Elín Oddný skorar Líf á hólm Atli Ísleifsson skrifar 19. janúar 2022 08:01 Undanfarið kjörtímabil hefur Elín Oddný Sigurðardóttir verið varaborgarfulltrúi og hefur meðal annars verið varaformaður velferðarráðs, fulltúi í skóla-og frístundaráði og menningar- íþrótta og tómstundaráði Aðsend Elín Oddný Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi í Reykjavík, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti í forvali Vinstri grænna í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosninga. Líf Magneudóttir borgarfulltrúi skipaði fyrsta sæti listans í síðustu kosningunum og tilkynnti í gær að hún gæfi áfram kost á sér til að leiða listann. Fyrr í vikunni var ákveðið að efna til forvals um þrjú efstu sætin á lista flokksins fyrir borgarstjórnarkostningarnar í vor. Í tilkynningu frá Elínu Oddnýju segir að hún sé 42 ára gömul og búsett í Háaleitishverfi ásamt eiginmanni sínum Haraldi Vigni Sveinbjörnssyni tónlistarmanni og börnunum þeirra tveimur. „Elín Oddný er með meistaragráðu í félags- og kynjafræði frá Háskólanum í Lundi, Svíþjóð og er auk þess framhaldsskólakennari að mennt. Hún hefur lengi verið virk í starfi Vinstri grænna, bæði í Reykjavík og á landsvísu. Hún hefur gengt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Vinstri græn síðastliðin 17 ár. Meðal annars embætti ritara Vinstri grænna og formanns Ungra Vinstri grænna í Reykjavík og situr nú í stjórn hreyfingarinnar á landsvísu. Undanfarið kjörtímabil hefur Elín Oddný verið varaborgarfulltrúi og hefur m.a verið varaformaður velferðarráðs, fulltúi í skóla-og frístundaráði og menningar- íþrótta og tómstundaráði,“ segir í tilkynningunni. Bréf Elínar Oddnýjar Sigurðardóttur til flokksmanna: Kæru félagar! Ég býð mig fram í til að leiða lista Vinstri grænna í komandi borgarstjórnarkosningum. Borgarmálin hafa átt hug minn allan frá því að ég tók fyrst sæti sem varamaður í Velferðarráði Reykjavíkurborgar fyrir fimmtán árum síðan. Mín hugsjón er hefur ávallt verið skýr: að vinna í þágu velferðar allra borgarbúa í víðasta skilningi þess hugtaks. Velferðarmál, kvenfrelsi, húsnæðismál, menntun og velferð barna ásamt mannréttindum jaðarsettra hópa hafa ávallt verið mér hugleikin. Eins hvernig við sköpum mannvæna, græna og lýðræðislega menningarborg fyrir komandi kynslóðir. Ég hef ávallt haft það að leiðarljósi í mínum störfum að það eru ekki alltaf þeir sem eru í mestri þörf hverju sinni sem hafa hæstu röddina. Ég mun halda áfram að berjast af fullum heilindum fyrir bættu samfélagi. Halda þarf áfram að byggja upp félagslegt leiguhúsnæði og vinna að samfélagi þar sem fátækt barna og jaðarsetning fólks verður ekki liðin. Þjónustugreiðslur sem tryggja fátækustu börnunum í borginni leikskóladvöl, skólamat og frístund var vissulega mikilvægt skref - en nú þarf að stíga það til fulls, tryggja öllum börnum aðgang að skóla- og frístundastarfi óháð efnahag foreldra og brúa billið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Ég mun vinna að jafnrétti og berjast gegn kynbundnu ofbeldi. Byggjum upp öflugar almenningssamgöngur og flýtum uppbyggingu borgarlínu, fjölgum hjólastígum, grænum svæðum og vinnum áfram að húsnæðisuppbyggingu í sátt við umhverfið og íbúana. Ég óska eftir ykkar stuðningi til að halda áfram þeim brýnu verkefnum sem framundan eru við að gera Reykjavík að manneskjulegri velferðarborg þar sem öll fái lifað með reisn. Ég óska eftir stuðningi ykkar í fyrsta sætið í forvali Vinstri grænna í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor Með vinsemd og virðingu, Elín Oddný Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna. Vinstri græn Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Líf gefur áfram kost á sér í oddvitasætið Líf Magneudóttir ætlar aftur að gefa kost á sér í oddvitasæti Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Líf hefur verið borgarfulltrúi flokksins og áður varaborgarfulltrúi frá árinu 2014. 18. janúar 2022 17:26 Vinstri græn efna til forvals um þrjú efstu sætin Vinstri græn hafa ákveðið að efna til forvals um þrjú efstu sætin á lista flokksins fyrir borgarstjórnarkostningarnar í vor. Þetta var ákveðið á félagsfundi VG í gærkvöldi. 18. janúar 2022 10:11 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Sjá meira
Líf Magneudóttir borgarfulltrúi skipaði fyrsta sæti listans í síðustu kosningunum og tilkynnti í gær að hún gæfi áfram kost á sér til að leiða listann. Fyrr í vikunni var ákveðið að efna til forvals um þrjú efstu sætin á lista flokksins fyrir borgarstjórnarkostningarnar í vor. Í tilkynningu frá Elínu Oddnýju segir að hún sé 42 ára gömul og búsett í Háaleitishverfi ásamt eiginmanni sínum Haraldi Vigni Sveinbjörnssyni tónlistarmanni og börnunum þeirra tveimur. „Elín Oddný er með meistaragráðu í félags- og kynjafræði frá Háskólanum í Lundi, Svíþjóð og er auk þess framhaldsskólakennari að mennt. Hún hefur lengi verið virk í starfi Vinstri grænna, bæði í Reykjavík og á landsvísu. Hún hefur gengt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Vinstri græn síðastliðin 17 ár. Meðal annars embætti ritara Vinstri grænna og formanns Ungra Vinstri grænna í Reykjavík og situr nú í stjórn hreyfingarinnar á landsvísu. Undanfarið kjörtímabil hefur Elín Oddný verið varaborgarfulltrúi og hefur m.a verið varaformaður velferðarráðs, fulltúi í skóla-og frístundaráði og menningar- íþrótta og tómstundaráði,“ segir í tilkynningunni. Bréf Elínar Oddnýjar Sigurðardóttur til flokksmanna: Kæru félagar! Ég býð mig fram í til að leiða lista Vinstri grænna í komandi borgarstjórnarkosningum. Borgarmálin hafa átt hug minn allan frá því að ég tók fyrst sæti sem varamaður í Velferðarráði Reykjavíkurborgar fyrir fimmtán árum síðan. Mín hugsjón er hefur ávallt verið skýr: að vinna í þágu velferðar allra borgarbúa í víðasta skilningi þess hugtaks. Velferðarmál, kvenfrelsi, húsnæðismál, menntun og velferð barna ásamt mannréttindum jaðarsettra hópa hafa ávallt verið mér hugleikin. Eins hvernig við sköpum mannvæna, græna og lýðræðislega menningarborg fyrir komandi kynslóðir. Ég hef ávallt haft það að leiðarljósi í mínum störfum að það eru ekki alltaf þeir sem eru í mestri þörf hverju sinni sem hafa hæstu röddina. Ég mun halda áfram að berjast af fullum heilindum fyrir bættu samfélagi. Halda þarf áfram að byggja upp félagslegt leiguhúsnæði og vinna að samfélagi þar sem fátækt barna og jaðarsetning fólks verður ekki liðin. Þjónustugreiðslur sem tryggja fátækustu börnunum í borginni leikskóladvöl, skólamat og frístund var vissulega mikilvægt skref - en nú þarf að stíga það til fulls, tryggja öllum börnum aðgang að skóla- og frístundastarfi óháð efnahag foreldra og brúa billið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Ég mun vinna að jafnrétti og berjast gegn kynbundnu ofbeldi. Byggjum upp öflugar almenningssamgöngur og flýtum uppbyggingu borgarlínu, fjölgum hjólastígum, grænum svæðum og vinnum áfram að húsnæðisuppbyggingu í sátt við umhverfið og íbúana. Ég óska eftir ykkar stuðningi til að halda áfram þeim brýnu verkefnum sem framundan eru við að gera Reykjavík að manneskjulegri velferðarborg þar sem öll fái lifað með reisn. Ég óska eftir stuðningi ykkar í fyrsta sætið í forvali Vinstri grænna í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor Með vinsemd og virðingu, Elín Oddný Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna.
