Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 31-30 | Ísland með fullt hús stiga áfram Ingvi Þór Sæmundsson og Sindri Sverrisson skrifa 18. janúar 2022 18:40 Íslendingar fagna sigrinum gegn Ungverjum og fullu húsi stiga í B-riðli. EPA-EFE/Tamas Kovacs Ísland fer með fullt hús stiga í millriðla EM eftir þriðja sigur sinn. Spennan var svakaleg í Búdapest í dag þegar Ísland vann eins marks sigur á heimamönnum, 31-30. Leikurinn gegn Ungverjum varð sá spennutryllir sem búast mátti við og aldrei munaði meira en tveimur mörkum á liðunum. Íslendingar voru manni færri síðustu tvær mínúturnar en ekkert mark var skorað á þeim tíma. Björgvin Páll Gústavsson lokaði markinu, varði bæði vítakast og skot utan af velli, auk þess sem dæmd var lína á Ungverja í einni af lokasóknunum, og strákarnir okkar enduðu því B-riðilinn með fullt hús stiga. Danir næstir á dagskrá Þetta þýðir að Ísland tekur með sér tvö stig í milliriðilinn, þar sem bíða leikir við Danmörku, Frakkland, Króatíu og Svartfjallaland. Næsti leikur er við Danmörku á fimmtudaginn. Ungverjar eru úr leik en Ísland færði Portúgal líflínu og Portúgalar mæta nú Hollendingunum hans Erlings Richardssonar í úrslitaleik um að komast áfram með Íslandi. Ómar Ingi Magnússon var valinn maður leiksins af mótshöldurum.EPA-EFE/Tamas Kovacs Íslenska liðið hefði oft getað brotnað í þessum mikla spennuleik, fyrir framan troðfullt hús af tuttugu þúsund áhorfendum, og reyndar nokkur hundruð frábærum, íslenskum stuðningsmönnum. Bjarki blómstraði Það var helst í lokin sem að spennan virtist ætla að bera menn ofurliði og sóknarleikurinn var fullur af taugaveiklun á allra síðustu mínútunum, en Ungverjum tókst ekki að nýta sér það og eru því úr leik á meðan að Íslendingar njóta þess að spila áfram í Búdapest, að minnsta kosti fjóra leiki í viðbót. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði fjögur mörk gegn Ungverjum, öll í fyrri hálfleik.EPA-EFE/Tamas Kovacs HUNGARY OUT Ísland hafði frumkvæðið stóran hluta leiksins en eins og fyrr segir var munurinn aldrei mikill. Íslenska liðið náði strax í byrjun að kalla fram nokkuð sem hefur vantað hingað til í mótinu, ódýr mörk úr hraðaupphlaupum, en í staðinn átti vörnin erfitt með að loka á Ungverja sem nýttu sér vel línutröllið frábæra Bence Bánhidi. Björgvin Páll Gústavsson varði hins vegar vel skotin utan af velli, í gegnum allan leikinn, eins og reyndist svo dýrmætt í lokin. Ísland komst í 11-9 um miðjan fyrri hálfleik, með marki Bjarka Más Elíssonar úr hraðaupphlaupi en Bjarki átti frábæran leik eftir að hafa haft heldur hægt um sig á mótinu, og endaði markahæstur með 9 mörk úr 11 skotum. Aron Pálmarsson náði sér illa á strik í sóknarleiknum en kom Íslandi yfir, 17-16, með þrumuskoti og sínu fyrsta marki. Ungverjar jöfnuðu hins vegar metin í 17-17 á lokasekúndu galopins fyrri hálfleiks, þar sem varnartilþrif voru ekki höfð í hávegum. Dramatíkin allsráðandi í lokin Íslenska vörnin bakkaði nær sínu marki í seinni hálfleik og þrátt fyrir að hafa náð sér í þrjár brottvísanir á fyrstu tíu mínútum hans, þá fór að ganga betur að verjast Bánhidi og ungversku sókninni. Íslendingar fengu tvö tækifæri til að komast þremur mörkum yfir en í bæði skiptin fengu þeir hraðaupphlaupsmark í andlitið og óbærileg spennan hélt áfram. Ungverjar jöfnuðu metin í 25-25 á 45. mínútu og á þessum kafla virtist allt í lás í íslensku sókninni, þar til Aron hjó á hnútinn með dýrmætu marki. Ungverjar voru þó marki yfir, 27-26, þegar átta mínútur voru eftir en Bjarki skoraði þá tvö mörk í röð. Ungverjar náðu tvívegis að jafna metin en Íslandi tókst, þrátt fyrir alls konar fum og fát í sókninni, að kreista fram nógu mörg mörk á lokakaflanum til að innbyrða eins marks sigur. Stóru prófin bíða Ungverjar fengu engu að síður frábær tækifæri til að jafna metin, og taka þar með hugsanlega eitt stig af Íslandi fyrir milliriðlakeppnina, en með smáheppni og hæfileikum Björgvins endaði Ísland með fullkominn árangur í B-riðli. Nú bíða hins vegar stóru prófin, gegn þremur af allra bestu handboltaþjóðum heimsins. Hafi Íslendingar verið heppnir með riðil þá eru þeir nánast eins óheppnir og hugsast getur með þennan martraðarmilliriðil, þar sem fyrsti leikur er gegn heimsmeisturum Danmerkur á fimmtudaginn. Þar þarf Ísland heilsteyptari leik en það hefur sýnt hingað til á EM. EM karla í handbolta 2022
