Skýrsla Henrys: Guttarnir hans Gumma orðnir fullorðnir Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. janúar 2022 21:30 Strákarnir okkar voru algjörlega geggjaðir í kvöld. vísir/epa Maður hefur upplifað margt á mörgum stórmótum með landsliðinu en að rota Ungverja fyrir framan 20 þúsund manns og senda þá í frí á meðan Ísland fer með tvö stig í milliriðil er með því skemmtilegra. Þvílíkt kvöld í Búdapest! Guðmundur Guðmundsson sagði fyrir þremur árum að hann ætlaði sér að koma þessu liði í topp átta á næstu þremur árum og hann er á góðri leið með að standa við það. Gummi er auðvitað refur í faginu og vildi flagga því sem minnst í aðdragandanum ef illa færi. Hann má aftur á móti stæra sig af því núna. Þetta er orðið alvöru lið hjá honum. Sóknarleikurinn sem síðan hefur verið boðið upp á er algjört konfekt. Nú veit ég ekki hversu vel stemningin í höllinni skilar sér í gegnum sjónvarpið en hún var rosaleg. Strákarnir voru bókstaflega í gini ljónsins. Í miðju gininu stóðu þeir yfirvegaðir, agaðir og bara svalir. Djöfulsins töffarar sem hafa bullandi trú á sér og það var ekkert að fara að stöðva þá. Það er andlegur styrkur í þessu liði sem hefur vantað. Liðið klárar jafna leiki og heldur haus. Þroskinn er kominn. Þetta eru ekki einhverjir guttar lengur. Þetta eru bara alvöru menn. Á síðustu árum hafa menn bara horft á Aron þegar allt er undir. Hann átti bara að redda málunum. Þannig er þetta ekki lengur. Aron átti ekki sinn besta dag en aðrir stíga upp og taka af skarið. Það er mjög fallegt að sjá og segir heilmikið um þróun liðsins. Ómar Ingi Magnússon mætti á mótið undir pressu. Stóðst hana vel í fyrsta leik en gaf svo eftir gegn Hollandi. Það var svo fallegt að sjá hann blómstra í kvöld. Hann kom að níu mörkum í fyrri hálfleik og þrettán í heildina. Magnaður. Gísli Þorgeir er eins og eimreið. Veður í allt og óttast ekkert. Leggur allt undir og lekur af honum sjálfstraustið. Þó svo Aron væri ekki að finna sig algjörlega þá var gaman að sjá hann peppa félaga sína og sinna fyrirliðaskyldunni af þroska. Hornamennirnir okkar Bjarki og Sigvaldi eru síðan svo pottþéttir að maður getur sinnt alls konar verkefnum þegar þeir komast í færi. Þú veist bara að það endar með marki. Þvílíkir fagmenn. Jaxlarnir í vörninni - Ýmir, Elvar og Elliði - eru síðan svo miklir stríðsmenn. Stundum lítur þetta út eins og strákar í 5. flokki að spila við meistaraflokksmenn en þeir gefa aldrei eftir og finna lausnir. Gerðu það í kvöld enn og aftur. Risahjarta í þessum strákum. Svo er það þjóðargersemin Björgvin Páll Gústavsson. Þjóðin elskar ekkert meira en stórmóta-Bjögga. Hann blómstraði einn ganginn enn á hárréttum tíma. Ótrúlegt eintak. Strákarnir okkar stóðust stóra prófið. Nú fær liðið að máta sig við enn betri lið og það verður ákaflega áhugavert að sjá hvar við stöndum í þeim samanburði. Að liðið hafi síðan staðist þetta próf í Ungverjalandi gegn Ungverjum er sinnepið á pylsuna. Við náum aldrei fullum hefndum fyrir tapið á ÓL 2012 en að henda þeim út úr mótinu á þeirra heimavelli hlýtur að vera sárt fyrir þá. Nú vita þeir hvernig Íslendingum leið á HM 1995. EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Twitter bregst við sigrinum: „Haltu kjafti hvað þetta var geggjað!“ Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu unnu gríðarlega mikilvægan eins marks sigur gegn Ungverjum í lokaleik riðlakeppninnar á EM í handbolta í kvöld og taka því tvö stig með sér í milliriðil. Stuðningsmenn liðsins létu vel í sér heyra á samfélagsmiðlinum Twitter. 18. janúar 2022 19:21 Topparnir í tölfræðinni á móti Ungverjum: Bjarki og auðveldu mörkin í leitirnar Bjarki Már Elísson fékk að vera með á móti Ungverjum í kvöld og það munaði miklu um að vera með báða hornamennina virka. Björgvin Páll varði marga mikilvæga bolta í lokin. 18. janúar 2022 19:03 Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 31-30 | Ísland með fullt hús stiga áfram Ísland fer með fullt hús stiga í millriðla EM eftir þriðja sigur sinn. Spennan var svakaleg í Búdapest í dag þegar Ísland vann eins marks sigur á heimamönnum, 31-30. 