Lögmenn Andrésar vilja yfirheyra sálfræðing Giuffre og eiginmann Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. janúar 2022 11:36 Andrés var á dögunum sviptur öllum titlum og nú er kallað eftir því að hann missi einnig hertogatignina. epa Lögmenn Andrésar Bretaprins vilja fá að yfirheyra sálfræðing Virginiu Giuffre, sem hefur sakað prinsinn um nauðgun, og segja hana þjást af „fölskum minningum“. Eftir að dómari í New York neitaði að vísa máli Giuffre gegn Andrési frá dómi er allt útlit fyrir að prinsinn verði loks látinn svara til saka fyrir meint kynferðisbrot. Lögmenn Andrésar hafa farið fram á að fá að spyrja sálfræðing og eiginmann Giuffre spjörunum úr undir eiði en lögmenn Giuffre vilja fá að yfirheyra fyrrverandi aðstoðarmann Andrésar. Þá hafa þeir farið fram á að Andrés framvísi læknisfræðilegum gögnum til að færa sönnur á þá staðhæfingu sína að hann sé ófær um að svitna. Prinsinn hélt þessu fram í viðtali eftir að Giuffre hafði lýst því hvernig hann svitnaði þegar hann var með henni. Lewis Kaplan, dómarinn í málinu, vill að öllum skýrslutökum sé lokið 14. júlí og segir að málið verði tekið fyrir síðar á þessu ári. Lögmenn Andrésar vilja yfirheyra eiginmann Giuffre um fjármál fjölskyldunnar og hvernig hann kynntist eiginkonu sinni árið 2002. Þá vilja þeir spyrja sálfræðing hennar um það sem þær hafa rætt í tímum og fá að sjá minnispunkta sálfræðingsins og lyfjaávísanir Giuffre. Lögmenn Giuffre vilja taka skýrslu af Robert Olney, fyrrverandi aðstoðarmanni Andrésar, en þeir telja hann búa yfir upplýsingum um vináttu prinsins við auðjöfurinn og barnaníðinginn Jeffrey Epstein. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá BBC. Kóngafólk Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Bretland Kynferðisofbeldi Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Andrés missir titla sína Andrés prins hefur afsalað sér titlum sínum vegna ásakana gegn honum um kynferðisbrot. Um er að ræða titla hans innan hersins og konungsfjölskyldunnar og mun hann ekki koma að opinberum viðburðum en þessi ákvörðun var tekin með samþykki Elísabetar drottningar, móður Andrésar. 13. janúar 2022 17:38 Lögmaður Giuffre segir hana ekki munu sætta sig við fjárhagslega sátt Virginia Giuffre mun að öllum líkindum ekki sætt sig við sátt í málinu gegn Andrési Bretaprins ef hún felur aðeins í sér fjárhagslegar skaðabætur. Lögmaður Giuffre segir hana vilja að sannleikurinn verði leiddur í ljós, fyrir sig og aðra þolendur Jeffrey Epstein. 13. janúar 2022 10:57 Varð ekki við beiðni Andrésar prins um frávísun Dómari í máli Virginiu Giuffre gegn Andrési prins hefur hafnað því að málinu verði vísað frá dómstólum í Bandaríkjunum. 12. janúar 2022 15:10 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sjá meira
Eftir að dómari í New York neitaði að vísa máli Giuffre gegn Andrési frá dómi er allt útlit fyrir að prinsinn verði loks látinn svara til saka fyrir meint kynferðisbrot. Lögmenn Andrésar hafa farið fram á að fá að spyrja sálfræðing og eiginmann Giuffre spjörunum úr undir eiði en lögmenn Giuffre vilja fá að yfirheyra fyrrverandi aðstoðarmann Andrésar. Þá hafa þeir farið fram á að Andrés framvísi læknisfræðilegum gögnum til að færa sönnur á þá staðhæfingu sína að hann sé ófær um að svitna. Prinsinn hélt þessu fram í viðtali eftir að Giuffre hafði lýst því hvernig hann svitnaði þegar hann var með henni. Lewis Kaplan, dómarinn í málinu, vill að öllum skýrslutökum sé lokið 14. júlí og segir að málið verði tekið fyrir síðar á þessu ári. Lögmenn Andrésar vilja yfirheyra eiginmann Giuffre um fjármál fjölskyldunnar og hvernig hann kynntist eiginkonu sinni árið 2002. Þá vilja þeir spyrja sálfræðing hennar um það sem þær hafa rætt í tímum og fá að sjá minnispunkta sálfræðingsins og lyfjaávísanir Giuffre. Lögmenn Giuffre vilja taka skýrslu af Robert Olney, fyrrverandi aðstoðarmanni Andrésar, en þeir telja hann búa yfir upplýsingum um vináttu prinsins við auðjöfurinn og barnaníðinginn Jeffrey Epstein. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá BBC.
Kóngafólk Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Bretland Kynferðisofbeldi Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Andrés missir titla sína Andrés prins hefur afsalað sér titlum sínum vegna ásakana gegn honum um kynferðisbrot. Um er að ræða titla hans innan hersins og konungsfjölskyldunnar og mun hann ekki koma að opinberum viðburðum en þessi ákvörðun var tekin með samþykki Elísabetar drottningar, móður Andrésar. 13. janúar 2022 17:38 Lögmaður Giuffre segir hana ekki munu sætta sig við fjárhagslega sátt Virginia Giuffre mun að öllum líkindum ekki sætt sig við sátt í málinu gegn Andrési Bretaprins ef hún felur aðeins í sér fjárhagslegar skaðabætur. Lögmaður Giuffre segir hana vilja að sannleikurinn verði leiddur í ljós, fyrir sig og aðra þolendur Jeffrey Epstein. 13. janúar 2022 10:57 Varð ekki við beiðni Andrésar prins um frávísun Dómari í máli Virginiu Giuffre gegn Andrési prins hefur hafnað því að málinu verði vísað frá dómstólum í Bandaríkjunum. 12. janúar 2022 15:10 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sjá meira
Andrés missir titla sína Andrés prins hefur afsalað sér titlum sínum vegna ásakana gegn honum um kynferðisbrot. Um er að ræða titla hans innan hersins og konungsfjölskyldunnar og mun hann ekki koma að opinberum viðburðum en þessi ákvörðun var tekin með samþykki Elísabetar drottningar, móður Andrésar. 13. janúar 2022 17:38
Lögmaður Giuffre segir hana ekki munu sætta sig við fjárhagslega sátt Virginia Giuffre mun að öllum líkindum ekki sætt sig við sátt í málinu gegn Andrési Bretaprins ef hún felur aðeins í sér fjárhagslegar skaðabætur. Lögmaður Giuffre segir hana vilja að sannleikurinn verði leiddur í ljós, fyrir sig og aðra þolendur Jeffrey Epstein. 13. janúar 2022 10:57
Varð ekki við beiðni Andrésar prins um frávísun Dómari í máli Virginiu Giuffre gegn Andrési prins hefur hafnað því að málinu verði vísað frá dómstólum í Bandaríkjunum. 12. janúar 2022 15:10