Gíslarnir lausir og byssumaðurinn látinn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. janúar 2022 07:47 Löggæsluyfirvöld og aðrir viðbragðsaðilar söfnuðust saman við grunnskólan í Colleyville, skammt frá bænahúsinu. AP/Gareth Patterson Bandaríska alríkislögreglan réðist inn í bænahús gyðinga Colleyville í nótt, tíu tímum eftir að maður tók fjóra einstaklinga þar í gíslingu. Byssumaðurinn er látinn en lögregla hefur ekki viljað gefa upp hvernig dauða hans bar að. Maðurinn réðist inn í Congregation Beth Israel í Colleyville á Dallas-Fort Worth svæðinu og tók fjóra gísla, þeirra á meðal rabbína. Sex tímum síðar lét hann einn gísl lausan. Fjórum tímum eftir það réðist alríkislögreglan inn í bygginguna og frelsaði gíslana þrjá sem enn voru í haldi. Blaðamenn á vettvangi sögðust hafa heyrt sprengingar og byssuskot skömmu áður en Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, greindi frá því að ástandið væri liðið hjá. Michael Miller, lögreglustjóri Colleyville, sagði byssumanninn látinn en alríkislögreglan hefur ekki viljað greina frá því hvernig hann lést og segir málið í rannsókn. Lögregla veit hver maðurinn var. Statement by President Biden on the Hostage Situation at Congregation Beth Israel in Colleyville, Texas | The White House https://t.co/HrJTHIvfBJ— Jen Psaki (@PressSec) January 16, 2022 Atvikið átti sér stað á meðan bænastund var streymt frá bænahúsinu. Áður en útsendingin var rofin heyrðist gíslatökumaðurinn krefjast þess að Aafia Siddiqui yrði látin laus úr fangelsi en henni er haldið í alríkisfangelsi í Texas. Siddiqui er taugasérfræðingur og grunuð um að hafa tengsl við al Kaída. Hún var dæmd í fangelsi fyrir að reyna að myrða bandaríska hermenn á meðan henni var haldið í Afganistan. Byssumaðurinn heyrðist einnig fjasa um trúarbrögð og systur sína. Þá sagði hann ítrekað að hann vildi ekki að neinn særðist og að hann teldi að hann myndi deyja. Victoria Francis, sem horfði á streymið í klukkutíma áður en klippt var á það sagði manninn hafa hótað Bandaríkjunum og sagst hafa sprengju. Hann hefði virkað pirraður, hlegið að sjálfum sér og augljóslega verið í miklu tilfinningalegu uppnámi. Alríkislögreglan sagði í samtali við AP að ekki sé talið að atvikið sé hluti af stærri áætlun en að rannsókn málsins muni enga að síður ná út fyrir landsteinana. Guardian greindi frá. Bandaríkin Tengdar fréttir Gíslataka í bænahúsi gyðinga í Dallas Vopnaður maður hefur tekið fólk gíslingu í bænahúsi gyðinga í Texas í Bandaríkjunum. Maðurinn segist vera vopnaður sprengjum og hafa tekið rabbína bænahússins og þrjár aðra gíslingu. 15. janúar 2022 21:18 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Maðurinn réðist inn í Congregation Beth Israel í Colleyville á Dallas-Fort Worth svæðinu og tók fjóra gísla, þeirra á meðal rabbína. Sex tímum síðar lét hann einn gísl lausan. Fjórum tímum eftir það réðist alríkislögreglan inn í bygginguna og frelsaði gíslana þrjá sem enn voru í haldi. Blaðamenn á vettvangi sögðust hafa heyrt sprengingar og byssuskot skömmu áður en Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, greindi frá því að ástandið væri liðið hjá. Michael Miller, lögreglustjóri Colleyville, sagði byssumanninn látinn en alríkislögreglan hefur ekki viljað greina frá því hvernig hann lést og segir málið í rannsókn. Lögregla veit hver maðurinn var. Statement by President Biden on the Hostage Situation at Congregation Beth Israel in Colleyville, Texas | The White House https://t.co/HrJTHIvfBJ— Jen Psaki (@PressSec) January 16, 2022 Atvikið átti sér stað á meðan bænastund var streymt frá bænahúsinu. Áður en útsendingin var rofin heyrðist gíslatökumaðurinn krefjast þess að Aafia Siddiqui yrði látin laus úr fangelsi en henni er haldið í alríkisfangelsi í Texas. Siddiqui er taugasérfræðingur og grunuð um að hafa tengsl við al Kaída. Hún var dæmd í fangelsi fyrir að reyna að myrða bandaríska hermenn á meðan henni var haldið í Afganistan. Byssumaðurinn heyrðist einnig fjasa um trúarbrögð og systur sína. Þá sagði hann ítrekað að hann vildi ekki að neinn særðist og að hann teldi að hann myndi deyja. Victoria Francis, sem horfði á streymið í klukkutíma áður en klippt var á það sagði manninn hafa hótað Bandaríkjunum og sagst hafa sprengju. Hann hefði virkað pirraður, hlegið að sjálfum sér og augljóslega verið í miklu tilfinningalegu uppnámi. Alríkislögreglan sagði í samtali við AP að ekki sé talið að atvikið sé hluti af stærri áætlun en að rannsókn málsins muni enga að síður ná út fyrir landsteinana. Guardian greindi frá.
Bandaríkin Tengdar fréttir Gíslataka í bænahúsi gyðinga í Dallas Vopnaður maður hefur tekið fólk gíslingu í bænahúsi gyðinga í Texas í Bandaríkjunum. Maðurinn segist vera vopnaður sprengjum og hafa tekið rabbína bænahússins og þrjár aðra gíslingu. 15. janúar 2022 21:18 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Gíslataka í bænahúsi gyðinga í Dallas Vopnaður maður hefur tekið fólk gíslingu í bænahúsi gyðinga í Texas í Bandaríkjunum. Maðurinn segist vera vopnaður sprengjum og hafa tekið rabbína bænahússins og þrjár aðra gíslingu. 15. janúar 2022 21:18