18. janúar 2022 18:40 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson sagði fyrir þremur árum að hann ætlaði sér að koma þessu liði í topp átta á næstu þremur árum og hann er á góðri leið með að standa við það. Gummi er auðvitað refur í faginu og vildi flagga því sem minnst í aðdragandanum ef illa færi. Hann má aftur á móti stæra sig af því núna. Þetta er orðið alvöru lið hjá honum. Sóknarleikurinn sem síðan hefur verið boðið upp á er algjört konfekt. Nú veit ég ekki hversu vel stemningin í höllinni skilar sér í gegnum sjónvarpið en hún var rosaleg. Strákarnir voru bókstaflega í gini ljónsins. Í miðju gininu stóðu þeir yfirvegaðir, agaðir og bara svalir. Djöfulsins töffarar sem hafa bullandi trú á sér og það var ekkert að fara að stöðva þá. Það er andlegur styrkur í þessu liði sem hefur vantað. Liðið klárar jafna leiki og heldur haus. Þroskinn er kominn. Þetta eru ekki einhverjir guttar lengur. Þetta eru bara alvöru menn. Á síðustu árum hafa menn bara horft á Aron þegar allt er undir. Hann átti bara að redda málunum. Þannig er þetta ekki lengur. Aron átti ekki sinn besta dag en aðrir stíga upp og taka af skarið. Það er mjög fallegt að sjá og segir heilmikið um þróun liðsins. Ómar Ingi Magnússon mætti á mótið undir pressu. Stóðst hana vel í fyrsta leik en gaf svo eftir gegn Hollandi. Það var svo fallegt að sjá hann blómstra í kvöld. Hann kom að níu mörkum í fyrri hálfleik og þrettán í heildina. Magnaður. Gísli Þorgeir er eins og eimreið. Veður í allt og óttast ekkert. Leggur allt undir og lekur af honum sjálfstraustið. Þó svo Aron væri ekki að finna sig algjörlega þá var gaman að sjá hann peppa félaga sína og sinna fyrirliðaskyldunni af þroska. Hornamennirnir okkar Bjarki og Sigvaldi eru síðan svo pottþéttir að maður getur sinnt alls konar verkefnum þegar þeir komast í færi. Þú veist bara að það endar með marki. Þvílíkir fagmenn. Jaxlarnir í vörninni - Ýmir, Elvar og Elliði - eru síðan svo miklir stríðsmenn. Stundum lítur þetta út eins og strákar í 5. flokki að spila við meistaraflokksmenn en þeir gefa aldrei eftir og finna lausnir. Gerðu það í kvöld enn og aftur. Risahjarta í þessum strákum. Svo er það þjóðargersemin Björgvin Páll Gústavsson. Þjóðin elskar ekkert meira en stórmóta-Bjögga. Hann blómstraði einn ganginn enn á hárréttum tíma. Ótrúlegt eintak. Strákarnir okkar stóðust stóra prófið. Nú fær liðið að máta sig við enn betri lið og það verður ákaflega áhugavert að sjá hvar við stöndum í þeim samanburði. Að liðið hafi síðan staðist þetta próf í Ungverjalandi gegn Ungverjum er sinnepið á pylsuna. Við náum aldrei fullum hefndum fyrir tapið á ÓL 2012 en að henda þeim út úr mótinu á þeirra heimavelli hlýtur að vera sárt fyrir þá. Nú vita þeir hvernig Íslendingum leið á HM 1995.
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Twitter bregst við sigrinum: „Haltu kjafti hvað þetta var geggjað!“ Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu unnu gríðarlega mikilvægan eins marks sigur gegn Ungverjum í lokaleik riðlakeppninnar á EM í handbolta í kvöld og taka því tvö stig með sér í milliriðil. Stuðningsmenn liðsins létu vel í sér heyra á samfélagsmiðlinum Twitter. 18. janúar 2022 19:21 Topparnir í tölfræðinni á móti Ungverjum: Bjarki og auðveldu mörkin í leitirnar Bjarki Már Elísson fékk að vera með á móti Ungverjum í kvöld og það munaði miklu um að vera með báða hornamennina virka. Björgvin Páll varði marga mikilvæga bolta í lokin. 18. janúar 2022 19:03 Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 31-30 | Ísland með fullt hús stiga áfram Ísland fer með fullt hús stiga í millriðla EM eftir þriðja sigur sinn. Spennan var svakaleg í Búdapest í dag þegar Ísland vann eins marks sigur á heimamönnum, 31-30. 18. janúar 2022 18:40 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur Sjá meira
Twitter bregst við sigrinum: „Haltu kjafti hvað þetta var geggjað!“ Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu unnu gríðarlega mikilvægan eins marks sigur gegn Ungverjum í lokaleik riðlakeppninnar á EM í handbolta í kvöld og taka því tvö stig með sér í milliriðil. Stuðningsmenn liðsins létu vel í sér heyra á samfélagsmiðlinum Twitter. 18. janúar 2022 19:21
Topparnir í tölfræðinni á móti Ungverjum: Bjarki og auðveldu mörkin í leitirnar Bjarki Már Elísson fékk að vera með á móti Ungverjum í kvöld og það munaði miklu um að vera með báða hornamennina virka. Björgvin Páll varði marga mikilvæga bolta í lokin. 18. janúar 2022 19:03
Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 31-30 | Ísland með fullt hús stiga áfram Ísland fer með fullt hús stiga í millriðla EM eftir þriðja sigur sinn. Spennan var svakaleg í Búdapest í dag þegar Ísland vann eins marks sigur á heimamönnum, 31-30. 18. janúar 2022 18:40