Róm brennur en ráðherra spyr spurninga Tómas Guðbjartsson skrifar 16. janúar 2022 19:31 Nú hefur Landspítali verið á neyðarstigi frá 28. desember síðastliðinn, en róðurinn var sömuleiðis afar þungur allan mánuðinn á undan. Víða er erfitt að halda starfsemi gangandi innan veggja spítalans vegna uppsafnaðs álags á starfsfólk og vaxandi fjarveru þess sem rekja má til smita í samfélaginu. Við þekkjum öll marga í nærumhverfi okkar sem hafa þurft að fara í sóttkví eða einangrun á síðustu vikum og starfsfólk Landspítala og fjölskyldur þeirra eru þar engin undantekning. Mér finnst vanta talsvert upp á að sumir stjórnmálamenn átti sig á því hversu alvarlegt ástandið er, og vil því reyna að fræða landsmenn um raunverulga stöðu mála á Landspítala. Á flestum skurðdeildum eru nú aðeins framkvæmdar bráðaaðgerðir og veiku fólki fjölgar daglega á biðlistum. Meirihluti skurðstofa er ekki í notkun vegna tilfærslu á starfsfólki og skorts á gjörgæslurýmum. Íslendingar hætta samt ekki að veikjast og þurfa áfram á skurðaðgerðum að halda. Starfsfólk tekur á sig endalausar aukavaktir til að manna þau vel á þriðja hundruð stöðugildi sem talið er að vanti núna af ofangreindum ástæðum á þessum stærsta vinnustað landsins. Það er eins það gleymist stundum í umræðunni um þol Landspítala í faraldrinum að starfsfólk spítalans veikist einnig líkt og aðrir, ekki síst þau sem eru með börn og unglinga heima. Ekki viljum við mæta í vinnuna veik og smita viðkvæma skjólstæðinga okkar af COVID, sjúkdómi sem getur reynst þeim banvænn. Nú er ástandið á spítalanum orðið það alvarlegt að einkastofur úti í bæ eins og Klíníkin, Orkuhúsið og Læknahúsið hafa lokað til að starfsfólk þaðan geti hlaupið undir bagga með okkur á Landspítala. Björgunarsveitir hafa einnig verið kallaðar inn til að hjálpa til við yfirsetu sjúklinga. Þetta er því sannkallað neyðarástand. Viðlíka staða hefur aldrei komið áður upp á spítalanum, hvorki í þessum faraldri né á síðustu áratugum. Ef á Íslandi væri her þá væri búið að kalla hann inn, líkt og gert var nýlega á Englandi. Vert er að hafa í huga að ástandið á Landspítala er ekki eitthvað séríslenskt vandamál. Nánast öll lönd í kringum okkur eru í sömu vandræðum og við og sum hafa gripið til mun harðari aðgerða til að vernda heilbrigðiskerfi sín. Samt eru heilbrigðiskerfi þeirra almennt mun betur í stakk búin en okkar til að takast á við faraldurinn, a.m.k. hvað varðar fjölda gjörgæslurýma og nauðsynlegs fagfólks til að geta nýtt þau til fulls. Einnig er rétt að ítreka að það krefst mun meiri mannaafla að sinna einstaklingi með COVID í sjúkrarúmi en öðrum sjúklingum á sömu deild , líkt og farsóttanefnd Landspítala hefur ítrekað komið á framfæri við fjölmiðla. Skoðanaskipti eru mikilvæg en það verður að teljast einkennilegt að utanríkisráðherra, einn af lykilráðherrum ríkisstjórnarinnar og varaformaður stærsta stjórnmálaflokks landsins, sé sífellt að spyrja fremur almennra spurninga í fjölmiðlum um aðgerðir stjórnvalda við faraldrinum. Þetta á sérstaklega við þegar sami ráðherra kemur ekki með nein svör eða lausnir aðrar en þær sem hafa verið leiðarljós sóttvarnarlæknis í faraldrinum – sem er að draga úr möguleikum veirunnar að berast á milli fólks. Orðalag spurninga hennar er stundum vart hægt að túlka öðru vísi hún telji nálgun sóttvarnarlæknis byggða á einhverju öðru en málefnalegum sjónarmiðum og vísindum á hverjum tíma. Hvar værum við stödd ef ekki hefði verið gripið til stífari sóttvarnaraðgerða hér strax í nóvember? Heppilegra væri að mínu mati að ráðherra spyrji spurninga um aðgerðir á öðrum vettvangi, t.d. á ríkissstjórnarfundum. Þannig kæmust skilaboð ríkisstjórnarinnar betur til skila gagnvart landsmönnum, um leið og stutt væri við bakið á heilbrigðisráðherra, sem skiljanlega getur ekki kafsiglt þjóðarsjúkrahúsið á sinni vakt. Við verðum að muna að að það hefur reynst best í glímunni við veiruna að hamla útbreiðslu hennar, áður en við missum stjórn á henni og neyðumst til að beita meira íþyngjandi inngripum, líkt og margar nágrannaþjóðir okkar hafa gert. Heldur einhver að það hefði reynst farsælt að láta til dæmis forsvarsmenn ferðaþjónustunnar stýra sóttvarnaraðgerðum hér á landi? Skiljanlega tala þeir fyrir hagsmunum sinnar starfsgreinar en ráðherrar í ríkisstjórn þurfa að sjá heildarmyndina og hafa hagsmuni allra landsmanna að leiðarljósi. Við þessar ástæður sem nú ríkja á Landspítala eru orð utanríkisráðherra í viðtali við Spegilinn síðastliðinn föstudag illa ígrunduð og tímasetningin óheppileg: „Við erum að klára tvö ár af tímabili þar sem við tókum ákveðin borgaraleg réttindi að láni og við ætlum að skila þeim aftur og það er alveg er allt í lagi að spyrja hvenær sá tími er kominn,“ Ég get fullvissað ráðherra um að sá tími er ekki kominn, enda upplifir starfsfólk á sumum deildum spítalans stöðuna nú sem sannkallaða neyð, nánast eins og í rústabjörgun. Við erum ekki síður en hún afar þreytt á þessu langvarandi ástandi sem hefur haft gríðarleg áhrif á vinnu okkar, einkalíf og félagslíf sl. tvö ár. Því miður eru hins vegar ekki til neinar nýjar lausnir aðrar en sóttvarnaraðgerðir til að tempra þennan faraldur sem nú geisar sem aldrei fyrr með nýjum áskorunum fyrir þjónustu spítalans. Við munum komast best í gegnum þennan faraldur með samtakamætti og mannúð að leiðarljósi. Þangað til þurfum við úthald og þrautseigju og verðum að byggja ákvarðanir á bestu þekkingu á hegðun veirunnar og stöðu þjóðarsjúkrahússins okkar á hverjum tíma. Að lokum tvennt. Gleymum ekki þeim sem eru alvarlega veikir af öðrum sjúkdómum en COVID og þurfa að geta reitt sig á þjónustu Landspítala, og göngum ekki svo nærri okkar sérhæfða starfsfólki að það velji sér annan starfsvettvang en Landspítala vegna ómannúðlegs álags. Höfundur greinarinnar er skurðlæknir á Landspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tómas Guðbjartsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Nú hefur Landspítali verið á neyðarstigi frá 28. desember síðastliðinn, en róðurinn var sömuleiðis afar þungur allan mánuðinn á undan. Víða er erfitt að halda starfsemi gangandi innan veggja spítalans vegna uppsafnaðs álags á starfsfólk og vaxandi fjarveru þess sem rekja má til smita í samfélaginu. Við þekkjum öll marga í nærumhverfi okkar sem hafa þurft að fara í sóttkví eða einangrun á síðustu vikum og starfsfólk Landspítala og fjölskyldur þeirra eru þar engin undantekning. Mér finnst vanta talsvert upp á að sumir stjórnmálamenn átti sig á því hversu alvarlegt ástandið er, og vil því reyna að fræða landsmenn um raunverulga stöðu mála á Landspítala. Á flestum skurðdeildum eru nú aðeins framkvæmdar bráðaaðgerðir og veiku fólki fjölgar daglega á biðlistum. Meirihluti skurðstofa er ekki í notkun vegna tilfærslu á starfsfólki og skorts á gjörgæslurýmum. Íslendingar hætta samt ekki að veikjast og þurfa áfram á skurðaðgerðum að halda. Starfsfólk tekur á sig endalausar aukavaktir til að manna þau vel á þriðja hundruð stöðugildi sem talið er að vanti núna af ofangreindum ástæðum á þessum stærsta vinnustað landsins. Það er eins það gleymist stundum í umræðunni um þol Landspítala í faraldrinum að starfsfólk spítalans veikist einnig líkt og aðrir, ekki síst þau sem eru með börn og unglinga heima. Ekki viljum við mæta í vinnuna veik og smita viðkvæma skjólstæðinga okkar af COVID, sjúkdómi sem getur reynst þeim banvænn. Nú er ástandið á spítalanum orðið það alvarlegt að einkastofur úti í bæ eins og Klíníkin, Orkuhúsið og Læknahúsið hafa lokað til að starfsfólk þaðan geti hlaupið undir bagga með okkur á Landspítala. Björgunarsveitir hafa einnig verið kallaðar inn til að hjálpa til við yfirsetu sjúklinga. Þetta er því sannkallað neyðarástand. Viðlíka staða hefur aldrei komið áður upp á spítalanum, hvorki í þessum faraldri né á síðustu áratugum. Ef á Íslandi væri her þá væri búið að kalla hann inn, líkt og gert var nýlega á Englandi. Vert er að hafa í huga að ástandið á Landspítala er ekki eitthvað séríslenskt vandamál. Nánast öll lönd í kringum okkur eru í sömu vandræðum og við og sum hafa gripið til mun harðari aðgerða til að vernda heilbrigðiskerfi sín. Samt eru heilbrigðiskerfi þeirra almennt mun betur í stakk búin en okkar til að takast á við faraldurinn, a.m.k. hvað varðar fjölda gjörgæslurýma og nauðsynlegs fagfólks til að geta nýtt þau til fulls. Einnig er rétt að ítreka að það krefst mun meiri mannaafla að sinna einstaklingi með COVID í sjúkrarúmi en öðrum sjúklingum á sömu deild , líkt og farsóttanefnd Landspítala hefur ítrekað komið á framfæri við fjölmiðla. Skoðanaskipti eru mikilvæg en það verður að teljast einkennilegt að utanríkisráðherra, einn af lykilráðherrum ríkisstjórnarinnar og varaformaður stærsta stjórnmálaflokks landsins, sé sífellt að spyrja fremur almennra spurninga í fjölmiðlum um aðgerðir stjórnvalda við faraldrinum. Þetta á sérstaklega við þegar sami ráðherra kemur ekki með nein svör eða lausnir aðrar en þær sem hafa verið leiðarljós sóttvarnarlæknis í faraldrinum – sem er að draga úr möguleikum veirunnar að berast á milli fólks. Orðalag spurninga hennar er stundum vart hægt að túlka öðru vísi hún telji nálgun sóttvarnarlæknis byggða á einhverju öðru en málefnalegum sjónarmiðum og vísindum á hverjum tíma. Hvar værum við stödd ef ekki hefði verið gripið til stífari sóttvarnaraðgerða hér strax í nóvember? Heppilegra væri að mínu mati að ráðherra spyrji spurninga um aðgerðir á öðrum vettvangi, t.d. á ríkissstjórnarfundum. Þannig kæmust skilaboð ríkisstjórnarinnar betur til skila gagnvart landsmönnum, um leið og stutt væri við bakið á heilbrigðisráðherra, sem skiljanlega getur ekki kafsiglt þjóðarsjúkrahúsið á sinni vakt. Við verðum að muna að að það hefur reynst best í glímunni við veiruna að hamla útbreiðslu hennar, áður en við missum stjórn á henni og neyðumst til að beita meira íþyngjandi inngripum, líkt og margar nágrannaþjóðir okkar hafa gert. Heldur einhver að það hefði reynst farsælt að láta til dæmis forsvarsmenn ferðaþjónustunnar stýra sóttvarnaraðgerðum hér á landi? Skiljanlega tala þeir fyrir hagsmunum sinnar starfsgreinar en ráðherrar í ríkisstjórn þurfa að sjá heildarmyndina og hafa hagsmuni allra landsmanna að leiðarljósi. Við þessar ástæður sem nú ríkja á Landspítala eru orð utanríkisráðherra í viðtali við Spegilinn síðastliðinn föstudag illa ígrunduð og tímasetningin óheppileg: „Við erum að klára tvö ár af tímabili þar sem við tókum ákveðin borgaraleg réttindi að láni og við ætlum að skila þeim aftur og það er alveg er allt í lagi að spyrja hvenær sá tími er kominn,“ Ég get fullvissað ráðherra um að sá tími er ekki kominn, enda upplifir starfsfólk á sumum deildum spítalans stöðuna nú sem sannkallaða neyð, nánast eins og í rústabjörgun. Við erum ekki síður en hún afar þreytt á þessu langvarandi ástandi sem hefur haft gríðarleg áhrif á vinnu okkar, einkalíf og félagslíf sl. tvö ár. Því miður eru hins vegar ekki til neinar nýjar lausnir aðrar en sóttvarnaraðgerðir til að tempra þennan faraldur sem nú geisar sem aldrei fyrr með nýjum áskorunum fyrir þjónustu spítalans. Við munum komast best í gegnum þennan faraldur með samtakamætti og mannúð að leiðarljósi. Þangað til þurfum við úthald og þrautseigju og verðum að byggja ákvarðanir á bestu þekkingu á hegðun veirunnar og stöðu þjóðarsjúkrahússins okkar á hverjum tíma. Að lokum tvennt. Gleymum ekki þeim sem eru alvarlega veikir af öðrum sjúkdómum en COVID og þurfa að geta reitt sig á þjónustu Landspítala, og göngum ekki svo nærri okkar sérhæfða starfsfólki að það velji sér annan starfsvettvang en Landspítala vegna ómannúðlegs álags. Höfundur greinarinnar er skurðlæknir á Landspítala.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun