Svona breytti Janus sóknarleik Íslands á ögurstundu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. janúar 2022 14:00 Janus Daði Smárason átti afar mikilvæga innkomu gegn Hollandi. vísir/vilhelm Ísland vann Holland með minnsta mun, 29-28, í öðrum leik sínum á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu. Íslendingar gátu ekki síst þakkað Janusi Daða Smárasyni fyrir sigurinn en hann fann leiðina í gegnum framliggjandi vörn Hollendinga sem hafði breytt gangi mála. Ísland var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 15-13. Íslensku strákarnir byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti, komust mest fimm mörkum yfir og allt stefndi í öruggan íslenskan sigur. En Erlingur Richardsson og hollensku strákarnir hans gáfust ekki upp og Eyjamaðurinn átti ás uppi í erminni. Eftir að Luc Steins minnkaði muninn í 22-18 á 41. mínútu breytti Erlingur í 5-1 vörn. Íslendingar voru þá manni færri. Þessi breyting Erlings gaf góða raun. Holland vann næstu ellefu mínútur 6-2, þrátt fyrir að hafa verið tveimur mönnum færri um tíma, og jafnaði í 24-24. Í fyrstu átta sóknunum eftir að Holland skipti um vörn skoraði Ísland aðeins tvö mörk, bæði í yfirtölu. Ómar Ingi Magnússon tapaði boltanum í þrígang og Elliði Snær Viðarsson, Aron Pálmarsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson klikkuðu allir á skotum. Á 52. mínútu kom Janus inn á í fyrsta sinn á mótinu, ef frá eru taldar nokkrar mínútur í fyrri hálfleik. Með innkomu hans kom strax betri bragur á íslenska sóknarleikinn. Ísland skoraði í fyrstu fimm sóknunum eftir innkomu Janusar. Hann gaf fjórar stoðsendingar og átti svo stóran þátt í að opna hollensku vörnina í fjórða markinu. Janus átti til að mynda frábæra sirkussendingu á Sigvalda Guðjónsson sem sneri boltann listilega framhjá í Bart Ravensbergen marki Hollands og kom Íslandi í 28-26. Ísland komst tveimur mörkum yfir, 29-27, þegar Elliði skoraði eftir sendingu Janusar. Næsta sókn Hollands klikkaði og Ísland gat því komist þremur mörkum yfir. Janus opnaði hornið fyrir Sigvalda en Ravensbergen varði frá honum. Kay Smits minnkaði muninn í 29-28 með sínu þrettánda marki. Ísland fór í sókn, Janus bjó til dauðafæri fyrir Aron en Ravensbergen varði. Janus fékk í kjölfarið tveggja mínútna brottvísun og tók ekki frekari þátt í leiknum. Manni færri náðu Íslendingar samt að landa sigrinum. Hollendingar töpuðu boltanum þegar um hálf mínúta var eftir, Íslendingar héldu boltanum út tímann og unnu nauman sigur, 29-28. Óhætt er að segja að innkoma Janusar hafi skipt sköpum. Eftir fimm misheppnaðar sóknir í röð skoraði Ísland í fyrstu fimm sóknunum eftir að Selfyssingurinn kom inn á. Hann gaf fjórar stoðsendingar og átti svo stóran þátt í einu marki til viðbótar. Alls spilaði Janus sjö sóknir á lokakafla leiksins. Í þeim bjó hann til sex færi og fjögur þeirra skiluðu mörkum. Sóknirnar undir lokin með Janus inni á Aron skorar eftir sendingu Janusar - 25-24 Aron skorar eftir sendingu Janusar - 26-25 Janus sprengir upp vörn Hollands, sendir á Ómar Inga sem finnur Sigvalda sem skorar - 27-26 Sigvaldi skorar eftir sendingu Janusar - 28-26 Elliði skorar eftir sendingu Janusar - 29-27 Janus býr til færi fyrir Elliða en Gravensberg ver Janus býr til færi fyrir Aron Gravensberg ver Janus fékk hæstu einkunn leikmanna Íslands fyrir frammistöðu sína gegn Hollandi hjá Vísi. „Janus Daði var maðurinn sem gerði útslagið í leiknum og í raun leikmaðurinn sem kláraði leikinn. Hann gjörbreytti leiknum og átti svör við 5:1 vörn Hollendinga. Átti í það minnsta fjögur mörk á lokakafla leiksins og bjó til tvö dauðafæri að auki. Afar sterk innkoma,“ sagði í umsögn um frammistöðu Janusar. Þrátt fyrir tregðuna í sókninni eftir að Holland skipti um vörn var sóknarleikur Íslands að mestu stórgóður í gær. Íslendingar voru með rúmlega sjötíu prósent skotnýtingu og töpuðu boltanum aðeins tíu sinnum, þar af bara þrisvar í seinni hálfleik. Og Ísland skoraði 29 mörk þrátt fyrir að hafa nánast ekki fengið nein hraðaupphlaup í leiknum. Ísland er með fullt hús stiga í B-riðli Evrópumótsins en er þrátt fyrir það ekki komið í milliriðla. Íslendingar mæta heimaliði Ungverja klukkan 17:00 á morgun og með sigri eða jafntefli fer íslenska liðið með tvö stig í milliriðla. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Enski boltinn Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Fótbolti Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Körfubolti „Ástæðan fyrir því að við notuðum ólöglegan leikmann“ Fótbolti Fleiri fréttir Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Díana: „Vonandi verður þetta ævintýri lengra og skemmtilegra“ Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Létu Framkonur hafa fyrir hlutunum Uppgjör: Haukar - Selfoss 29-20 | Haukakonur áfram óstöðvandi á nýju ári Valskonur juku forskotið á toppnum í átta stig Dagur nýtti öll færin sín í Evrópudeildinni en strákar Guðjóns Vals töpuðu Sú markahæsta með 85 prósent skotnýtingu Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Uppselt á úrslitaleik næsta stórmóts Ísak á leið í atvinnumennsku Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum Dagur um stjórn HSÍ: Að velja mig ekki er bara allt í lagi Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans KA skellti í lás í seinni hálfleik og fór með sigur úr Skógarselinu Andri Már markahæstur í svekkjandi tapi Sjá meira
Ísland var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 15-13. Íslensku strákarnir byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti, komust mest fimm mörkum yfir og allt stefndi í öruggan íslenskan sigur. En Erlingur Richardsson og hollensku strákarnir hans gáfust ekki upp og Eyjamaðurinn átti ás uppi í erminni. Eftir að Luc Steins minnkaði muninn í 22-18 á 41. mínútu breytti Erlingur í 5-1 vörn. Íslendingar voru þá manni færri. Þessi breyting Erlings gaf góða raun. Holland vann næstu ellefu mínútur 6-2, þrátt fyrir að hafa verið tveimur mönnum færri um tíma, og jafnaði í 24-24. Í fyrstu átta sóknunum eftir að Holland skipti um vörn skoraði Ísland aðeins tvö mörk, bæði í yfirtölu. Ómar Ingi Magnússon tapaði boltanum í þrígang og Elliði Snær Viðarsson, Aron Pálmarsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson klikkuðu allir á skotum. Á 52. mínútu kom Janus inn á í fyrsta sinn á mótinu, ef frá eru taldar nokkrar mínútur í fyrri hálfleik. Með innkomu hans kom strax betri bragur á íslenska sóknarleikinn. Ísland skoraði í fyrstu fimm sóknunum eftir innkomu Janusar. Hann gaf fjórar stoðsendingar og átti svo stóran þátt í að opna hollensku vörnina í fjórða markinu. Janus átti til að mynda frábæra sirkussendingu á Sigvalda Guðjónsson sem sneri boltann listilega framhjá í Bart Ravensbergen marki Hollands og kom Íslandi í 28-26. Ísland komst tveimur mörkum yfir, 29-27, þegar Elliði skoraði eftir sendingu Janusar. Næsta sókn Hollands klikkaði og Ísland gat því komist þremur mörkum yfir. Janus opnaði hornið fyrir Sigvalda en Ravensbergen varði frá honum. Kay Smits minnkaði muninn í 29-28 með sínu þrettánda marki. Ísland fór í sókn, Janus bjó til dauðafæri fyrir Aron en Ravensbergen varði. Janus fékk í kjölfarið tveggja mínútna brottvísun og tók ekki frekari þátt í leiknum. Manni færri náðu Íslendingar samt að landa sigrinum. Hollendingar töpuðu boltanum þegar um hálf mínúta var eftir, Íslendingar héldu boltanum út tímann og unnu nauman sigur, 29-28. Óhætt er að segja að innkoma Janusar hafi skipt sköpum. Eftir fimm misheppnaðar sóknir í röð skoraði Ísland í fyrstu fimm sóknunum eftir að Selfyssingurinn kom inn á. Hann gaf fjórar stoðsendingar og átti svo stóran þátt í einu marki til viðbótar. Alls spilaði Janus sjö sóknir á lokakafla leiksins. Í þeim bjó hann til sex færi og fjögur þeirra skiluðu mörkum. Sóknirnar undir lokin með Janus inni á Aron skorar eftir sendingu Janusar - 25-24 Aron skorar eftir sendingu Janusar - 26-25 Janus sprengir upp vörn Hollands, sendir á Ómar Inga sem finnur Sigvalda sem skorar - 27-26 Sigvaldi skorar eftir sendingu Janusar - 28-26 Elliði skorar eftir sendingu Janusar - 29-27 Janus býr til færi fyrir Elliða en Gravensberg ver Janus býr til færi fyrir Aron Gravensberg ver Janus fékk hæstu einkunn leikmanna Íslands fyrir frammistöðu sína gegn Hollandi hjá Vísi. „Janus Daði var maðurinn sem gerði útslagið í leiknum og í raun leikmaðurinn sem kláraði leikinn. Hann gjörbreytti leiknum og átti svör við 5:1 vörn Hollendinga. Átti í það minnsta fjögur mörk á lokakafla leiksins og bjó til tvö dauðafæri að auki. Afar sterk innkoma,“ sagði í umsögn um frammistöðu Janusar. Þrátt fyrir tregðuna í sókninni eftir að Holland skipti um vörn var sóknarleikur Íslands að mestu stórgóður í gær. Íslendingar voru með rúmlega sjötíu prósent skotnýtingu og töpuðu boltanum aðeins tíu sinnum, þar af bara þrisvar í seinni hálfleik. Og Ísland skoraði 29 mörk þrátt fyrir að hafa nánast ekki fengið nein hraðaupphlaup í leiknum. Ísland er með fullt hús stiga í B-riðli Evrópumótsins en er þrátt fyrir það ekki komið í milliriðla. Íslendingar mæta heimaliði Ungverja klukkan 17:00 á morgun og með sigri eða jafntefli fer íslenska liðið með tvö stig í milliriðla.
Aron skorar eftir sendingu Janusar - 25-24 Aron skorar eftir sendingu Janusar - 26-25 Janus sprengir upp vörn Hollands, sendir á Ómar Inga sem finnur Sigvalda sem skorar - 27-26 Sigvaldi skorar eftir sendingu Janusar - 28-26 Elliði skorar eftir sendingu Janusar - 29-27 Janus býr til færi fyrir Elliða en Gravensberg ver Janus býr til færi fyrir Aron Gravensberg ver
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Enski boltinn Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Fótbolti Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Körfubolti „Ástæðan fyrir því að við notuðum ólöglegan leikmann“ Fótbolti Fleiri fréttir Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Díana: „Vonandi verður þetta ævintýri lengra og skemmtilegra“ Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Létu Framkonur hafa fyrir hlutunum Uppgjör: Haukar - Selfoss 29-20 | Haukakonur áfram óstöðvandi á nýju ári Valskonur juku forskotið á toppnum í átta stig Dagur nýtti öll færin sín í Evrópudeildinni en strákar Guðjóns Vals töpuðu Sú markahæsta með 85 prósent skotnýtingu Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Uppselt á úrslitaleik næsta stórmóts Ísak á leið í atvinnumennsku Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum Dagur um stjórn HSÍ: Að velja mig ekki er bara allt í lagi Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans KA skellti í lás í seinni hálfleik og fór með sigur úr Skógarselinu Andri Már markahæstur í svekkjandi tapi Sjá meira