Gísli Þorgeir: Sigur sem við hefðum ekkert endilega unnið fyrir þremur árum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. janúar 2022 21:36 Gísli Þorgeir Kristjánsson í fanginu á hollenskum varnarmönnum. epa/Tamas Kovacs Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi íslenska landsliðsins, var hæstánægður með sigurinn á Hollandi, 29-28, í B-riðli Evrópumótsins í kvöld. Ísland var komið í góða stöðu, fimm mörkum yfir, en hikstaði verulega þegar Holland fór að spila 5-1 vörn. Íslensku strákarnir náðu þó að landa sigri og eru með fullt hús eftir fyrstu tvo leiki sína á EM. Gísli mætti með skurð á enni í viðtal til Henrys Birgis Gunnarssonar eftir leikinn í kvöld. „Ég var bara laminn í fyrri hálfleik. Ég fattaði ekki að það væri komið blóð fyrr en það var sagt við mig á bekknum. En þetta fylgir þessu,“ sagði Gísli sem skoraði fjögur mörk í leiknum. Hafnfirðingurinn segir sigurinn til marks um framfarirnar sem hafa orðið á íslenska liðinu. „Tilfinningin eftir þennan leik er svolítið skrítin. Auðvitað er maður ótrúlega glaður. Þetta er sigur sem við hefðum ekkert endilega unnið fyrir þremur árum. Þetta er jákvætt skref. Þetta var helvítis rússíbani þessi leikur en við lönduðum þessu og mér finnst það stór plús,“ sagði Gísli. „Við hikstuðum alveg svakalega þegar þeir fóru í 5-1 vörn og komumst aldrei í þennan takt. Við gerðum okkur of erfitt fyrir og þeir stoppuðu okkur of mikið. Boltinn flaut ekki nógu vel. En Janus kom með frábæra innkomu af bekknum. Það er sama hver, allir skiluðu sína. Ég hefði viljað loka þessum leik fyrr, við vorum komnir fimm mörkum yfir en það vantaði kannski smá drápseðli.“ Íslendingarnir í höllinni í Búdapest létu vel í sér heyra og Gísli var afar ánægður með stuðninginn. „Stuðningsmennirnir okkar eru geggjaðir. Það er hrikalega gaman að spila í svona höll. Maður verður líka að njóta. Það er klisja en það er svoleiðis,“ sagði Gísli að lokum. EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir „Stemningin var þeirra megin og við áttum mjög erfitt með að komast í þennan gír í lokin“ „Það er ógeðslega gaman að vinna og sérstaklega fyrir íslenska landsliðið,“ sagði Sigvaldi Björn Guðjónsson sem valinn var maður leiksins annan leikinn í röð, í sigri Íslands gegn Hollandi á EM í kvöld. 16. janúar 2022 21:29 Leik lokið: Ísland - Holland 29-28 | Sluppu með skrekkinn gegn strákunum hans Erlings Ísland vann Holland, 29-28, í öðrum leik sínum í B-riðli Evrópumóts karla í handbolta í kvöld. Íslendingar eru því með fjögur stig, fullt hús stiga, á meðan Hollendingarnir hans Erlings Richardssonar eru með tvö stig. 16. janúar 2022 21:10 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Ísland var komið í góða stöðu, fimm mörkum yfir, en hikstaði verulega þegar Holland fór að spila 5-1 vörn. Íslensku strákarnir náðu þó að landa sigri og eru með fullt hús eftir fyrstu tvo leiki sína á EM. Gísli mætti með skurð á enni í viðtal til Henrys Birgis Gunnarssonar eftir leikinn í kvöld. „Ég var bara laminn í fyrri hálfleik. Ég fattaði ekki að það væri komið blóð fyrr en það var sagt við mig á bekknum. En þetta fylgir þessu,“ sagði Gísli sem skoraði fjögur mörk í leiknum. Hafnfirðingurinn segir sigurinn til marks um framfarirnar sem hafa orðið á íslenska liðinu. „Tilfinningin eftir þennan leik er svolítið skrítin. Auðvitað er maður ótrúlega glaður. Þetta er sigur sem við hefðum ekkert endilega unnið fyrir þremur árum. Þetta er jákvætt skref. Þetta var helvítis rússíbani þessi leikur en við lönduðum þessu og mér finnst það stór plús,“ sagði Gísli. „Við hikstuðum alveg svakalega þegar þeir fóru í 5-1 vörn og komumst aldrei í þennan takt. Við gerðum okkur of erfitt fyrir og þeir stoppuðu okkur of mikið. Boltinn flaut ekki nógu vel. En Janus kom með frábæra innkomu af bekknum. Það er sama hver, allir skiluðu sína. Ég hefði viljað loka þessum leik fyrr, við vorum komnir fimm mörkum yfir en það vantaði kannski smá drápseðli.“ Íslendingarnir í höllinni í Búdapest létu vel í sér heyra og Gísli var afar ánægður með stuðninginn. „Stuðningsmennirnir okkar eru geggjaðir. Það er hrikalega gaman að spila í svona höll. Maður verður líka að njóta. Það er klisja en það er svoleiðis,“ sagði Gísli að lokum.
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir „Stemningin var þeirra megin og við áttum mjög erfitt með að komast í þennan gír í lokin“ „Það er ógeðslega gaman að vinna og sérstaklega fyrir íslenska landsliðið,“ sagði Sigvaldi Björn Guðjónsson sem valinn var maður leiksins annan leikinn í röð, í sigri Íslands gegn Hollandi á EM í kvöld. 16. janúar 2022 21:29 Leik lokið: Ísland - Holland 29-28 | Sluppu með skrekkinn gegn strákunum hans Erlings Ísland vann Holland, 29-28, í öðrum leik sínum í B-riðli Evrópumóts karla í handbolta í kvöld. Íslendingar eru því með fjögur stig, fullt hús stiga, á meðan Hollendingarnir hans Erlings Richardssonar eru með tvö stig. 16. janúar 2022 21:10 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
„Stemningin var þeirra megin og við áttum mjög erfitt með að komast í þennan gír í lokin“ „Það er ógeðslega gaman að vinna og sérstaklega fyrir íslenska landsliðið,“ sagði Sigvaldi Björn Guðjónsson sem valinn var maður leiksins annan leikinn í röð, í sigri Íslands gegn Hollandi á EM í kvöld. 16. janúar 2022 21:29
Leik lokið: Ísland - Holland 29-28 | Sluppu með skrekkinn gegn strákunum hans Erlings Ísland vann Holland, 29-28, í öðrum leik sínum í B-riðli Evrópumóts karla í handbolta í kvöld. Íslendingar eru því með fjögur stig, fullt hús stiga, á meðan Hollendingarnir hans Erlings Richardssonar eru með tvö stig. 16. janúar 2022 21:10