Biðtíminn styttist eitthvað en fyrri yfirlýsingar „alls ekki raunhæfar“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. janúar 2022 07:30 Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir Samhæfingastöðvar krabbameinsskimana, segir tölur um þátttöku í skimun árið 2021 ekki liggja fyrir. Hins vegar séu vísbendingar um að hún hafi aukist seinni part árs. Landspítalinn mun hefja rannsóknir á leghálssýnum um næstu mánaðamót. Yfirlæknir Samhæfingarstöð krabbameinsskimana segir biðtímann eftir svörum mögulega munu styttast en fyrirheit sem gefin voru þegar skimanirnar fluttust frá Krabbameinsfélaginu hafi ekki verið raunhæf. Rannsóknum leghálssýna er nú sinnt á Hvidovre-sjúkrahúsinu í Danmörku en eftir mikla gagnrýni heilbrigðisstarfsmanna og kvenna var ákveðið að flytja þær aftur heim. Landspítalinn hefur undirbúið að taka þær yfir og mun hefja greiningu helmings allra sýna fyrir mánaðamót. Á meðan unnið er að mönnun og þjálfun hér heima verður hinn helmingur sýnanna áfram rannsakaður í Danmörku. Gert er ráð fyrir að það fyrirkomulag muni vara hálft ár hið minnsta og í allt að ár. Þar sem sitthvor sýnaglösin eru notuð við rannsóknir á Landspítalanum og í Danmörku verður ákveðið fyrirfram hvert sýni frá ákveðnum stöðvum verða send. Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að þar sem margir kvensjúkdómalæknar eigi glös fyrir vélarnar sem notaðar hafa verið hér heima muni sýni frá þeim líklega verða rannsökuð hér. Það þýðir þá að sýni tekin á heilsugæslunni eru líklegri til að verða send út. Samkvæmt nýjustu upplýsingum er um helmingur allra sýna tekinn hjá kvensjúkdómalæknum og helmingur hjá heilsugæslunni. Þá færist það í vöxt, að sögn Ágústs, að konur leiti til heilsugæslunnar. Biðtíminn mun líklega styttast eitthvað Ágúst segir biðtímann líklega áfram verða svipaðan. Eftir mikil vandræði í kjölfar flutnings leghálsskimananna frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar sé hann búinn að vera nokkuð stöðugur frá því í haust og hafi verið um 40 dagar um áramót. „Það er ekki ólíklegt að þetta styttist um einhverja daga að meðaltalið því við spörum okkur flugið til Danmerkur,“ segir Ágúst um biðina eftir að Landspítalinn hefur alfarið tekið við verkefninu. Sýnum verði líklega skilað oftar til Landspítala og þá muni svör berast þaðan jafn óðum. Eins og sakir standa er fyrirkomulagið þannig að Samhæfingarstöðin safnar sýnum og sendir út á þriðjudögum. Rannsóknir ytra taka að meðaltali 7 til 10 daga, styttri tíma ef eingöngu er um að ræða HPV-greiningu en lengri tíma ef gera þarf frumurannsókn og jafnvel báðar rannsóknirnar. Svör berast frá Danmörku tvisvar í viku en þá er ótalinn sá tími sem það tekur heilsugæslustöðvarnar og kvensjúkdómlækna að koma sýnum til Samhæfingarstöðvarinnar. „Við sendum svörin frá okkur samdægurs eða daginn eftir,“ segir Ágúst en þess ber að geta að þar til nýlega komu svörin frá Danmörku við hjá landlæknisembættinu áður en þau skiluðu sér til Samhæfingarstöðvarinnar. Yfirlýsingar um 10 til 14 daga engan vegin raunhæfar Ágúst segir að ferlið verði „straumlínulagað“ eins og frekast er unnt en að yfirlýsingar fyrrverandi yfirlæknis Samhæfingarstöðvarinnar um 10 til 14 daga biðtíma, sem gefnar voru út þegar samið var við Hvidovre, muni ekki raungerast. „Það er alls ekki raunhæft,“ segir hann. Landspítalinn hefur greint frá því að hann geti gefið svar við HVP-greiningum á tveimur til þremur dögum en þá er aftur ótalinn sá tími sem það tekur að koma sýnunum til Samhæfingarstöðvarinnar. Unnið er að nýrri skimunarskrá en sú gamla verður í notkun þangað til. Nú er svarferlið þannig að Samhæfingarstöðin fær svörin beint frá Danmörku og sendir konum bréf með niðurstöðunni á island.is. Engin bréf eru send í pósti nema til að boða konur í skimun og minna þær á. Með tíð og tíma stendur til að birta niðurstöðurnar á heilsuvera.is en þar hefur kórónuveirufaraldurinn sett strik í reikninginn. Til stendur að ráðast í átak til að hvetja konur til að mæta í legháls- og brjóstaskimun en aðsóknin hefur verið langt undir viðmiðum. Konur fá, sem fyrr segir, áminningu í pósti og þá geta þær bókað tíma á sinni heilsugæslustöð í gegnum heilsuvera.is. Ágúst segir hins vegar standa til að opna upplýsingasíðu á vefsvæði Samhæfingarstöðvarinnar þar sem hægt verður að finna upplýsingar um hvar og hvenær er skimað, til að auðvelda konum að finna dag og tíma sem hentar þeim. Konur geta mætt í skimun á aðrar heilsugæslustöðvar en þeirra eigin og er frjálst að gera það ef það hentar betur en þá þarf að panta tíma símleiðis. Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Landspítalinn Kvenheilsa Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Rannsóknum leghálssýna er nú sinnt á Hvidovre-sjúkrahúsinu í Danmörku en eftir mikla gagnrýni heilbrigðisstarfsmanna og kvenna var ákveðið að flytja þær aftur heim. Landspítalinn hefur undirbúið að taka þær yfir og mun hefja greiningu helmings allra sýna fyrir mánaðamót. Á meðan unnið er að mönnun og þjálfun hér heima verður hinn helmingur sýnanna áfram rannsakaður í Danmörku. Gert er ráð fyrir að það fyrirkomulag muni vara hálft ár hið minnsta og í allt að ár. Þar sem sitthvor sýnaglösin eru notuð við rannsóknir á Landspítalanum og í Danmörku verður ákveðið fyrirfram hvert sýni frá ákveðnum stöðvum verða send. Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að þar sem margir kvensjúkdómalæknar eigi glös fyrir vélarnar sem notaðar hafa verið hér heima muni sýni frá þeim líklega verða rannsökuð hér. Það þýðir þá að sýni tekin á heilsugæslunni eru líklegri til að verða send út. Samkvæmt nýjustu upplýsingum er um helmingur allra sýna tekinn hjá kvensjúkdómalæknum og helmingur hjá heilsugæslunni. Þá færist það í vöxt, að sögn Ágústs, að konur leiti til heilsugæslunnar. Biðtíminn mun líklega styttast eitthvað Ágúst segir biðtímann líklega áfram verða svipaðan. Eftir mikil vandræði í kjölfar flutnings leghálsskimananna frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar sé hann búinn að vera nokkuð stöðugur frá því í haust og hafi verið um 40 dagar um áramót. „Það er ekki ólíklegt að þetta styttist um einhverja daga að meðaltalið því við spörum okkur flugið til Danmerkur,“ segir Ágúst um biðina eftir að Landspítalinn hefur alfarið tekið við verkefninu. Sýnum verði líklega skilað oftar til Landspítala og þá muni svör berast þaðan jafn óðum. Eins og sakir standa er fyrirkomulagið þannig að Samhæfingarstöðin safnar sýnum og sendir út á þriðjudögum. Rannsóknir ytra taka að meðaltali 7 til 10 daga, styttri tíma ef eingöngu er um að ræða HPV-greiningu en lengri tíma ef gera þarf frumurannsókn og jafnvel báðar rannsóknirnar. Svör berast frá Danmörku tvisvar í viku en þá er ótalinn sá tími sem það tekur heilsugæslustöðvarnar og kvensjúkdómlækna að koma sýnum til Samhæfingarstöðvarinnar. „Við sendum svörin frá okkur samdægurs eða daginn eftir,“ segir Ágúst en þess ber að geta að þar til nýlega komu svörin frá Danmörku við hjá landlæknisembættinu áður en þau skiluðu sér til Samhæfingarstöðvarinnar. Yfirlýsingar um 10 til 14 daga engan vegin raunhæfar Ágúst segir að ferlið verði „straumlínulagað“ eins og frekast er unnt en að yfirlýsingar fyrrverandi yfirlæknis Samhæfingarstöðvarinnar um 10 til 14 daga biðtíma, sem gefnar voru út þegar samið var við Hvidovre, muni ekki raungerast. „Það er alls ekki raunhæft,“ segir hann. Landspítalinn hefur greint frá því að hann geti gefið svar við HVP-greiningum á tveimur til þremur dögum en þá er aftur ótalinn sá tími sem það tekur að koma sýnunum til Samhæfingarstöðvarinnar. Unnið er að nýrri skimunarskrá en sú gamla verður í notkun þangað til. Nú er svarferlið þannig að Samhæfingarstöðin fær svörin beint frá Danmörku og sendir konum bréf með niðurstöðunni á island.is. Engin bréf eru send í pósti nema til að boða konur í skimun og minna þær á. Með tíð og tíma stendur til að birta niðurstöðurnar á heilsuvera.is en þar hefur kórónuveirufaraldurinn sett strik í reikninginn. Til stendur að ráðast í átak til að hvetja konur til að mæta í legháls- og brjóstaskimun en aðsóknin hefur verið langt undir viðmiðum. Konur fá, sem fyrr segir, áminningu í pósti og þá geta þær bókað tíma á sinni heilsugæslustöð í gegnum heilsuvera.is. Ágúst segir hins vegar standa til að opna upplýsingasíðu á vefsvæði Samhæfingarstöðvarinnar þar sem hægt verður að finna upplýsingar um hvar og hvenær er skimað, til að auðvelda konum að finna dag og tíma sem hentar þeim. Konur geta mætt í skimun á aðrar heilsugæslustöðvar en þeirra eigin og er frjálst að gera það ef það hentar betur en þá þarf að panta tíma símleiðis.
Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Landspítalinn Kvenheilsa Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira