Curry svarar þeim sem segja hann hafa eyðilagt körfuboltann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. janúar 2022 15:01 Stephen Curry í leik Golden State Warriors og Detroit Pistons þar sem hann skoraði átján stig. epa/JOHN G. MABANGLO Stephen Curry hefur litlar áhyggjur af umkvörtunum þeirra sem segja að hann hafi eyðilagt körfuboltann með leikstíl sínum. Curry er einn af áhrifamestu körfuboltamönnum allra tíma en hann er nokkurs konar andlit þriggja stiga byltingarinnar sem hefur yfirtekið NBA-deildina á undanförnum árum. Ekki eru þó allir sáttir með þessa breytingu á leiknum, sérstaklega ekki þeir eldri og íhaldssamari. „Stundum er ég merktur í einhverjar færslur á samfélagsmiðlum þar sem ég er sagður hafa skemmt leikinn,“ sagði Curry í viðtali við The Athletic. „Allir sem vita eitthvað um körfubolta vita hvar ég stend í þeim málum. Þetta er frábær leið til að spila leikinn. Þetta opnar fyrir sköpunarkraftinn. Allir elska að skjóta. En þú getur ekki sleppt æfingunum og allri vinnunni sem ég og allir á þessu getustigi hafa lagt í þetta. Ekki sleppa því. Þetta er skemmtileg leið til að spila og það er frábært að vita allir finna tengingu við hana.“ Curry kippir sér lítið upp við gagnrýnisraddirnar. „Fólk mun bulla. Hatur, ást, gagnrýni og fögnuður. Allt þetta. Þess vegna stend ég keikur.“ Curry sló met Rays Allen yfir flestar þriggja stiga körfur í sögu NBA í síðasta mánuði. Hann hefur alls sett niður 3024 þrista á ferlinum í 7040 tilraunum. Það gerir 43 prósent nýtingu. Hinn 33 ára Curry er með 26,3 stig að meðaltali í leik í vetur en hefur ekki verið með verri þriggja stiga nýtingu síðan hann kom inn í NBA-deildina 2009, eða 38,4 prósent. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Tengdar fréttir Skvettubræður komu Golden State aftur á sigurbraut Golden State Warriors komst aftur á sigurbraut í NBA-deildinni í körfubolta þegar liðið lagði Detroit Pistons að velli í nótt, 102-86. 19. janúar 2022 08:01 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Bítur botnliðið frá sér? Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Sjá meira
Curry er einn af áhrifamestu körfuboltamönnum allra tíma en hann er nokkurs konar andlit þriggja stiga byltingarinnar sem hefur yfirtekið NBA-deildina á undanförnum árum. Ekki eru þó allir sáttir með þessa breytingu á leiknum, sérstaklega ekki þeir eldri og íhaldssamari. „Stundum er ég merktur í einhverjar færslur á samfélagsmiðlum þar sem ég er sagður hafa skemmt leikinn,“ sagði Curry í viðtali við The Athletic. „Allir sem vita eitthvað um körfubolta vita hvar ég stend í þeim málum. Þetta er frábær leið til að spila leikinn. Þetta opnar fyrir sköpunarkraftinn. Allir elska að skjóta. En þú getur ekki sleppt æfingunum og allri vinnunni sem ég og allir á þessu getustigi hafa lagt í þetta. Ekki sleppa því. Þetta er skemmtileg leið til að spila og það er frábært að vita allir finna tengingu við hana.“ Curry kippir sér lítið upp við gagnrýnisraddirnar. „Fólk mun bulla. Hatur, ást, gagnrýni og fögnuður. Allt þetta. Þess vegna stend ég keikur.“ Curry sló met Rays Allen yfir flestar þriggja stiga körfur í sögu NBA í síðasta mánuði. Hann hefur alls sett niður 3024 þrista á ferlinum í 7040 tilraunum. Það gerir 43 prósent nýtingu. Hinn 33 ára Curry er með 26,3 stig að meðaltali í leik í vetur en hefur ekki verið með verri þriggja stiga nýtingu síðan hann kom inn í NBA-deildina 2009, eða 38,4 prósent. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Tengdar fréttir Skvettubræður komu Golden State aftur á sigurbraut Golden State Warriors komst aftur á sigurbraut í NBA-deildinni í körfubolta þegar liðið lagði Detroit Pistons að velli í nótt, 102-86. 19. janúar 2022 08:01 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Bítur botnliðið frá sér? Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Sjá meira
Skvettubræður komu Golden State aftur á sigurbraut Golden State Warriors komst aftur á sigurbraut í NBA-deildinni í körfubolta þegar liðið lagði Detroit Pistons að velli í nótt, 102-86. 19. janúar 2022 08:01