Telur fjármálaráðherra grípa of seint til efnahagsaðgerða Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. janúar 2022 19:01 Kristrún Frostadóttir er þingmaður Samfylkingarinnar. einar árnason Þingmaður í stjórnarandstöðu segir efnahagsaðgerðir samhliða samkomutakmörkunum koma fram heldur seint og telur umhugsunavert að hlutabótaleiðin sé ekki á meðal aðgerða á meðan sakir standa. Hún veltir því fyrir sér hvar fjármálaráðherra sé nú þegar verið er að tilkynna íþyngjandi aðgerðir fyrir efnahagslífið. Í hádegisfréttum Bylgjunnar kallaði framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eftir frekari lausnum gagnvart fyrirtækjum sem verst verða fyrir barðinu á samkomutakmörkunum. Þingmaður Samfylkingarinnar fagnar þeim efnahagsaðgerðum sem ríkisstjórnin boðaði í gær samhliða hertum sóttvörnum en bendir á að sóttvarnaaðgerðir hafi verið harðar í töluverðan tíma. „Við fögnum því auðvitað að það komi einhverjar efnahagsaðgerðir samhliða hertum sóttvörnum en það hafa náttúrulega verið hertar sóttvarnaaðgerðir í svolítinn tíma. Við hefðum auðvitað viljað sjá til að mynda útfærslu á aðgerðum sem við samþykktum fjárheimild fyrir fyrir jól í fjárlaganefnd til veitingahúsageirans koma strax fram. Við höfum enn ekki séð neitt sérstakt fyrir menningargeirann, þannig að jú það er eitthvað þarna en okkur vantar fleiri smáatriði í tengslum við þetta og það eru auðvitað margir sem bíða í ofvæni eftir því hvað þau eru að fara að gera við sinn rekstur,“ sagði Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Harðar aðgerðir hafi varað lengi Þá varpar hún þeirri spurningu fram hvers vegna efnahagsaðgerðir séu boðaðar svo seint. „Það hefði kannski verið eðlilegra að hafa lengri aðdraganda til að mynda að efnahagsaðgerðunum því að við sjáum strax merki um það fyrir jól og svo kemur núna akút aðgerð.“ „Staðreyndin er þessi að það er að koma annar gjalddagi strax hjá veitingahúsageiranum og þjónustugeiranum og þess háttar í tryggingagjaldi og vaski strax á mánudaginn sem að Alþingi þarf að drífa að að leyfa frestun á. Við spyrjum okkur að því hvers vegna þetta komi svona seint? Gott og vel að þetta sé að koma en það þarf að svara ýmsum öðrum spurningum í millitíðinni.“ Saknar hlutabótaleiðarinnar Hún segir umhugsunarvert að hlutabótaleiðin sé ekki á meðal úrræða eins og sakir standa. „Við verðum að hafa það í huga að mikið af því fólki sem að starfar í þjónustugeiranum, sem að líða mest fyrir þessar aðgerðir, er fólk í viðkvæmri stöðu. Þetta er ekki hálaunafólk. Mikið til ungt fólk sem margt er ekki með sterkt bakland. Flestir af þessum stöðum, ef ekki allir, vilja reyna að halda sínu fólki í vinnu en eru bara búnir með púðrið í sinni tunnu eftir tvö ár í þessu ástandi.“ Þá finnst henni umhugsunarvert að stofnunin sem sóttvarnaaðgerðir snúa að því að verja sé ekki fullfjármagnaður. „Við sáum það núna í fjárlaganefnd fyrir jól að Landspítalinn er ekki fullfjármagnaður það er tveggja milljarða króna gat í rekstri Landspítalans. Við í minnihlutanum lögðum til að þetta yrði fullfjármagnað. Þetta er bagalegt ástand. Að þessi stofnun sem ber hitann og þungann og er í framlínunni sé ekki fullfjármagnaður undir núverandi kringumstæðum og það bitnar síðan á öðrum geirum fyrir vikið.“ Hvar er Bjarni? Þá veltir hún því fyrir sér hvar fjármálaráðherra sé? „Ég held að margir spyrji sig að því hvar fjármálaráðherra einfaldlega er þessa dagana? Það fór ekki mikið fyrir honum í fjárlagaumræðunni fyrir jól. Núna er verið að tilkynna mjög umfangsmiklar og íþyngjandi aðgerðir fyrir efnahagslífið og fjármálaráðherra er hvergi til svara þannig að við lýsum eftir fjármálaráðherra eins og mjög margir aðrir til þess að bregðast við þessum aðstæðum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Efnahagsmál Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Sjá meira
Í hádegisfréttum Bylgjunnar kallaði framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eftir frekari lausnum gagnvart fyrirtækjum sem verst verða fyrir barðinu á samkomutakmörkunum. Þingmaður Samfylkingarinnar fagnar þeim efnahagsaðgerðum sem ríkisstjórnin boðaði í gær samhliða hertum sóttvörnum en bendir á að sóttvarnaaðgerðir hafi verið harðar í töluverðan tíma. „Við fögnum því auðvitað að það komi einhverjar efnahagsaðgerðir samhliða hertum sóttvörnum en það hafa náttúrulega verið hertar sóttvarnaaðgerðir í svolítinn tíma. Við hefðum auðvitað viljað sjá til að mynda útfærslu á aðgerðum sem við samþykktum fjárheimild fyrir fyrir jól í fjárlaganefnd til veitingahúsageirans koma strax fram. Við höfum enn ekki séð neitt sérstakt fyrir menningargeirann, þannig að jú það er eitthvað þarna en okkur vantar fleiri smáatriði í tengslum við þetta og það eru auðvitað margir sem bíða í ofvæni eftir því hvað þau eru að fara að gera við sinn rekstur,“ sagði Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Harðar aðgerðir hafi varað lengi Þá varpar hún þeirri spurningu fram hvers vegna efnahagsaðgerðir séu boðaðar svo seint. „Það hefði kannski verið eðlilegra að hafa lengri aðdraganda til að mynda að efnahagsaðgerðunum því að við sjáum strax merki um það fyrir jól og svo kemur núna akút aðgerð.“ „Staðreyndin er þessi að það er að koma annar gjalddagi strax hjá veitingahúsageiranum og þjónustugeiranum og þess háttar í tryggingagjaldi og vaski strax á mánudaginn sem að Alþingi þarf að drífa að að leyfa frestun á. Við spyrjum okkur að því hvers vegna þetta komi svona seint? Gott og vel að þetta sé að koma en það þarf að svara ýmsum öðrum spurningum í millitíðinni.“ Saknar hlutabótaleiðarinnar Hún segir umhugsunarvert að hlutabótaleiðin sé ekki á meðal úrræða eins og sakir standa. „Við verðum að hafa það í huga að mikið af því fólki sem að starfar í þjónustugeiranum, sem að líða mest fyrir þessar aðgerðir, er fólk í viðkvæmri stöðu. Þetta er ekki hálaunafólk. Mikið til ungt fólk sem margt er ekki með sterkt bakland. Flestir af þessum stöðum, ef ekki allir, vilja reyna að halda sínu fólki í vinnu en eru bara búnir með púðrið í sinni tunnu eftir tvö ár í þessu ástandi.“ Þá finnst henni umhugsunarvert að stofnunin sem sóttvarnaaðgerðir snúa að því að verja sé ekki fullfjármagnaður. „Við sáum það núna í fjárlaganefnd fyrir jól að Landspítalinn er ekki fullfjármagnaður það er tveggja milljarða króna gat í rekstri Landspítalans. Við í minnihlutanum lögðum til að þetta yrði fullfjármagnað. Þetta er bagalegt ástand. Að þessi stofnun sem ber hitann og þungann og er í framlínunni sé ekki fullfjármagnaður undir núverandi kringumstæðum og það bitnar síðan á öðrum geirum fyrir vikið.“ Hvar er Bjarni? Þá veltir hún því fyrir sér hvar fjármálaráðherra sé? „Ég held að margir spyrji sig að því hvar fjármálaráðherra einfaldlega er þessa dagana? Það fór ekki mikið fyrir honum í fjárlagaumræðunni fyrir jól. Núna er verið að tilkynna mjög umfangsmiklar og íþyngjandi aðgerðir fyrir efnahagslífið og fjármálaráðherra er hvergi til svara þannig að við lýsum eftir fjármálaráðherra eins og mjög margir aðrir til þess að bregðast við þessum aðstæðum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Efnahagsmál Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Sjá meira