„Súrrealískur“ Íslendingafans á Tenerife Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. janúar 2022 20:27 Athafnakonan og áhrifavaldurinn Birgitta Líf Björnsdóttir er ein hinna fjölmörgu Íslendinga sem dvalið hafa á Tenerife undanfarnar vikur. Stöð 2/Ragnar Visage Heimsferðir hafa nær aldrei selt fleiri jólaferðir til Tenerife og í fyrra en eyjan er jafnframt vinsælasti áfangastaður Play þessa stundina. Íslendingur á Tenerife lýsir staðnum sem algjörri Íslendinganýlendu. Þegar rennt er yfir samfélagsmiðla virðist sem nær annar hver Íslendingur hafi farið til Tenerife yfir jól og áramót - eða sé staddur á eyjunni þessa stundina. Færsla Ágústs Beinteins Árnasonar á TikTok hér fyrir neðan gefur ef til vill ákveðna vísbendingu um andrúmsloftið á Tenerife um jólin. @gustib_1 svona leit Tenerife út um jólin hahah go comment ef þið fóruð original sound - Gústi B Tenerife er vinsælasti áfangastaður Play þessa stundina en síðustu sex vikur, frá 1. desember til 15. janúar, seldi félagið 4000 flugsæti til eyjunnar. Mikill áhugi hefur einnig verið á Tenerife hjá Icelandair, sem flogið hefur 29 sinnum til og frá Tenerife á tímabilinu - þar af ellefu sinnum það sem af er janúar. Og Tenerife-áhugi Íslendinga gæti hæglega verið í hæstu hæðum en samkvæmt frétt Túrista flugu fleiri Íslendingar til Tenerife á seinni helmingi árs í fyrra en fyrir heimsfaraldur. Íslenska alls staðar Ingveldur Anna Sigurðardóttir varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins er stödd á Tenerife ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur verið þar í rúma viku og lætur ákaflega vel af dvölinni. Ingveldur Anna Sigurðardóttir er ánægð með dvölina á Tenerife. Ingveldur segir að ekki sé þverfótað fyrir Íslendingum á eyjunni. „Maður heyrir íslensku við sundlaugarbakkann, í fyrradag sátum við við hliðina á Íslendingum á veitingastað og við vorum í minigolfi áðan og þar voru að minnsta kosti 10-15 Íslendingar á undan okkur,“ segir Ingveldur. Í útlöndum komi það henni venjulega á óvart að rekast á Íslending. Sú sé alls ekki raunin á Tenerife um þessar mundir þar sem Íslendingarnir virðast rekast á hver annan. Og sækja sér vænan skammt af D-vítamíni í sólarleysinu sem landsmenn eru margir hverjir orðnir þreyttir á. „Þetta er svona annar heimavöllur okkar Íslendinga. Þetta er bara mjög súrrealískt.“ Spánn Íslendingar erlendis Ferðalög Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira
Þegar rennt er yfir samfélagsmiðla virðist sem nær annar hver Íslendingur hafi farið til Tenerife yfir jól og áramót - eða sé staddur á eyjunni þessa stundina. Færsla Ágústs Beinteins Árnasonar á TikTok hér fyrir neðan gefur ef til vill ákveðna vísbendingu um andrúmsloftið á Tenerife um jólin. @gustib_1 svona leit Tenerife út um jólin hahah go comment ef þið fóruð original sound - Gústi B Tenerife er vinsælasti áfangastaður Play þessa stundina en síðustu sex vikur, frá 1. desember til 15. janúar, seldi félagið 4000 flugsæti til eyjunnar. Mikill áhugi hefur einnig verið á Tenerife hjá Icelandair, sem flogið hefur 29 sinnum til og frá Tenerife á tímabilinu - þar af ellefu sinnum það sem af er janúar. Og Tenerife-áhugi Íslendinga gæti hæglega verið í hæstu hæðum en samkvæmt frétt Túrista flugu fleiri Íslendingar til Tenerife á seinni helmingi árs í fyrra en fyrir heimsfaraldur. Íslenska alls staðar Ingveldur Anna Sigurðardóttir varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins er stödd á Tenerife ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur verið þar í rúma viku og lætur ákaflega vel af dvölinni. Ingveldur Anna Sigurðardóttir er ánægð með dvölina á Tenerife. Ingveldur segir að ekki sé þverfótað fyrir Íslendingum á eyjunni. „Maður heyrir íslensku við sundlaugarbakkann, í fyrradag sátum við við hliðina á Íslendingum á veitingastað og við vorum í minigolfi áðan og þar voru að minnsta kosti 10-15 Íslendingar á undan okkur,“ segir Ingveldur. Í útlöndum komi það henni venjulega á óvart að rekast á Íslending. Sú sé alls ekki raunin á Tenerife um þessar mundir þar sem Íslendingarnir virðast rekast á hver annan. Og sækja sér vænan skammt af D-vítamíni í sólarleysinu sem landsmenn eru margir hverjir orðnir þreyttir á. „Þetta er svona annar heimavöllur okkar Íslendinga. Þetta er bara mjög súrrealískt.“
Spánn Íslendingar erlendis Ferðalög Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira