Um þriðjungur Covid-smitaðra á Landspítala ekki inni vegna Covid Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. janúar 2022 19:31 17 eru með virkt smit á spítalanum og liggja þar inni beinlínis vegna Covid-veikinda sinna. Þá eru þar 14 sem hafa lokið einangrun en eru enn að ná sér eftir mikil veikindi. vísir/vilhelm Um þriðjungur þeirra sem liggja inni á Landspítala í einangrun með Covid-19 eru þar vegna annarra veikinda eða meiðsla. Nýtt spálíkan er væntanlegt frá spítalanum sem gæti orðið til þess að sóttvarnalæknir endurskoði samkomutakmarkanir. Síðustu daga hafa rúmlega 40 legið inni á Landspítala með Covid-19. Sá fjöldi hefur haldist nokkuð stöðugur síðustu vikuna. Margir sjúklinganna eru þó annað hvort búnir að afplána einangrun sína eða liggja hreinlega inni á spítalanum vegna annarra kvilla. Af þeim 45 sem lágu inni á spítalanum í morgun voru aðeins 31 með virkt smit en 14 sem höfðu lokið einangrun og voru enn að jafna sig á sýkingunni. 10 liggja þar smitaðir inni annarra veikinda en Covid og fjórir eru þar sem erfitt er að greina hvort séu beinlínis veikir vegna veirunnar eða af öðrum ástæðum. 17 liggja svo inni á spítalanum með virkt smit, beinlínis vegna Covid-veikinda sinna. 7 eru á gjörgæslu, þar af 2 í öndunarvél. Fimm þeirra hafa þegar lokið einangrun sinni. Gildi einu hvort sjúklingur í einangrun sé Covid-veikur eða ekki „Við erum að reyna að finna bestu leið til að setja fram upplýsingarnar þannig þær gagnist og það er auðvitað aðaltilgangur þeirra að vera gagnlegar til ákvarðanatöku,“ segir Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítala. Hún segir þó í raun gilda einu fyrir spítalann hvort sjúklingur sem liggi þar inni sé þar vegna Covid-veikinda sinna eða af öðrum ástæðum ef hann er á annað borð smitaður. Hildur Helgadóttir er verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítala.vísir/sigurjón „Nú er fólk bara að koma inn á bráðamóttöku út af alls konar málum allan sólarhringinn og er síðan að greinast við innlögn eða skömmu eftir innlögn. Það er þá á alls konar deildum sem hafa aldrei þurft að sýsla með Covid-sjúklinga sem þurfa þá að gera það. Og það er mjög mikið aukaálag,“ segir Hildur. Þannig þurfi tvöfaldan fjölda starfsmanna til að sinna fólki í einangrun á spítalanum og það geti verið enn erfiðara að sinna þeim vandamálum sem ollu innlögn þeirra þegar spítalastarfsmenn verði að sinna þeim í þar til gerðum hlífðarfatnaði og passa vel að smit berist ekki frá sjúklingnum annað á spítalann. Geti ekki byggt tillögur á orðrómi Sóttvarnalæknir segir að hann sé enn að átta sig á misræminu í tölum spítalans og eigi eftir að fá betri mynd af hversu alvarlegt ómíkron-afbrigðið sé í raun. „Það er það sem við erum að skoða. Og ég get ekki svarað því fyrr en ég fæ þessar tölur frá spítalanum. Það er svona ýmiss orðrómur í gangi en það er bara ekki nægilegt til að fara eitthvað að ræða um áætlanir og áform sem að byggja á því,“ segir Þórólfur Guðnason. Þórólfur Guðnason segir að þrettán hafi nú greinst með hið svokallaða omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hér á landi.Vísir/Vilhelm Hann tekur mið af tölum og spám spítalans þegar hann semur tillögur sínar að sóttvarnatakmörkunum. Innlagnahlutfall á spítala og gjörgæslu hefur farið niður á við síðustu vikur og er von á nýju spálíkani frá spítalanum í kvöld eða á morgun. Og sýni það mun skárri spá en síðasta líkan gæti Þórólfur lagt til að slakað yrði á takmörkunum á næstu dögum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Getur enn ekki sagt til um hversu alvarlegt ómíkron sé Allt bendir til að ómíkron-afbrigði veirunnar sé talsvert vægara en menn hafa reiknað með. Gjörgæsluinnlögnum fækkar dag frá degi á meðan fjöldi smitaðra stendur í stað. Sóttvarnalæknir vill þó enn stíga varlega til jarðar og segist ekki hafa nægar upplýsingar frá Landspítalanum um alvarleika veikinda. 17. janúar 2022 13:12 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Síðustu daga hafa rúmlega 40 legið inni á Landspítala með Covid-19. Sá fjöldi hefur haldist nokkuð stöðugur síðustu vikuna. Margir sjúklinganna eru þó annað hvort búnir að afplána einangrun sína eða liggja hreinlega inni á spítalanum vegna annarra kvilla. Af þeim 45 sem lágu inni á spítalanum í morgun voru aðeins 31 með virkt smit en 14 sem höfðu lokið einangrun og voru enn að jafna sig á sýkingunni. 10 liggja þar smitaðir inni annarra veikinda en Covid og fjórir eru þar sem erfitt er að greina hvort séu beinlínis veikir vegna veirunnar eða af öðrum ástæðum. 17 liggja svo inni á spítalanum með virkt smit, beinlínis vegna Covid-veikinda sinna. 7 eru á gjörgæslu, þar af 2 í öndunarvél. Fimm þeirra hafa þegar lokið einangrun sinni. Gildi einu hvort sjúklingur í einangrun sé Covid-veikur eða ekki „Við erum að reyna að finna bestu leið til að setja fram upplýsingarnar þannig þær gagnist og það er auðvitað aðaltilgangur þeirra að vera gagnlegar til ákvarðanatöku,“ segir Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítala. Hún segir þó í raun gilda einu fyrir spítalann hvort sjúklingur sem liggi þar inni sé þar vegna Covid-veikinda sinna eða af öðrum ástæðum ef hann er á annað borð smitaður. Hildur Helgadóttir er verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítala.vísir/sigurjón „Nú er fólk bara að koma inn á bráðamóttöku út af alls konar málum allan sólarhringinn og er síðan að greinast við innlögn eða skömmu eftir innlögn. Það er þá á alls konar deildum sem hafa aldrei þurft að sýsla með Covid-sjúklinga sem þurfa þá að gera það. Og það er mjög mikið aukaálag,“ segir Hildur. Þannig þurfi tvöfaldan fjölda starfsmanna til að sinna fólki í einangrun á spítalanum og það geti verið enn erfiðara að sinna þeim vandamálum sem ollu innlögn þeirra þegar spítalastarfsmenn verði að sinna þeim í þar til gerðum hlífðarfatnaði og passa vel að smit berist ekki frá sjúklingnum annað á spítalann. Geti ekki byggt tillögur á orðrómi Sóttvarnalæknir segir að hann sé enn að átta sig á misræminu í tölum spítalans og eigi eftir að fá betri mynd af hversu alvarlegt ómíkron-afbrigðið sé í raun. „Það er það sem við erum að skoða. Og ég get ekki svarað því fyrr en ég fæ þessar tölur frá spítalanum. Það er svona ýmiss orðrómur í gangi en það er bara ekki nægilegt til að fara eitthvað að ræða um áætlanir og áform sem að byggja á því,“ segir Þórólfur Guðnason. Þórólfur Guðnason segir að þrettán hafi nú greinst með hið svokallaða omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hér á landi.Vísir/Vilhelm Hann tekur mið af tölum og spám spítalans þegar hann semur tillögur sínar að sóttvarnatakmörkunum. Innlagnahlutfall á spítala og gjörgæslu hefur farið niður á við síðustu vikur og er von á nýju spálíkani frá spítalanum í kvöld eða á morgun. Og sýni það mun skárri spá en síðasta líkan gæti Þórólfur lagt til að slakað yrði á takmörkunum á næstu dögum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Getur enn ekki sagt til um hversu alvarlegt ómíkron sé Allt bendir til að ómíkron-afbrigði veirunnar sé talsvert vægara en menn hafa reiknað með. Gjörgæsluinnlögnum fækkar dag frá degi á meðan fjöldi smitaðra stendur í stað. Sóttvarnalæknir vill þó enn stíga varlega til jarðar og segist ekki hafa nægar upplýsingar frá Landspítalanum um alvarleika veikinda. 17. janúar 2022 13:12 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Getur enn ekki sagt til um hversu alvarlegt ómíkron sé Allt bendir til að ómíkron-afbrigði veirunnar sé talsvert vægara en menn hafa reiknað með. Gjörgæsluinnlögnum fækkar dag frá degi á meðan fjöldi smitaðra stendur í stað. Sóttvarnalæknir vill þó enn stíga varlega til jarðar og segist ekki hafa nægar upplýsingar frá Landspítalanum um alvarleika veikinda. 17. janúar 2022 13:12