Gíslataka í bænahúsi gyðinga í Dallas Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. janúar 2022 21:18 Lögregla hefur girt svæðið við bænahúsið af vegna stöðunnar. AP/Jessika Harkay Vopnaður maður hefur tekið fólk gíslingu í bænahúsi gyðinga í Texas í Bandaríkjunum. Maðurinn segist vera vopnaður sprengjum og hafa tekið rabbína bænahússins og þrjár aðra gíslingu. Bænahúsið er í bænum Colleyville í Texas, um 20 km norðaustur af Fort Worth, og heitir Congregation Beth Israel. Óljóst er hvort maðurinn sé vopnaður meiru en sprengjunum, sem hann segist hafa á sér, en það er einnig óstaðfest. Heimildamaður fréttastofu ABC segir í samtali við hana að maðurinn segist vera bróðir dæmda hryðjuverkamannsins Aafia Siddiqui en yfirvöld hafa enn ekki staðfest það. Þá hafi hann gert kröfu um að systur hans verði sleppt úr fangelsi. Maðurinn sem hefur tekið minnst fjóra í gíslingu segist bróðir dæmds hryðjuverkamanns.Getty/Amanda McCoy Siddiqui afplánar nú fangelsisdóm á Carswell flugherstöðinni nærri Fort Worth samkvæmt frétt ABC. Hún var dæmd fyrir líkamsárás og morðtilraun á bandarískum hermanni árið 2010 og var dæmd í 86 ára fangelsi. Siddiqui var um tíma nemandi í MIT-háskólanum í Bandaríkjunum og á þrjú börn. Hún er sögð hafa verið gift frænda Khalids Sheikh Mohammeds, sem sagður er hafa skipulagt árásirnar í Bandaríkjunum 11. september 2001, og þannig haft tengsl við hryðjuverkasamtökin al-Qaida. UPDATE 1/15/22, 1:20 PM The situation at the 6100 block of Pleasant Run Road posted about earlier remains ongoing. We ask that you continue to avoid the area. We will continue to provide updates via social media.— Colleyville Police (@ColleyvillePD) January 15, 2022 Yfirvöld telja að maðurinn sé einn að verki. Alríkislögreglan er með viðbragð við bænahúsið og vinnur að málinu með löggæsluyfirvöldum á svæðinu og sérfræðingum í samningaræðum við gíslatökumenn. Heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna hefur þá verið upplýst um stöðuna. Fram kemur í frétt AP um málið að alríkislögreglan sé í sambandi við gíslatökumanninn. Engar fregnir hafa borist af því að nokkur sé særður inni í bænahúsinu. Fréttastofa Fort Worth Star-Telegram greinir frá því að bænastund í bænahúsinu hafi verið í beinu streymi á Facebook-síðu bænahússins í morgun. Á upptökum úr streyminu megi heyra karlmann öskra um trúarbrögð og svo virðist vera sem hann hafi verið mjög reiður. Ekkert hafi þó sést á upptökunni sem sýni hvað hafi verið í gangi inni í bænahúsinu. Rétt eftir klukkan tvö í dag hafi maðurinn heyrst segja í streyminu: „Þú/Þið verðið að gera eitthvað. Ég vil ekki sjá þennan mann dáinn.“ Andartökum síðar hafi streymið rofnað. Samkvæmt frétt Star-Telegram heyrðist maðurinn ítrekað tala um Íslam, kalla ódæðisorð, tala um systur sína og um það að hann væri að fara að deyja. Sérsveit lögreglunnar í Colleyville var kölluð út um klukkan 11 í morgun að staðartíma til þess að flytja íbúa af svæðinu. Fréttin verður uppfærð þegar frekari upplýsingar berast. Bandaríkin Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Fleiri fréttir Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Sjá meira
Bænahúsið er í bænum Colleyville í Texas, um 20 km norðaustur af Fort Worth, og heitir Congregation Beth Israel. Óljóst er hvort maðurinn sé vopnaður meiru en sprengjunum, sem hann segist hafa á sér, en það er einnig óstaðfest. Heimildamaður fréttastofu ABC segir í samtali við hana að maðurinn segist vera bróðir dæmda hryðjuverkamannsins Aafia Siddiqui en yfirvöld hafa enn ekki staðfest það. Þá hafi hann gert kröfu um að systur hans verði sleppt úr fangelsi. Maðurinn sem hefur tekið minnst fjóra í gíslingu segist bróðir dæmds hryðjuverkamanns.Getty/Amanda McCoy Siddiqui afplánar nú fangelsisdóm á Carswell flugherstöðinni nærri Fort Worth samkvæmt frétt ABC. Hún var dæmd fyrir líkamsárás og morðtilraun á bandarískum hermanni árið 2010 og var dæmd í 86 ára fangelsi. Siddiqui var um tíma nemandi í MIT-háskólanum í Bandaríkjunum og á þrjú börn. Hún er sögð hafa verið gift frænda Khalids Sheikh Mohammeds, sem sagður er hafa skipulagt árásirnar í Bandaríkjunum 11. september 2001, og þannig haft tengsl við hryðjuverkasamtökin al-Qaida. UPDATE 1/15/22, 1:20 PM The situation at the 6100 block of Pleasant Run Road posted about earlier remains ongoing. We ask that you continue to avoid the area. We will continue to provide updates via social media.— Colleyville Police (@ColleyvillePD) January 15, 2022 Yfirvöld telja að maðurinn sé einn að verki. Alríkislögreglan er með viðbragð við bænahúsið og vinnur að málinu með löggæsluyfirvöldum á svæðinu og sérfræðingum í samningaræðum við gíslatökumenn. Heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna hefur þá verið upplýst um stöðuna. Fram kemur í frétt AP um málið að alríkislögreglan sé í sambandi við gíslatökumanninn. Engar fregnir hafa borist af því að nokkur sé særður inni í bænahúsinu. Fréttastofa Fort Worth Star-Telegram greinir frá því að bænastund í bænahúsinu hafi verið í beinu streymi á Facebook-síðu bænahússins í morgun. Á upptökum úr streyminu megi heyra karlmann öskra um trúarbrögð og svo virðist vera sem hann hafi verið mjög reiður. Ekkert hafi þó sést á upptökunni sem sýni hvað hafi verið í gangi inni í bænahúsinu. Rétt eftir klukkan tvö í dag hafi maðurinn heyrst segja í streyminu: „Þú/Þið verðið að gera eitthvað. Ég vil ekki sjá þennan mann dáinn.“ Andartökum síðar hafi streymið rofnað. Samkvæmt frétt Star-Telegram heyrðist maðurinn ítrekað tala um Íslam, kalla ódæðisorð, tala um systur sína og um það að hann væri að fara að deyja. Sérsveit lögreglunnar í Colleyville var kölluð út um klukkan 11 í morgun að staðartíma til þess að flytja íbúa af svæðinu. Fréttin verður uppfærð þegar frekari upplýsingar berast.
Bandaríkin Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Fleiri fréttir Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Sjá meira