Ísland fer með fullt hús stiga í millriðla EM eftir þriðja sigur sinn. Spennan var svakaleg í Búdapest í dag þegar Ísland vann eins marks sigur á heimamönnum, 31-30. Leikurinn gegn Ungverjum varð sá spennutryllir sem búast mátti við og aldrei munaði meira en tveimur mörkum á liðunum. Íslendingar voru manni færri síðustu tvær mínúturnar en ekkert mark var skorað á þeim tíma. Björgvin Páll Gústavsson lokaði markinu, varði bæði vítakast og skot utan af velli, auk þess sem dæmd var lína á Ungverja í einni af lokasóknunum, og strákarnir okkar enduðu því B-riðilinn með fullt hús stiga. Danir næstir á dagskrá Þetta þýðir að Ísland tekur með sér tvö stig í milliriðilinn, þar sem bíða leikir við Danmörku, Frakkland, Króatíu og Svartfjallaland. Næsti leikur er við Danmörku á fimmtudaginn. Ungverjar eru úr leik en Ísland færði Portúgal líflínu og Portúgalar mæta nú Hollendingunum hans Erlings Richardssonar í úrslitaleik um að komast áfram með Íslandi. Ómar Ingi Magnússon var valinn maður leiksins af mótshöldurum.EPA-EFE/Tamas Kovacs Íslenska liðið hefði oft getað brotnað í þessum mikla spennuleik, fyrir framan troðfullt hús af tuttugu þúsund áhorfendum, og reyndar nokkur hundruð frábærum, íslenskum stuðningsmönnum. Bjarki blómstraði Það var helst í lokin sem að spennan virtist ætla að bera menn ofurliði og sóknarleikurinn var fullur af taugaveiklun á allra síðustu mínútunum, en Ungverjum tókst ekki að nýta sér það og eru því úr leik á meðan að Íslendingar njóta þess að spila áfram í Búdapest, að minnsta kosti fjóra leiki í viðbót. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði fjögur mörk gegn Ungverjum, öll í fyrri hálfleik.EPA-EFE/Tamas Kovacs HUNGARY OUT Ísland hafði frumkvæðið stóran hluta leiksins en eins og fyrr segir var munurinn aldrei mikill. Íslenska liðið náði strax í byrjun að kalla fram nokkuð sem hefur vantað hingað til í mótinu, ódýr mörk úr hraðaupphlaupum, en í staðinn átti vörnin erfitt með að loka á Ungverja sem nýttu sér vel línutröllið frábæra Bence Bánhidi. Björgvin Páll Gústavsson varði hins vegar vel skotin utan af velli, í gegnum allan leikinn, eins og reyndist svo dýrmætt í lokin. Ísland komst í 11-9 um miðjan fyrri hálfleik, með marki Bjarka Más Elíssonar úr hraðaupphlaupi en Bjarki átti frábæran leik eftir að hafa haft heldur hægt um sig á mótinu, og endaði markahæstur með 9 mörk úr 11 skotum. Aron Pálmarsson náði sér illa á strik í sóknarleiknum en kom Íslandi yfir, 17-16, með þrumuskoti og sínu fyrsta marki. Ungverjar jöfnuðu hins vegar metin í 17-17 á lokasekúndu galopins fyrri hálfleiks, þar sem varnartilþrif voru ekki höfð í hávegum. Dramatíkin allsráðandi í lokin Íslenska vörnin bakkaði nær sínu marki í seinni hálfleik og þrátt fyrir að hafa náð sér í þrjár brottvísanir á fyrstu tíu mínútum hans, þá fór að ganga betur að verjast Bánhidi og ungversku sókninni. Íslendingar fengu tvö tækifæri til að komast þremur mörkum yfir en í bæði skiptin fengu þeir hraðaupphlaupsmark í andlitið og óbærileg spennan hélt áfram. Ungverjar jöfnuðu metin í 25-25 á 45. mínútu og á þessum kafla virtist allt í lás í íslensku sókninni, þar til Aron hjó á hnútinn með dýrmætu marki. Ungverjar voru þó marki yfir, 27-26, þegar átta mínútur voru eftir en Bjarki skoraði þá tvö mörk í röð. Ungverjar náðu tvívegis að jafna metin en Íslandi tókst, þrátt fyrir alls konar fum og fát í sókninni, að kreista fram nógu mörg mörk á lokakaflanum til að innbyrða eins marks sigur. Stóru prófin bíða Ungverjar fengu engu að síður frábær tækifæri til að jafna metin, og taka þar með hugsanlega eitt stig af Íslandi fyrir milliriðlakeppnina, en með smáheppni og hæfileikum Björgvins endaði Ísland með fullkominn árangur í B-riðli. Nú bíða hins vegar stóru prófin, gegn þremur af allra bestu handboltaþjóðum heimsins. Hafi Íslendingar verið heppnir með riðil þá eru þeir nánast eins óheppnir og hugsast getur með þennan martraðarmilliriðil, þar sem fyrsti leikur er gegn heimsmeisturum Danmerkur á fimmtudaginn. Þar þarf Ísland heilsteyptari leik en það hefur sýnt hingað til á EM.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti