Sigurður Bragason: Þetta er léttir og frábært að byrja nýtt ár svona Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 15. janúar 2022 16:20 Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV var sáttur með sigurinn í dag. Vísir: Hulda Margrét Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV var sáttur með 9 marka sigur á Stjörnunni í Olís-deild kvenna í dag. ÍBV átti erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik en agaður leikur í seinni hálfleik skilaði þeim tveimur stigum. „Mér líður yndislega, eins og eftir alla sigur leiki. Mér líður rosalega vel. Þetta er léttir og frábært að byrja nýtt ár svona“, sagði Sigurður eftir leik. „Þetta er bara vörn og hraðaupphlaup. Við erum með rosalegt hraðaupphlaupslið og það gekk mjög vel. Ég ætlaði að keyra allan leikinn þótt ég sé að spila á fáum leikmönnum, þær eru í geðveiku formi. Þetta vonandi með að keyra svona, það er leikur á móti Íslandsmeisturunum á laugardaginn, að þetta bíti okkur ekki í rassinn en þetta gekk upp.“ Í fyrri hálfleik var markvarslan gríðarlega góð hjá ÍBV en sóknarleikurinn einkenndist mikið af töpuðum boltum. Því var kippt í lag í seinni hálfleik sem skilaði þessum örugga sigri. „Ég var ósáttur við byrjunina. Við vorum undir eftir 12 mínútur, 8-7 held ég. Þá tókum við timeout og eftir það var þetta mjög gott. Við töluðum um það að fækka töpuðum boltum og svona aulasendingar sem við ætluðum ekki að gera. Við tókum það út og eftir það var þetta nánast 100%. Einn og einn en ekki eins og í byrjun þar sem vorum 6-7 boltar, ef þú gerir það allan leikinn áttu ekki séns.“ Næsti leikur er á móti KA/Þór og vill Sigurður að stelpurnar hugsi vel um sig fyrir þann leik. „Ég var að segja við eigum KA/Þór, það verður alvöru í Eyjum. Það sem ég vill sjá stelpurnar mínar gera er að fá sér gott að borða í dag og hugsa vel um sig, vera professional í þessu. Það er bannað að fá sér bjór. Við verðum klár.“ ÍBV Íslenski handboltinn Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið : Stjarnan - ÍBV 24-33 | Sterkur Eyjasigur í Mýrinni Stjarnan tók á móti ÍBV í Olís-deildinni í handbolta. Sterkur Eyjasigur var niðurstaðan í hörkuleik 24-33. 15. janúar 2022 15:30 Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Sjá meira
„Mér líður yndislega, eins og eftir alla sigur leiki. Mér líður rosalega vel. Þetta er léttir og frábært að byrja nýtt ár svona“, sagði Sigurður eftir leik. „Þetta er bara vörn og hraðaupphlaup. Við erum með rosalegt hraðaupphlaupslið og það gekk mjög vel. Ég ætlaði að keyra allan leikinn þótt ég sé að spila á fáum leikmönnum, þær eru í geðveiku formi. Þetta vonandi með að keyra svona, það er leikur á móti Íslandsmeisturunum á laugardaginn, að þetta bíti okkur ekki í rassinn en þetta gekk upp.“ Í fyrri hálfleik var markvarslan gríðarlega góð hjá ÍBV en sóknarleikurinn einkenndist mikið af töpuðum boltum. Því var kippt í lag í seinni hálfleik sem skilaði þessum örugga sigri. „Ég var ósáttur við byrjunina. Við vorum undir eftir 12 mínútur, 8-7 held ég. Þá tókum við timeout og eftir það var þetta mjög gott. Við töluðum um það að fækka töpuðum boltum og svona aulasendingar sem við ætluðum ekki að gera. Við tókum það út og eftir það var þetta nánast 100%. Einn og einn en ekki eins og í byrjun þar sem vorum 6-7 boltar, ef þú gerir það allan leikinn áttu ekki séns.“ Næsti leikur er á móti KA/Þór og vill Sigurður að stelpurnar hugsi vel um sig fyrir þann leik. „Ég var að segja við eigum KA/Þór, það verður alvöru í Eyjum. Það sem ég vill sjá stelpurnar mínar gera er að fá sér gott að borða í dag og hugsa vel um sig, vera professional í þessu. Það er bannað að fá sér bjór. Við verðum klár.“
ÍBV Íslenski handboltinn Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið : Stjarnan - ÍBV 24-33 | Sterkur Eyjasigur í Mýrinni Stjarnan tók á móti ÍBV í Olís-deildinni í handbolta. Sterkur Eyjasigur var niðurstaðan í hörkuleik 24-33. 15. janúar 2022 15:30 Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Sjá meira
Leik lokið : Stjarnan - ÍBV 24-33 | Sterkur Eyjasigur í Mýrinni Stjarnan tók á móti ÍBV í Olís-deildinni í handbolta. Sterkur Eyjasigur var niðurstaðan í hörkuleik 24-33. 15. janúar 2022 15:30