Erlent

Fæddi „krafta­verka­barn“ í há­loftunum

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Barnið fæddist um borð í flugvél flugfélagsins Qatar.
Barnið fæddist um borð í flugvél flugfélagsins Qatar. Getty/Economou

Kona fæddi barn í flugi flugfélagsins Qatar á leið frá höfuðborginni Doha til Úganda í vikunni. Blessunarlega var læknir um borð sem tók á móti barninu. Móður og barni heilsast vel.

Dr. Aisha Khatib, læknir og prófessor við Háskólann í Toronto, var í vélinni á leið til Úganda. Áhöfn flugvélarinnar spurði skyndilega í kallkerfi vélarinnar hvort læknir væri um borð. Khatib svaraði kallinu um leið.

Í ljós kom að farandverkakona frá Úganda væri við það að fæða barn í vélinni og dreif Khatib sig þá til aðstoðar. 

„Ég sá fólk hópast í kringum konuna og hélt fyrst að einhver væri að fá hjartaáfall. Þegar ég komst nær sá ég glitta í höfuð barnsins. Ég tók á móti barninu, sem var stúlka, og allir í vélinni klöppuðu,“ segir Khatib við Breska ríkisútvarpið. Til aðstoðar voru einnig hjúkrunarfræðingur og barnalæknir.

Konan nefndi bandið „Miracle“ eða kraftaverk og hlaut stúlkan eftirnafnið Aisha eftir lækninum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×