Íslendingar á varamannabekkjum | Alfreð spilaði sínar fyrstu mínútur í tvo mánuði Atli Arason skrifar 16. janúar 2022 17:31 Alfreð Finnbogason, leikmaður Augsburg Alfreð Finnbogason, Arnór Sigurðsson, Þórir Jóhann Helgason og Albert Guðmundsson þurftu allir að sætta sig við að byrja leiki sinna liða í dag meðal varamanna. Alfreð Finnbogason kom inn af varamannabekknum í jafntefli gegn Frankfurt en þetta voru fyrstu mínútur Alfreðs síðan hann spilaði 45 mínútur gegn Wolfsburg þann 6. nóvember á síðasta ári. Eintracht Frankfurt gerði fyrsta mark leiksins á 22. mínútu en Rafael Borre stingur boltanum þá í gegnum vörn Augsburg á Daichi Kamada sem var þá kominn einn í gegn og klárar vel fram hjá Gikiewicz í marki Augsburg. Augsburg jafnar metin á 38. mínútu þegar Michael Gregoritsch er fyrstur að átta sig þegar boltinn dettur niður inn í vítateig Frankfurt. Gregoritsch skilar boltanum snyrtilega í net Frankfurt og allt orðið jafnt aftur. Síðari hálfleikur var frekar rólegur en á 84. mínútu er Alfreð Finnbogasyni skipt inn á og tíu mínútum síðar, eða í uppbótatíma leiksins, kemst Florian Niederlechner einn í gegnum vörn Frankfurt eftir stungusendingu Alfreðs með hælnum. Niederlechner sem var einn gegn markverði fer illa af ráði sínu og skaut beint á Ramaj, markvörð Frankfurt. Því voru lokatölur leiksins 1-1. Augsburg er í 15. sæti deildarinnar með 19 stig eftir jafnteflið, einu stigi frá öruggu sæti. Eintracht Frankfurt klifrar upp í 8. sætið með 28 stig. Venezia 1 - 1 Empoli Arnór Sigurðsson, leikmaður Veneziavísir/Getty Arnór Sigurðsson sat allan tímann á varamannabekk Venezia sem gerði 1-1 jafntefli við Empoli í ítölsku Serie A í dag. Nýjasti leikmaður Venezia, Portúgalinn Nani, byrjaði leikinn einnig á bekknum með Arnóri en Nani kom inn á völlinn á 72. mínútu þegar Venezia var marki undir. Mínútu síðar leggur Nani upp mark fyrir David Okereke sem jafnar metin og þar við sat. Venezia er eftir jafnteflið með 18 stig í 17. sæti en Empoli er í 11. sæti með 29 stig. Pordenone 0 - 1 Lecce Þórir Jóhann Helgason í landsliðstreyjunniVísir/Jónína Guðbjörg Þórir Jóhann Helgason lék í 8 mínútur með Lecce á útivelli gegn Pordenone í ítölsku Serie B. Þórir kom inn af varamannabekknum á 83. mínútu í stöðunni 0-1 fyrir Lecce en gestirnir voru einnig manni fleiri. Með sigrinum fer Lecce í 34 stig í 5. sætið, fjórum stigum á eftir Hirti Hermanns og félögum í Pisa, sem eru í topp sæti deildarinnar. Lecce á leik til góða á öll lið fyrir ofan sig í deildinni. Sittard 1 - 2 AZ Alkmaar Albert Guðmundsson í leik með AZ Alkmaar Albert Guðmundsson byrjaði einnig á varamannabekknum hjá liði sínu AZ Alkmaar sem átti leik gegn Sittard á útivelli í hollensku Eredivisie. AZ komst í 0-2 með tveimur mörkum sitt hvoru megin við hálfleikinn áður en Albert kom inn á völlinn á 80. mínútu leiksins fyrir Hollendinginn Jordy Clasie. Heimamönnum í Sittard tekst að minnka muninn á 85. mínútu en nær komust þeir ekki. Lokatölur 1-2 fyrir AZ Alkmaar. Með sigrinum klifrar AZ upp yfir Twente í töflunni og er nú komið í 5. sæti með 35 stig. Sittard er á sama tíma í 17. og næst síðasta sæti deildarinnar með 13 stig, 5 stigum frá öruggu sæti. Þýski boltinn Ítalski boltinn Hollenski boltinn Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Sjá meira
Alfreð Finnbogason kom inn af varamannabekknum í jafntefli gegn Frankfurt en þetta voru fyrstu mínútur Alfreðs síðan hann spilaði 45 mínútur gegn Wolfsburg þann 6. nóvember á síðasta ári. Eintracht Frankfurt gerði fyrsta mark leiksins á 22. mínútu en Rafael Borre stingur boltanum þá í gegnum vörn Augsburg á Daichi Kamada sem var þá kominn einn í gegn og klárar vel fram hjá Gikiewicz í marki Augsburg. Augsburg jafnar metin á 38. mínútu þegar Michael Gregoritsch er fyrstur að átta sig þegar boltinn dettur niður inn í vítateig Frankfurt. Gregoritsch skilar boltanum snyrtilega í net Frankfurt og allt orðið jafnt aftur. Síðari hálfleikur var frekar rólegur en á 84. mínútu er Alfreð Finnbogasyni skipt inn á og tíu mínútum síðar, eða í uppbótatíma leiksins, kemst Florian Niederlechner einn í gegnum vörn Frankfurt eftir stungusendingu Alfreðs með hælnum. Niederlechner sem var einn gegn markverði fer illa af ráði sínu og skaut beint á Ramaj, markvörð Frankfurt. Því voru lokatölur leiksins 1-1. Augsburg er í 15. sæti deildarinnar með 19 stig eftir jafnteflið, einu stigi frá öruggu sæti. Eintracht Frankfurt klifrar upp í 8. sætið með 28 stig. Venezia 1 - 1 Empoli Arnór Sigurðsson, leikmaður Veneziavísir/Getty Arnór Sigurðsson sat allan tímann á varamannabekk Venezia sem gerði 1-1 jafntefli við Empoli í ítölsku Serie A í dag. Nýjasti leikmaður Venezia, Portúgalinn Nani, byrjaði leikinn einnig á bekknum með Arnóri en Nani kom inn á völlinn á 72. mínútu þegar Venezia var marki undir. Mínútu síðar leggur Nani upp mark fyrir David Okereke sem jafnar metin og þar við sat. Venezia er eftir jafnteflið með 18 stig í 17. sæti en Empoli er í 11. sæti með 29 stig. Pordenone 0 - 1 Lecce Þórir Jóhann Helgason í landsliðstreyjunniVísir/Jónína Guðbjörg Þórir Jóhann Helgason lék í 8 mínútur með Lecce á útivelli gegn Pordenone í ítölsku Serie B. Þórir kom inn af varamannabekknum á 83. mínútu í stöðunni 0-1 fyrir Lecce en gestirnir voru einnig manni fleiri. Með sigrinum fer Lecce í 34 stig í 5. sætið, fjórum stigum á eftir Hirti Hermanns og félögum í Pisa, sem eru í topp sæti deildarinnar. Lecce á leik til góða á öll lið fyrir ofan sig í deildinni. Sittard 1 - 2 AZ Alkmaar Albert Guðmundsson í leik með AZ Alkmaar Albert Guðmundsson byrjaði einnig á varamannabekknum hjá liði sínu AZ Alkmaar sem átti leik gegn Sittard á útivelli í hollensku Eredivisie. AZ komst í 0-2 með tveimur mörkum sitt hvoru megin við hálfleikinn áður en Albert kom inn á völlinn á 80. mínútu leiksins fyrir Hollendinginn Jordy Clasie. Heimamönnum í Sittard tekst að minnka muninn á 85. mínútu en nær komust þeir ekki. Lokatölur 1-2 fyrir AZ Alkmaar. Með sigrinum klifrar AZ upp yfir Twente í töflunni og er nú komið í 5. sæti með 35 stig. Sittard er á sama tíma í 17. og næst síðasta sæti deildarinnar með 13 stig, 5 stigum frá öruggu sæti.
Þýski boltinn Ítalski boltinn Hollenski boltinn Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Sjá meira