vegna þess fjártjóns sem þeir urðu fyrir. Höfðað á grunni meintra brota á stjórnarskrá Málið var höfðað á þeim grunni að stjórnvöld hefðu ekki heimild til að loka einkareknum fyrirtækjum með takmörkunum á samkomum. Ekki væri lagastoð fyrir því. Þá gæti heilbrigðisráðherra ekki gert greinarmun á einstökum tegundum staða eins og gert var en kaffihúsum og ýmsum veitingastöðum var ekki gert að loka dyrum sínum. „Stefnandi telur það brjóta gegn stjórnarskrá og stjórnskipan landsins að ráðherra sé falið að ákveða hvaða aðgerðum heimilt sé að beita gagnvart einkareknum fyrirtækjum landsins í því skyni að koma í veg fyrir útbreiðslu faraldurs. Það sé löggjafans eins að taka afstöðu til þess hvort réttlætanlegt sé að skerða atvinnufrelsi,“ segir í málsástæðum þeirra sem höfðuðu málið. Einnig byggði málið á því að aðgerðirnar brytu gegn reglu stjórnarskrár um jafnræði og meðalhófsreglu stjórnsýsluréttarins. Þá varðandi það að ekki var öllum stöðum lokað heldur bara skilgreindum skemmtistöðum. Dómari Héraðsdóms Reykjavíkur samþykkti þessi rök ekki. „Þótt ekki sé í stjórnarskrá með beinum hætti vikið að skyldu ríkisins til að standa vörð um líf og heilsu almennings er ekki unnt að horfa fram hjá því að líf og heilsa er óhjákvæmileg forsenda þess að fólk fái notið þeirra mannréttinda sem mælt er fyrir um í stjórnarskrá. Að mati dómsins er því ekki varhugavert að leggja til grundvallar að stefnda beri stjórnskipuleg skylda til að gera ráðstafanir til að vernda líf og heilsu almennings þegar hætta steðjar að,“ segir meðal annars í úrskurðinum. Áhugasamir geta lesið dóminn hér á vef héraðsdómstóla. Þrjú þúsund smit rakin til eins skemmtistaðar Í úrskurðinum segir einnig að greinarmunur á skemmtistöðum og krám annars vegar og veitingastöðum hins vegar hafi verið studdur með málefnalegum rökum. Þegar Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, var spurður fyrir dómi hvað olli því að krár og skemmtistaðir væru taldir með meiri smithættu en gengur og gerist, sagði hann það helst vegna aðstæðna þar. Til dæmis væri fólk mjög nálægt hvoru öðru, það væri þröngt og loftræsting oft léleg. Þá umgengist fólk margt annað fólk á stuttum tíma og fólk sem væri ekki allsgáð slakaði á einstaklingsbundnum sóttvörnum. Krár og skemmtistaðir væru því sérstakir áhættustaðir ásamt líkamsræktarstöðvum. Þórólfur sagði að af sextán þúsund smitum í fjórðu bylgjunni svokölluðu hafi mátt rekja þrjú þúsund þeirra til eins skemmtistaðar á höfuðborgarsvæðinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Samkomubann á Íslandi Dómsmál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira