Rabbíni kastaði stól í gíslatökumanninn og gíslarnir flúðu Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2022 16:40 Fjórum gíslum var haldið í bænahúsinu í um tíu klukkustundir. AP/Brandon Wade Charlie Cytron-Walker, rabbíni, kastaði stól í gíslatökumann sem hélt honum og þremur öðrum í gíslingu í á laugardagskvöld. Við það tókst honum og tveimur öðrum að flýja undan manninum sem var vopnaður en þá hafði gíslatakan staðið yfir í um tíu klukkustundir í bænahúsi gyðinga í Colleyville í Texas. Eftir að þeir flúðu réðust lögregluþjónar til atlögu og skutu hinn 44 ára gamla Malik Faisal Akram til bana. Hann hefði sleppt einum gísl úr haldi nokkrum klukkustundum áður. Alríkislögregla Bandaríkjanna segir gíslatökuna vera hryðjuverk en Akram krafðist þess að Aafia Siddiqui yrði sleppt úr haldi. Hún er frá Pakistan og var dæmd fyrir tengsli við al-Qaida og fyrir að ætla að myrða bandaríska hermenn í Afganistan. Í viðtali við CBS Mornings sagði Cytron-Walker að hann hefði hleypt Akram inn í bænahúsið því hann hefði virst þurfa á aðstoð að halda. Rabbíninn sagði Akram ekki hafa ógnað neinum eða hagað sér grunsamlega, fyrr en hann tók upp byssu. Þá hefur AP fréttaveitan eftir Cytron-Walker að undir lokin hafi Akram verið orðinn mjög órólegur og ógnandi. Þá hafi rabbíninn kastað stólnum í hann og þau þrjú sem var þá haldið í gíslingu flúðu. Myndbönd sýndu hvernig þau hlupu út og að Akram kom á eftir þeim. Hann stoppaði þó í hurðinni, lokaði henni og farið aftur inn í bænahúsið. Skömmu síðar heyrðust skothljóð og sprenging. Akram er frá Bretlandi og hafði nýverið ferðast til Bandaríkjanna sem ferðamaður. Talið er að hann hafi keypt skammbyssuna sem hann var með á einkasölu, samkvæmt heimildum AP. Ekki er vitað af hverju hann vladi þetta bænahús en fangelsið sem Siddiqui afplánar dóm sinn í er þarna nærri. Akram var með síma sem hann notaði til að tala við aðra en samningamenn lögreglunnar á meðan á gíslatökunni stóð. Í kjölfar árásarinnar hefur lögreglan í Bretlandi handtekið tvo táninga vegna gíslatökunnar. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Unglingar í Manchester handteknir í tengslum við gíslatökuna í Texas Tveir unglingar í Manchester á Englandi voru handteknir af sérsveitarmönnum í gærkvöldi, grunaðir um tengsl við gíslatöku í bænahúsi gyðinga sem átti sér stað í Texas í Bandaríkjunum á laugardag. 17. janúar 2022 06:54 Gíslarnir lausir og byssumaðurinn látinn Bandaríska alríkislögreglan réðist inn í bænahús gyðinga Colleyville í nótt, tíu tímum eftir að maður tók fjóra einstaklinga þar í gíslingu. Byssumaðurinn er látinn en lögregla hefur ekki viljað gefa upp hvernig dauða hans bar að. 16. janúar 2022 07:47 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Eftir að þeir flúðu réðust lögregluþjónar til atlögu og skutu hinn 44 ára gamla Malik Faisal Akram til bana. Hann hefði sleppt einum gísl úr haldi nokkrum klukkustundum áður. Alríkislögregla Bandaríkjanna segir gíslatökuna vera hryðjuverk en Akram krafðist þess að Aafia Siddiqui yrði sleppt úr haldi. Hún er frá Pakistan og var dæmd fyrir tengsli við al-Qaida og fyrir að ætla að myrða bandaríska hermenn í Afganistan. Í viðtali við CBS Mornings sagði Cytron-Walker að hann hefði hleypt Akram inn í bænahúsið því hann hefði virst þurfa á aðstoð að halda. Rabbíninn sagði Akram ekki hafa ógnað neinum eða hagað sér grunsamlega, fyrr en hann tók upp byssu. Þá hefur AP fréttaveitan eftir Cytron-Walker að undir lokin hafi Akram verið orðinn mjög órólegur og ógnandi. Þá hafi rabbíninn kastað stólnum í hann og þau þrjú sem var þá haldið í gíslingu flúðu. Myndbönd sýndu hvernig þau hlupu út og að Akram kom á eftir þeim. Hann stoppaði þó í hurðinni, lokaði henni og farið aftur inn í bænahúsið. Skömmu síðar heyrðust skothljóð og sprenging. Akram er frá Bretlandi og hafði nýverið ferðast til Bandaríkjanna sem ferðamaður. Talið er að hann hafi keypt skammbyssuna sem hann var með á einkasölu, samkvæmt heimildum AP. Ekki er vitað af hverju hann vladi þetta bænahús en fangelsið sem Siddiqui afplánar dóm sinn í er þarna nærri. Akram var með síma sem hann notaði til að tala við aðra en samningamenn lögreglunnar á meðan á gíslatökunni stóð. Í kjölfar árásarinnar hefur lögreglan í Bretlandi handtekið tvo táninga vegna gíslatökunnar.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Unglingar í Manchester handteknir í tengslum við gíslatökuna í Texas Tveir unglingar í Manchester á Englandi voru handteknir af sérsveitarmönnum í gærkvöldi, grunaðir um tengsl við gíslatöku í bænahúsi gyðinga sem átti sér stað í Texas í Bandaríkjunum á laugardag. 17. janúar 2022 06:54 Gíslarnir lausir og byssumaðurinn látinn Bandaríska alríkislögreglan réðist inn í bænahús gyðinga Colleyville í nótt, tíu tímum eftir að maður tók fjóra einstaklinga þar í gíslingu. Byssumaðurinn er látinn en lögregla hefur ekki viljað gefa upp hvernig dauða hans bar að. 16. janúar 2022 07:47 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Unglingar í Manchester handteknir í tengslum við gíslatökuna í Texas Tveir unglingar í Manchester á Englandi voru handteknir af sérsveitarmönnum í gærkvöldi, grunaðir um tengsl við gíslatöku í bænahúsi gyðinga sem átti sér stað í Texas í Bandaríkjunum á laugardag. 17. janúar 2022 06:54
Gíslarnir lausir og byssumaðurinn látinn Bandaríska alríkislögreglan réðist inn í bænahús gyðinga Colleyville í nótt, tíu tímum eftir að maður tók fjóra einstaklinga þar í gíslingu. Byssumaðurinn er látinn en lögregla hefur ekki viljað gefa upp hvernig dauða hans bar að. 16. janúar 2022 07:47