Birti eina af síðustu myndunum af Betty White sem hefði orðið hundrað ára Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. janúar 2022 08:01 Hér má sjá myndina sem aðstoðarkona White birti á Facebook í fyrradag, í tilefni þess að White hefði fagnað hundrað ára afmæli sínu. Facebook/Betty White Aðstoðarkona Betty White heitinnar, bandarísku leikkonunnar sem lést síðastliðinn gamlársdag, birti í fyrradag mynd sem hún sagði vera meðal þeirra síðustu sem teknar voru af leikkonunni. Myndina birti hún í tilefni þess að White hefði fagnað hundrað ára afmæli í gær. „Halló allir! Þetta er Kiersten, aðstoðarkona Betty. Á þessum sérstaka degi langaði mig til þess að deila þessari mynd af Betty. Hún var tekin 20. desember 2021. Ég held að þetta sé ein af síðustu myndum sem tekin var af henni. Hún var geislandi, falleg og hamingjusöm að vanda. Þakkir til ykkar allra sem gerið fallega hluti í dag og alla daga, til þess að gera heiminn að betri stað.“ Svona hljóðaði færsla sem birtist á opinberum Facebook-reikningi leikkonunnar sálugu, sem var ein sú allra vinsælasta í Hollywood. Í kjölfar andláts White flykktist samstarfsfólk hennar úr kvikmyndum og margir fleiri á samfélagsmiðla til að minnast hennar. Sagði skopskynið lykilinn að langlífi og hamingju White var einna þekktust fyrir að vera ein af The Golden Girls og fyrir hlutverk sitt í Hot in Cleveland. Yngri sjónvarpsunnendur muna mögulega eftir henni í óborganlegum hlutverkum í þáttaröðunum That '70 Show og Boston Legal. Leikkonan var elskuð og dáð af öllum sem hana þekktu og stundum kölluð „gullstúlkan með gullhjartað“. White hlaut sína fyrstu Emmy-tilnefningu árið 1951 og hlaut tvær í viðbót fyrir hlutverk sitt í The Mary Tyler Moore Show. Hún sló svo í gegn sem ein af The Golden Girls og lék í þáttunum frá 1985 til 1992. Í kringum aldamótin náði White til yngri áhorfenda sem Bea Sigurdson í That '70 Show og sem Catherine Piper í Boston Legal. Þá lék hún í myndinni The Proposal með Söndru Bullock og Ryan Reynolds. White var á löngum ferli tilnefnd til alls 21 Emmy-verðlauna og hlaut mörg önnur. Hún sagði í samtali við People í janúar síðastliðnum að skopskyn væri lykillinn að löngu og hamingjuríku lífi. Hollywood Mest lesið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið Fleiri fréttir Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sjá meira
„Halló allir! Þetta er Kiersten, aðstoðarkona Betty. Á þessum sérstaka degi langaði mig til þess að deila þessari mynd af Betty. Hún var tekin 20. desember 2021. Ég held að þetta sé ein af síðustu myndum sem tekin var af henni. Hún var geislandi, falleg og hamingjusöm að vanda. Þakkir til ykkar allra sem gerið fallega hluti í dag og alla daga, til þess að gera heiminn að betri stað.“ Svona hljóðaði færsla sem birtist á opinberum Facebook-reikningi leikkonunnar sálugu, sem var ein sú allra vinsælasta í Hollywood. Í kjölfar andláts White flykktist samstarfsfólk hennar úr kvikmyndum og margir fleiri á samfélagsmiðla til að minnast hennar. Sagði skopskynið lykilinn að langlífi og hamingju White var einna þekktust fyrir að vera ein af The Golden Girls og fyrir hlutverk sitt í Hot in Cleveland. Yngri sjónvarpsunnendur muna mögulega eftir henni í óborganlegum hlutverkum í þáttaröðunum That '70 Show og Boston Legal. Leikkonan var elskuð og dáð af öllum sem hana þekktu og stundum kölluð „gullstúlkan með gullhjartað“. White hlaut sína fyrstu Emmy-tilnefningu árið 1951 og hlaut tvær í viðbót fyrir hlutverk sitt í The Mary Tyler Moore Show. Hún sló svo í gegn sem ein af The Golden Girls og lék í þáttunum frá 1985 til 1992. Í kringum aldamótin náði White til yngri áhorfenda sem Bea Sigurdson í That '70 Show og sem Catherine Piper í Boston Legal. Þá lék hún í myndinni The Proposal með Söndru Bullock og Ryan Reynolds. White var á löngum ferli tilnefnd til alls 21 Emmy-verðlauna og hlaut mörg önnur. Hún sagði í samtali við People í janúar síðastliðnum að skopskyn væri lykillinn að löngu og hamingjuríku lífi.
Hollywood Mest lesið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið Fleiri fréttir Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sjá meira