Aðeins svekktir Portúgalar gætu bjargað strákunum okkar ef þeir tapa Sindri Sverrisson skrifar 18. janúar 2022 08:31 Gísli Þorgeir Kristjánsson í kröppum dansi gegn Hollendingum. Ísland komst fimm mörkum yfir í leiknum og svo stór sigur hefði bætt stöðu liðsins umtalsvert fyrir lokaumferðina í dag, en niðurstaðan varð eins marks sigur, 29-28. EPA-EFE/Tamas Kovacs Eru strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu ekki í toppmálum eftir að hafa unnið fyrstu tvo leiki sína á EM og nánast komnir áfram? Stutta svarið er nei, alls ekki, og liðið gæti hæglega fallið úr leik í kvöld. Íslenska landsliðið er vissulega með fullt hús stiga en önnur úrslit í B-riðli hafa ekki fallið með liðinu. Staðan er því þannig að ef að Ísland tapar með meira en eins marks mun gegn Ungverjalandi í dag, og Holland vinnur Portúgal, þá er Ísland úr leik. Allar aðrar niðurstöður skila Íslandi áfram í milliriðil. Í rauninni mæli ég einfaldlega með því við lesendur að láta staðar numið hér. Setningin hér að ofan segir allt sem segja þarf. Lesið hana bara aftur. Hér að neðan eru vissulega frekari útskýringar en þær gætu dugað til að æra óstöðugan. Staðan í B-riðli. Ef að 2-3 lið enda jöfn að stigum ráða innbyrðis úrslit úr leikjum þeirra. Tvö efstu liðin komast áfram í millriðil og taka með sér úrslitin úr leiknum sín á milli. Þú vilt samt lesa áfram? Allt í lagi. Staðan er sem sagt ekkert frábær og ekki bætir úr skák að ef að Ísland tapar fyrir Ungverjalandi í fyrri leik dagsins þá hefur Portúgal ekki lengur að neinu að keppa í leik sínum við Holland, í leik þar sem Ísland þyrfti að treysta á sigur Portúgala. Því miður fara leikirnir ekki fram á sama tíma, eins og þekkist til dæmis í riðlakeppni stórmóta í fótbolta. Ísland gæti endað fyrir neðan Holland en tekið með sér fleiri stig Góðu fréttirnar eru þær að Ísland er með örlögin í sínum höndum og sigur gegn Ungverjalandi, eða bara jafntefli, skilar liðinu með eitt eða tvö stig áfram í milliriðilinn erfiða. Ef Ungverjaland vinnur með eins marks mun kemur reyndar upp sú athyglisverða staða að ef að Holland vinnur svo Portúgal þá enda Hollendingar efstir í riðlinum og Íslendingar í 2. sæti, en Íslendingar færu samt með tvö stig áfram í milliriðil (stigin úr sigrinum á Hollandi) og Hollendingar ekkert. Aron Pálmarsson og félagar í íslenska landsliðinu hafa fagnað sigri í báðum leikjum sínum til þessa á EM en þurfa samt á sigri að halda gegn Ungverjalandi í dag.EPA-EFE/Tamas Kovacs Hollendingar alltaf öruggir áfram með sigri Ef að Ungverjaland og Holland vinna í dag þá enda Ungverjaland, Ísland og Holland með 4 stig hvert en Portúgal neðst án stiga. Þá ræður innbyrðis markatala úr leikjum Ungverjalands, Íslands og Hollands því hvaða tvö lið komast áfram. Hollendingar eru öruggir um að komast áfram með sigri gegn Portúgal, því innbyrðis markatala þeirra úr leikjum við Ísland og Ungverjaland er +2 (eftir 31-28 sigur á Ungverjalandi en 29-28 tap gegn Íslandi). Gætu fallið úr leik vegna fjölda skoraðra marka Ef Ungverjaland vinnur Ísland með einu marki þá kemst Ísland áfram jafnvel þó Holland vinni Portúgal. Ísland væri þá með innbyrðis markatöluna 0 en Ungverjaland -2. Ef Ungverjaland vinnur hins vegar Ísland með tveggja marka mun, og Holland vinnur Portúgal, þá enda Ísland og Ungverjaland bæði með -1 í samanlagðri innbyrðis markatölu (Holland áfram með +2). Ungverjar færu hins vegar áfram vegna fleiri skoraðra marka en Íslendingar í innbyrðis leikjum þeirra og Hollendinga (þar myndi þá muna aðeins einu marki). Stærri en tveggja marka sigur Ungverjalands myndi svo auðvitað sömuleiðis skila Ungverjum áfram, með Íslandi eða þá Hollandi ef Holland vinnur Portúgal. Ýmir Örn Gíslason glaðbeittur eftir sigurinn nauma gegn Hollandi. Sigurinn gerir að verkum að Ísland er með örlögin alfarið í eigin höndum.EPA-EFE/Tamas Kovacs Portúgal treystir á Ísland í dag Það var því sem sagt ekkert sérlega gott fyrir Ísland að Holland skyldi vinna óvænta 31-28 sigurinn á Ungverjalandi í fyrsta leik. Maður væri heldur ekki með hjartað í buxunum ef að Ungverjum hefði ekki tekist að vinna Portúgala með sigurmarki á lokasekúndunni. Jafntefli í þeim leik eða sigur Portúgals hefði þýtt að Ísland væri þegar komið áfram. Þess má svo geta að Vilhelm Neto, Retro Stefson bræður, og aðrir stuðningsmenn portúgalska landsliðsins treysta á sigur Íslands í dag. Sigri Ísland Ungverjaland þá á Portúgal nefnilega enn von og dugar raunar að vinna 2-3 marka sigur gegn Hollandi til að fylgja Íslandi áfram í milliriðlakeppnina. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Enski boltinn Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Fótbolti Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Körfubolti „Ástæðan fyrir því að við notuðum ólöglegan leikmann“ Fótbolti Fleiri fréttir Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Díana: „Vonandi verður þetta ævintýri lengra og skemmtilegra“ Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Létu Framkonur hafa fyrir hlutunum Uppgjör: Haukar - Selfoss 29-20 | Haukakonur áfram óstöðvandi á nýju ári Valskonur juku forskotið á toppnum í átta stig Dagur nýtti öll færin sín í Evrópudeildinni en strákar Guðjóns Vals töpuðu Sú markahæsta með 85 prósent skotnýtingu Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Uppselt á úrslitaleik næsta stórmóts Ísak á leið í atvinnumennsku Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum Dagur um stjórn HSÍ: Að velja mig ekki er bara allt í lagi Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans KA skellti í lás í seinni hálfleik og fór með sigur úr Skógarselinu Andri Már markahæstur í svekkjandi tapi Sjá meira
Íslenska landsliðið er vissulega með fullt hús stiga en önnur úrslit í B-riðli hafa ekki fallið með liðinu. Staðan er því þannig að ef að Ísland tapar með meira en eins marks mun gegn Ungverjalandi í dag, og Holland vinnur Portúgal, þá er Ísland úr leik. Allar aðrar niðurstöður skila Íslandi áfram í milliriðil. Í rauninni mæli ég einfaldlega með því við lesendur að láta staðar numið hér. Setningin hér að ofan segir allt sem segja þarf. Lesið hana bara aftur. Hér að neðan eru vissulega frekari útskýringar en þær gætu dugað til að æra óstöðugan. Staðan í B-riðli. Ef að 2-3 lið enda jöfn að stigum ráða innbyrðis úrslit úr leikjum þeirra. Tvö efstu liðin komast áfram í millriðil og taka með sér úrslitin úr leiknum sín á milli. Þú vilt samt lesa áfram? Allt í lagi. Staðan er sem sagt ekkert frábær og ekki bætir úr skák að ef að Ísland tapar fyrir Ungverjalandi í fyrri leik dagsins þá hefur Portúgal ekki lengur að neinu að keppa í leik sínum við Holland, í leik þar sem Ísland þyrfti að treysta á sigur Portúgala. Því miður fara leikirnir ekki fram á sama tíma, eins og þekkist til dæmis í riðlakeppni stórmóta í fótbolta. Ísland gæti endað fyrir neðan Holland en tekið með sér fleiri stig Góðu fréttirnar eru þær að Ísland er með örlögin í sínum höndum og sigur gegn Ungverjalandi, eða bara jafntefli, skilar liðinu með eitt eða tvö stig áfram í milliriðilinn erfiða. Ef Ungverjaland vinnur með eins marks mun kemur reyndar upp sú athyglisverða staða að ef að Holland vinnur svo Portúgal þá enda Hollendingar efstir í riðlinum og Íslendingar í 2. sæti, en Íslendingar færu samt með tvö stig áfram í milliriðil (stigin úr sigrinum á Hollandi) og Hollendingar ekkert. Aron Pálmarsson og félagar í íslenska landsliðinu hafa fagnað sigri í báðum leikjum sínum til þessa á EM en þurfa samt á sigri að halda gegn Ungverjalandi í dag.EPA-EFE/Tamas Kovacs Hollendingar alltaf öruggir áfram með sigri Ef að Ungverjaland og Holland vinna í dag þá enda Ungverjaland, Ísland og Holland með 4 stig hvert en Portúgal neðst án stiga. Þá ræður innbyrðis markatala úr leikjum Ungverjalands, Íslands og Hollands því hvaða tvö lið komast áfram. Hollendingar eru öruggir um að komast áfram með sigri gegn Portúgal, því innbyrðis markatala þeirra úr leikjum við Ísland og Ungverjaland er +2 (eftir 31-28 sigur á Ungverjalandi en 29-28 tap gegn Íslandi). Gætu fallið úr leik vegna fjölda skoraðra marka Ef Ungverjaland vinnur Ísland með einu marki þá kemst Ísland áfram jafnvel þó Holland vinni Portúgal. Ísland væri þá með innbyrðis markatöluna 0 en Ungverjaland -2. Ef Ungverjaland vinnur hins vegar Ísland með tveggja marka mun, og Holland vinnur Portúgal, þá enda Ísland og Ungverjaland bæði með -1 í samanlagðri innbyrðis markatölu (Holland áfram með +2). Ungverjar færu hins vegar áfram vegna fleiri skoraðra marka en Íslendingar í innbyrðis leikjum þeirra og Hollendinga (þar myndi þá muna aðeins einu marki). Stærri en tveggja marka sigur Ungverjalands myndi svo auðvitað sömuleiðis skila Ungverjum áfram, með Íslandi eða þá Hollandi ef Holland vinnur Portúgal. Ýmir Örn Gíslason glaðbeittur eftir sigurinn nauma gegn Hollandi. Sigurinn gerir að verkum að Ísland er með örlögin alfarið í eigin höndum.EPA-EFE/Tamas Kovacs Portúgal treystir á Ísland í dag Það var því sem sagt ekkert sérlega gott fyrir Ísland að Holland skyldi vinna óvænta 31-28 sigurinn á Ungverjalandi í fyrsta leik. Maður væri heldur ekki með hjartað í buxunum ef að Ungverjum hefði ekki tekist að vinna Portúgala með sigurmarki á lokasekúndunni. Jafntefli í þeim leik eða sigur Portúgals hefði þýtt að Ísland væri þegar komið áfram. Þess má svo geta að Vilhelm Neto, Retro Stefson bræður, og aðrir stuðningsmenn portúgalska landsliðsins treysta á sigur Íslands í dag. Sigri Ísland Ungverjaland þá á Portúgal nefnilega enn von og dugar raunar að vinna 2-3 marka sigur gegn Hollandi til að fylgja Íslandi áfram í milliriðlakeppnina.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Enski boltinn Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Fótbolti Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Körfubolti „Ástæðan fyrir því að við notuðum ólöglegan leikmann“ Fótbolti Fleiri fréttir Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Díana: „Vonandi verður þetta ævintýri lengra og skemmtilegra“ Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Létu Framkonur hafa fyrir hlutunum Uppgjör: Haukar - Selfoss 29-20 | Haukakonur áfram óstöðvandi á nýju ári Valskonur juku forskotið á toppnum í átta stig Dagur nýtti öll færin sín í Evrópudeildinni en strákar Guðjóns Vals töpuðu Sú markahæsta með 85 prósent skotnýtingu Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Uppselt á úrslitaleik næsta stórmóts Ísak á leið í atvinnumennsku Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum Dagur um stjórn HSÍ: Að velja mig ekki er bara allt í lagi Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans KA skellti í lás í seinni hálfleik og fór með sigur úr Skógarselinu Andri Már markahæstur í svekkjandi tapi Sjá meira