Guðfinnur sækist eftir 4. sæti hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Atli Ísleifsson skrifar 17. janúar 2022 11:43 Guðfinnur Sigurvinsson. Aðsend Guðfinnur Sigurvinsson stjórnsýslufræðingur gefur kost á sér í 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ í prófkjöri Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar sem fram fer laugardaginn 5. mars næstkomandi. Frá þessu segir í tilkynningu frá Guðfinni sem send hefur verið á fjölmiðla. Guðfinnur hefur verið fyrsti varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins frá 2018 og átt sæti í umhverfisnefnd Garðabæjar. „Hann starfar sem aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins og var áður samskiptastjóri Sýnar hf., móðurfélags Vodafone, Stöðvar 2 og tengdra fjölmiðla frá 2017 til 2019. Þá var Guðfinnur upplýsingafulltrúi og teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun frá 2014 til 2017 og frétta- og dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu 2005 til 2013. Guðfinnur er með BA gráðu í stjórnmálafræði frá HÍ og MPA gráðu í opinberri stjórnsýslu frá sama skóla,“ segir í tilkynningunni. Þar er haft eftir Guðfinni að Garðabær sé nú í hröðum vexti og ný hverfi að rísa sem séu byggð af miklum metnaði. „Því fylgja líka áskoranir og mikilvægt að rekstur bæjarins sé traustur. Markmiðið er að bærinn nái kjörstærð með á bilinu 25.000 til 35.000 íbúa og þá er verkefnið að tryggja áfram sem besta þjónustu og lífsgæði fyrir bæjarbúa. Ég vil á næsta kjörtímabilinu sjá Garðabæ ráðast í markaðsátak enda hefur verslun og þjónusta blómstrað í bænum undanfarin ár með margs konar nýjungum og við eigum að sækja þau sóknarfæri sem við eigum þar inni. Mögulega í samstarfi við okkar næstu sveitarfélög, eins og Hafnarfjörð og Kópavog, enda má líta á þetta sem eitt markaðssvæði sem getur verið valkostur við miðborg Reykjavíkur. Ég horfi til þess að halda áfram að byggja upp og styrkja Garðatorgið í þessu tilliti. Umhverfis- og menningarmál eru mér ofarlega í huga sömuleiðis, þar getum við verið stolt af góðum árangri en þar er líka verk að vinna. Menningarhús í Garðabæ og spennandi möguleikar í uppbyggingu við Vífilsstaði, sem gætu orðið suðupottur iðandi mannlífs, eru dæmi um verkefni sem ég er spenntur fyrir,“ segir Guðfinnur. Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Guðfinni sem send hefur verið á fjölmiðla. Guðfinnur hefur verið fyrsti varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins frá 2018 og átt sæti í umhverfisnefnd Garðabæjar. „Hann starfar sem aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins og var áður samskiptastjóri Sýnar hf., móðurfélags Vodafone, Stöðvar 2 og tengdra fjölmiðla frá 2017 til 2019. Þá var Guðfinnur upplýsingafulltrúi og teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun frá 2014 til 2017 og frétta- og dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu 2005 til 2013. Guðfinnur er með BA gráðu í stjórnmálafræði frá HÍ og MPA gráðu í opinberri stjórnsýslu frá sama skóla,“ segir í tilkynningunni. Þar er haft eftir Guðfinni að Garðabær sé nú í hröðum vexti og ný hverfi að rísa sem séu byggð af miklum metnaði. „Því fylgja líka áskoranir og mikilvægt að rekstur bæjarins sé traustur. Markmiðið er að bærinn nái kjörstærð með á bilinu 25.000 til 35.000 íbúa og þá er verkefnið að tryggja áfram sem besta þjónustu og lífsgæði fyrir bæjarbúa. Ég vil á næsta kjörtímabilinu sjá Garðabæ ráðast í markaðsátak enda hefur verslun og þjónusta blómstrað í bænum undanfarin ár með margs konar nýjungum og við eigum að sækja þau sóknarfæri sem við eigum þar inni. Mögulega í samstarfi við okkar næstu sveitarfélög, eins og Hafnarfjörð og Kópavog, enda má líta á þetta sem eitt markaðssvæði sem getur verið valkostur við miðborg Reykjavíkur. Ég horfi til þess að halda áfram að byggja upp og styrkja Garðatorgið í þessu tilliti. Umhverfis- og menningarmál eru mér ofarlega í huga sömuleiðis, þar getum við verið stolt af góðum árangri en þar er líka verk að vinna. Menningarhús í Garðabæ og spennandi möguleikar í uppbyggingu við Vífilsstaði, sem gætu orðið suðupottur iðandi mannlífs, eru dæmi um verkefni sem ég er spenntur fyrir,“ segir Guðfinnur.
Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira