Íslendingar „á leið út af sporinu“ segir Ragnar Freyr Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. janúar 2022 10:45 Ragnar birtir þessa mynd af spálíkani Landspítalans með eigin viðbót. Tölurnar tákna innlagnir á Landspítala vegna Covid-19. „Loksins sést til sólar,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson læknir á Facebook um stöðu Covid-19 faraldursins á hérlendis. Hann segir Íslendinga engu að síður „á leið út af sporinu“ og á þar við þær sóttvarnaaðgerðir sem voru boðaðar fyrir helgi. „Bara á sex vikum hefur Omikron-afbrigðið náð heimsyfirráðum. Og gerbreytt öllu,“ segir Ragnar. Covid sé nú gjörólíkur þeim sjúkdóm sem hann var áður. „Ættu viðbrögð okkar að breytast?“ spyr hann. Ragnar, sem er sérfræðingur í lyf- og gigtarlækningum, segir mun fleiri smitast en mun færri leggjast inn á sjúkrahús. Færri leggist inn vegna Covid en þó nokkrir með Covid. Sárafáir endi á gjörgæslu. „Í gær var greint frá því að 45 sjúklingar lægju inni á Landspítala vegna COVID. Komið hefur fram að hluti þeirra er þegar laus úr einangrun og umtalsverður fjöldi liggur inni vegna annarra læknisfræðilegra vandamála en eru samtímis greindir með COVID,“ segir Ragnar. Hann segir að þær takmarkanir sem komið var á fyrir helgi muni líklega ekki skila tilætluðum árangri, enda sé faraldurinn mestur meðal barna, unglinga og ungra fullorðinna í mennta- og háskólum. „Og líklega mun útbreiddari en við höldum,“ segir Ragnar. „Víða erlendis verið að endurskoða nálgun í ljósi breyttra aðstæðna. Víða í kringum okkur er verið að skilgreina viðbrögð upp á nýtt í ljósi nýrra forsendna, m.a. á hinum Norðurlöndunum. Verið er að endurhugsa skimanir, sóttkví, viðbrögð almennings og á heilbrigðisstofnunum. Tímabært er að við gerum slíkt hið sama,“ segir læknirinn. Þjóðin sé enn á ný að þrauka í hörðum samfélagsaðgerðum. „Að þessu sinni erum við á leið út af sporinu. Mikilvægt er að við komum okkur á rétta braut fyrr en seinna. Loksins sést til sólar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Landspítalinn Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
„Bara á sex vikum hefur Omikron-afbrigðið náð heimsyfirráðum. Og gerbreytt öllu,“ segir Ragnar. Covid sé nú gjörólíkur þeim sjúkdóm sem hann var áður. „Ættu viðbrögð okkar að breytast?“ spyr hann. Ragnar, sem er sérfræðingur í lyf- og gigtarlækningum, segir mun fleiri smitast en mun færri leggjast inn á sjúkrahús. Færri leggist inn vegna Covid en þó nokkrir með Covid. Sárafáir endi á gjörgæslu. „Í gær var greint frá því að 45 sjúklingar lægju inni á Landspítala vegna COVID. Komið hefur fram að hluti þeirra er þegar laus úr einangrun og umtalsverður fjöldi liggur inni vegna annarra læknisfræðilegra vandamála en eru samtímis greindir með COVID,“ segir Ragnar. Hann segir að þær takmarkanir sem komið var á fyrir helgi muni líklega ekki skila tilætluðum árangri, enda sé faraldurinn mestur meðal barna, unglinga og ungra fullorðinna í mennta- og háskólum. „Og líklega mun útbreiddari en við höldum,“ segir Ragnar. „Víða erlendis verið að endurskoða nálgun í ljósi breyttra aðstæðna. Víða í kringum okkur er verið að skilgreina viðbrögð upp á nýtt í ljósi nýrra forsendna, m.a. á hinum Norðurlöndunum. Verið er að endurhugsa skimanir, sóttkví, viðbrögð almennings og á heilbrigðisstofnunum. Tímabært er að við gerum slíkt hið sama,“ segir læknirinn. Þjóðin sé enn á ný að þrauka í hörðum samfélagsaðgerðum. „Að þessu sinni erum við á leið út af sporinu. Mikilvægt er að við komum okkur á rétta braut fyrr en seinna. Loksins sést til sólar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Landspítalinn Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira