Einkunnir strákanna á móti Hollandi: Sigvaldi bestur en Janus stal senunni Íþróttadeild Vísis skrifar 16. janúar 2022 22:16 Sigvaldi Guðjónsson fagnar sigrinum í kvöld ásamt Ými Gíslasyni og fleiri leikmönnum íslenska liðsins. AP/Tamas Kovacs Það þurfti ískaldan varamann til að redda málunum á móti Hollandi á EM í kvöld eftir að erfiðar tólf mínútur fóru langt með að klúðra góðum leik fram að því. Íslenska handboltalandsliðið fagnaði sigri á Hollendingum í æsispennandi öðrum leik sínum í B-riðli á Evrópumeistaramótinu 2022 í Ungverjalandi og Slóvakíu. Íslenska liðið var í frábærum málum um miðjan seinni hálfleik þegar íslenska þjálfari andstæðinganna átti svar sem var næstum því búið að stela leiknum frá íslenska liðinu. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Sigvaldi Guðjónsson var besti leikmaður íslenska liðsins í kvöld að okkar mati en hann skoraði átta mörk og nýtti færin vel. Hann fær fimm í einkunn en það gerir líka Janus Daði Smárason fyrir eftirminnilega frumraun sína á mótinu. Sóknarleikur íslenska liðsins gekk vel lengi framan af með þá Ómar Ingi Magnússon, Aron Pálmarsson og Gísla Þorgeir Kristjánsson í fararbroddi en á örlagastund var það útsjónarsemi Janusar Daða sem reddaði sóknarleiknum í lokin. Varnarleikurinn var langt frá því að vera eins góður og hann þarf að vera ætli íslenska liðið að gera eitthvað á þessu móti. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Hollandi: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Björgvin Páll Gústavsson, mark - 3 (11 varin skot- 44:49 mín.) Byrjaði leikinn prýðilega og var góður í fyrri hálfleik. Kannski var það honum að þakka að við vorum tveimur mörkum yfir í hálfleik. Kom síðan inn á lokakafla leiksins og varði tvö skot sem skipti sköpum. Bjarki Már Elísson, vinstra horn - 3 (1 mark - 59:53 mín.) Tók varla þátt í leiknum. Hollendingarnir lokuðu vel á hann og samherjar hans fundu hann ekki. Hann var í rauninni týndir í Dome höllinni í Búdapest. Aron Pálmarsson, vinstri skytta - 4 (6 mörk - 45:04 mín.) Skilaði fínum mörkum í leiknum sem skiptu máli. Eini leikmaður íslenska liðsins sem getur skotið af níu metrum. Án hans væri íslenska liðið mun slakara. Það sýndi sig á síðasta stórmóti. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 4 (4 mörk - 18:07 mín.) Var lengi vel sterkur gegn Hollendingum og einn allra besti maður liðsins framan af. Um leið og skólastjórinn frá Vestmannaeyjum breytti í 5:1 vörn hvarf Gísli og átti engin svör við varnarleik Hollendinga. Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 4 (4/3 mörk - 38:40 mín.) Var í bullandi vandræðum í fyrri hálfleik. Var í tvígang rekinn af velli en í síðari hálfleik náði hann fínum takti í sinn leik. Virkar á köflum kærulaus en er greinilega á réttri leið með íslenska landsliðinu. Frábær leikmaður. Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - 5 (8 mörk - 58:36 mín.) Var besti leikmaður íslenska liðsins. Leikmaður sem býr yfir ótrúlegri skottækni og getur komið sér í flokk með bestu hornamönnum heims á næstu árum. Hann hefur allan pakkann og er að blómstra sem sextíu mínútna maður. Ýmir Örn Gíslason, lína - 3 (1 mark, 7 stopp - 45:00 mín.) Var í vandræðum í varnarleiknum ekki síst í fyrri hálfleik. Hann var í vandræðum með kvika leikmenn Hollands. Ýmir náði hins vegar betri tökum á sínum leik í síðari hálfleik en langt frá því að vera hans besti landsleikur. Elvar Örn Jónsson, vörn - 3 (1 mark, 5 stopp - 38:03 mín.) Eins og margir aðrir í íslenska liðinu var Elvar í afar erfiðri stöðu í varnarleiknum í þessari framliggjandi vörn. Kannski er hægt að segja að hann hafi sloppið með skrekkinn. Rétt eins og píparinn úr Hlíðunum var hann á köflum í vandræðum. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, mark - 2 (2 varin skot- 9:08 mín.) Átti fína innkomu gegn Portúgal en var í vandræðum gegn Hollendingum sem kannski helgast að því að Hollendingar fengu ofar ekki opin færi og dauðafæri sem ungi maðurinn réði ekki við. Það er ekki ástæða til að örvænta. Fleiri leikir þýðir meiri reynslu og betri frammistöðu.Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 3 (2 mörk - 22:14 mín.) Enn á aftur átti Viggó fína innkomu. Skoraði tvö mörk úr tveimur skotum og er eiginlega leikmaður sem læðist með veggjum. Hefur skilað sínu þegar kallað er til hans.Ólafur Guðmundsson, vinstri skytta - 3 (0 mörk - 13:07 mín.) Spilaði ekki mikið í þessum leik. Er hins vegar afar mikilvægur hlekkur í keðjunni. Gæti reynst okkur afar vel gegn Ungverjum sem líklega henta honum betur en Hollendingar.Elliði Snær Viðarsson, lína - 3 (2 mörk - 21:27 mín.) Eyjamaðurinn var í tómu tjóni lengi framan af á báðum endum vallarins. Náði hins vegar að svara kalli þegar leið á leikinn og skilaði þá sínu. Kannski skrifast frammistaða hans framan af í leiknum á reynsluleysi. Elliði er góð viðbót við íslenska liðið.Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - 5 (0 mörk - 5:52 mín.) Janus Daði var maðurinn sem gerði útslagið í leiknum og í raun leikmaðurinn sem kláraði leikinn. Hann gjörbreytti leiknum og átti svör við 5:1 vörn Hollendinga. Átti í það minnsta fjögur mörk á lokakafla leiksins og bjó til tvö dauðafæri að auki. Afar sterk innkoma. Orri Freyr Þorkelsson, vinstra horn - - spilaði ekkert Kristján Örn Kristjánsson, hægri skytta - spilaði ekkert Guðmundur Guðmundsson, þjálfari - 4 Landsliðsþjálfarinn fær plús í kladdann fyrir sigurinn. Um það snerist málið. Sóknarleikurinn slapp fyrir horn og var góður lengst af. Hann átti hins vegar engin svör við 5:1 vörn skólastjórans frá Vestmannaeyjum. Guðmundur hefur haldið sig við sitt upplegg í varnarleik íslenska liðsins. Í leiknum gegnum Hollendingum þá lifði íslenska liðið á lyginni. Vonandi á þjálfarinn plan B fyrir næsta leik. Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Einkunnir strákanna okkar á móti Portúgal: Gísli bestur en margir góðir Guðmundur Guðmundsson lagði leikinn frábærlega upp og leikstjórnandinn var besti maður íslenska liðsins sem fékk að launum óskabyrjun á Evrópumótinu í handbolta. 14. janúar 2022 22:00 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið fagnaði sigri á Hollendingum í æsispennandi öðrum leik sínum í B-riðli á Evrópumeistaramótinu 2022 í Ungverjalandi og Slóvakíu. Íslenska liðið var í frábærum málum um miðjan seinni hálfleik þegar íslenska þjálfari andstæðinganna átti svar sem var næstum því búið að stela leiknum frá íslenska liðinu. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Sigvaldi Guðjónsson var besti leikmaður íslenska liðsins í kvöld að okkar mati en hann skoraði átta mörk og nýtti færin vel. Hann fær fimm í einkunn en það gerir líka Janus Daði Smárason fyrir eftirminnilega frumraun sína á mótinu. Sóknarleikur íslenska liðsins gekk vel lengi framan af með þá Ómar Ingi Magnússon, Aron Pálmarsson og Gísla Þorgeir Kristjánsson í fararbroddi en á örlagastund var það útsjónarsemi Janusar Daða sem reddaði sóknarleiknum í lokin. Varnarleikurinn var langt frá því að vera eins góður og hann þarf að vera ætli íslenska liðið að gera eitthvað á þessu móti. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Hollandi: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Björgvin Páll Gústavsson, mark - 3 (11 varin skot- 44:49 mín.) Byrjaði leikinn prýðilega og var góður í fyrri hálfleik. Kannski var það honum að þakka að við vorum tveimur mörkum yfir í hálfleik. Kom síðan inn á lokakafla leiksins og varði tvö skot sem skipti sköpum. Bjarki Már Elísson, vinstra horn - 3 (1 mark - 59:53 mín.) Tók varla þátt í leiknum. Hollendingarnir lokuðu vel á hann og samherjar hans fundu hann ekki. Hann var í rauninni týndir í Dome höllinni í Búdapest. Aron Pálmarsson, vinstri skytta - 4 (6 mörk - 45:04 mín.) Skilaði fínum mörkum í leiknum sem skiptu máli. Eini leikmaður íslenska liðsins sem getur skotið af níu metrum. Án hans væri íslenska liðið mun slakara. Það sýndi sig á síðasta stórmóti. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 4 (4 mörk - 18:07 mín.) Var lengi vel sterkur gegn Hollendingum og einn allra besti maður liðsins framan af. Um leið og skólastjórinn frá Vestmannaeyjum breytti í 5:1 vörn hvarf Gísli og átti engin svör við varnarleik Hollendinga. Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 4 (4/3 mörk - 38:40 mín.) Var í bullandi vandræðum í fyrri hálfleik. Var í tvígang rekinn af velli en í síðari hálfleik náði hann fínum takti í sinn leik. Virkar á köflum kærulaus en er greinilega á réttri leið með íslenska landsliðinu. Frábær leikmaður. Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - 5 (8 mörk - 58:36 mín.) Var besti leikmaður íslenska liðsins. Leikmaður sem býr yfir ótrúlegri skottækni og getur komið sér í flokk með bestu hornamönnum heims á næstu árum. Hann hefur allan pakkann og er að blómstra sem sextíu mínútna maður. Ýmir Örn Gíslason, lína - 3 (1 mark, 7 stopp - 45:00 mín.) Var í vandræðum í varnarleiknum ekki síst í fyrri hálfleik. Hann var í vandræðum með kvika leikmenn Hollands. Ýmir náði hins vegar betri tökum á sínum leik í síðari hálfleik en langt frá því að vera hans besti landsleikur. Elvar Örn Jónsson, vörn - 3 (1 mark, 5 stopp - 38:03 mín.) Eins og margir aðrir í íslenska liðinu var Elvar í afar erfiðri stöðu í varnarleiknum í þessari framliggjandi vörn. Kannski er hægt að segja að hann hafi sloppið með skrekkinn. Rétt eins og píparinn úr Hlíðunum var hann á köflum í vandræðum. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, mark - 2 (2 varin skot- 9:08 mín.) Átti fína innkomu gegn Portúgal en var í vandræðum gegn Hollendingum sem kannski helgast að því að Hollendingar fengu ofar ekki opin færi og dauðafæri sem ungi maðurinn réði ekki við. Það er ekki ástæða til að örvænta. Fleiri leikir þýðir meiri reynslu og betri frammistöðu.Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 3 (2 mörk - 22:14 mín.) Enn á aftur átti Viggó fína innkomu. Skoraði tvö mörk úr tveimur skotum og er eiginlega leikmaður sem læðist með veggjum. Hefur skilað sínu þegar kallað er til hans.Ólafur Guðmundsson, vinstri skytta - 3 (0 mörk - 13:07 mín.) Spilaði ekki mikið í þessum leik. Er hins vegar afar mikilvægur hlekkur í keðjunni. Gæti reynst okkur afar vel gegn Ungverjum sem líklega henta honum betur en Hollendingar.Elliði Snær Viðarsson, lína - 3 (2 mörk - 21:27 mín.) Eyjamaðurinn var í tómu tjóni lengi framan af á báðum endum vallarins. Náði hins vegar að svara kalli þegar leið á leikinn og skilaði þá sínu. Kannski skrifast frammistaða hans framan af í leiknum á reynsluleysi. Elliði er góð viðbót við íslenska liðið.Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - 5 (0 mörk - 5:52 mín.) Janus Daði var maðurinn sem gerði útslagið í leiknum og í raun leikmaðurinn sem kláraði leikinn. Hann gjörbreytti leiknum og átti svör við 5:1 vörn Hollendinga. Átti í það minnsta fjögur mörk á lokakafla leiksins og bjó til tvö dauðafæri að auki. Afar sterk innkoma. Orri Freyr Þorkelsson, vinstra horn - - spilaði ekkert Kristján Örn Kristjánsson, hægri skytta - spilaði ekkert Guðmundur Guðmundsson, þjálfari - 4 Landsliðsþjálfarinn fær plús í kladdann fyrir sigurinn. Um það snerist málið. Sóknarleikurinn slapp fyrir horn og var góður lengst af. Hann átti hins vegar engin svör við 5:1 vörn skólastjórans frá Vestmannaeyjum. Guðmundur hefur haldið sig við sitt upplegg í varnarleik íslenska liðsins. Í leiknum gegnum Hollendingum þá lifði íslenska liðið á lyginni. Vonandi á þjálfarinn plan B fyrir næsta leik. Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Einkunnir strákanna okkar á móti Portúgal: Gísli bestur en margir góðir Guðmundur Guðmundsson lagði leikinn frábærlega upp og leikstjórnandinn var besti maður íslenska liðsins sem fékk að launum óskabyrjun á Evrópumótinu í handbolta. 14. janúar 2022 22:00 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Einkunnir strákanna okkar á móti Portúgal: Gísli bestur en margir góðir Guðmundur Guðmundsson lagði leikinn frábærlega upp og leikstjórnandinn var besti maður íslenska liðsins sem fékk að launum óskabyrjun á Evrópumótinu í handbolta. 14. janúar 2022 22:00