Bréf Elínar Oddnýjar Sigurðardóttur til flokksmanna: Kæru félagar! Ég býð mig fram í til að leiða lista Vinstri grænna í komandi borgarstjórnarkosningum. Borgarmálin hafa átt hug minn allan frá því að ég tók fyrst sæti sem varamaður í Velferðarráði Reykjavíkurborgar fyrir fimmtán árum síðan. Mín hugsjón er hefur ávallt verið skýr: að vinna í þágu velferðar allra borgarbúa í víðasta skilningi þess hugtaks. Velferðarmál, kvenfrelsi, húsnæðismál, menntun og velferð barna ásamt mannréttindum jaðarsettra hópa hafa ávallt verið mér hugleikin. Eins hvernig við sköpum mannvæna, græna og lýðræðislega menningarborg fyrir komandi kynslóðir. Ég hef ávallt haft það að leiðarljósi í mínum störfum að það eru ekki alltaf þeir sem eru í mestri þörf hverju sinni sem hafa hæstu röddina. Ég mun halda áfram að berjast af fullum heilindum fyrir bættu samfélagi. Halda þarf áfram að byggja upp félagslegt leiguhúsnæði og vinna að samfélagi þar sem fátækt barna og jaðarsetning fólks verður ekki liðin. Þjónustugreiðslur sem tryggja fátækustu börnunum í borginni leikskóladvöl, skólamat og frístund var vissulega mikilvægt skref - en nú þarf að stíga það til fulls, tryggja öllum börnum aðgang að skóla- og frístundastarfi óháð efnahag foreldra og brúa billið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Ég mun vinna að jafnrétti og berjast gegn kynbundnu ofbeldi. Byggjum upp öflugar almenningssamgöngur og flýtum uppbyggingu borgarlínu, fjölgum hjólastígum, grænum svæðum og vinnum áfram að húsnæðisuppbyggingu í sátt við umhverfið og íbúana. Ég óska eftir ykkar stuðningi til að halda áfram þeim brýnu verkefnum sem framundan eru við að gera Reykjavík að manneskjulegri velferðarborg þar sem öll fái lifað með reisn. Ég óska eftir stuðningi ykkar í fyrsta sætið í forvali Vinstri grænna í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor Með vinsemd og virðingu, Elín Oddný Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna.
Vinstri græn Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Líf gefur áfram kost á sér í oddvitasætið Líf Magneudóttir ætlar aftur að gefa kost á sér í oddvitasæti Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Líf hefur verið borgarfulltrúi flokksins og áður varaborgarfulltrúi frá árinu 2014. 18. janúar 2022 17:26 Vinstri græn efna til forvals um þrjú efstu sætin Vinstri græn hafa ákveðið að efna til forvals um þrjú efstu sætin á lista flokksins fyrir borgarstjórnarkostningarnar í vor. Þetta var ákveðið á félagsfundi VG í gærkvöldi. 18. janúar 2022 10:11 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Sjá meira
Líf gefur áfram kost á sér í oddvitasætið Líf Magneudóttir ætlar aftur að gefa kost á sér í oddvitasæti Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Líf hefur verið borgarfulltrúi flokksins og áður varaborgarfulltrúi frá árinu 2014. 18. janúar 2022 17:26
Vinstri græn efna til forvals um þrjú efstu sætin Vinstri græn hafa ákveðið að efna til forvals um þrjú efstu sætin á lista flokksins fyrir borgarstjórnarkostningarnar í vor. Þetta var ákveðið á félagsfundi VG í gærkvöldi. 18. janúar 2022 10:11