Tónlist

Jóhanna Guðrún flytur Is It True?

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Jóhanna Guðrún flutti lagið og Halldór Gunnar Pálsson spilaði undir.
Jóhanna Guðrún flutti lagið og Halldór Gunnar Pálsson spilaði undir. Vísir/Tinni

Tónlistarkonan Jóhanna Guðrún var ein gesta Auðuns Blöndal og Steinþórs Hróars Steinþórssonar í nýársbingói FM95BLÖ, sem var streymt á Vísi og Stöð 2 Vísi í kvöld. 

Jóhanna rifjaði þar upp gamla takta og söng lagið Is It True? en lagið flutti hún fyrir hönd Íslendinga í Eurovisionkeppninni árið 2009 sem fór fram í Moskvu.

Eins og flestir, sem fylgdust með keppninni, muna eftir lenti Jóhanna í öðru sæti í keppninni þökk sé Alexander Rybak sem sigraði fyrir hönd Noregs með lagið Fairytale. 

Jóhanna var ekki ein um að flytja tónlistaratriði í Bingóinu en Sverrir Bergmann flutti lagið My Way. 

Jóhanna og Sverrir sameinuðu svo krafta sína og fluttu lagið Viðhengi hjartans. Halldór Gunnar Pálsson spilaði undir með þeim á gítar. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×