Tveir handteknir eftir að kennari var myrtur á Írlandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. janúar 2022 14:33 Tugir þúsunda hafa verið viðstaddir minningarathöfnum um Ashling Murphy, sem var myrt í síðustu viku. Á myndinni má sjá nemendur hennar halda á mynd af henni við útför hennar í Tullamore. AP/Niall Carson Tveir karlmenn hafa verið handteknir í tengslum við morðið á Ashling Murphy, sem var myrt fyrir viku síðan þegar hún var úti að skokka í bænum Tullamor í Offaly sýslu á Írlandi. Murphy var 23 ára gömul og starfaði sem grunnskólakennari. Hún var myrt síðdegis á miðvikudag í síðustu viku þegar hún var úti að skokka við ána Grand Canal. 31 árs gamall fjölskyldufaðir með tengsl við Offaly sýslu var handtekinn í gær vegna málsins. Hann hafði leitað á sjúkrahús í Dublin og verið þar í fimm daga vegna áverka sem vöktu grun hjá lögreglu. Annar maður hefur nú verið handtekinn. Samkvæmt frétt Guardian er sá félagi hins fyrri og var handtekinn grunaður um að hindra framgang réttvísinnar. Lögregla getur haldið honum í gæsluvarðhaldi í þrjá daga en hinum fyrri í einn sólarhring. Samkvæmt upplýsingum Guardian var hann yfirheyrður í meira en ellefu klukkustundir í gær og hófust yfirheyrslur yfir honum aftur í morgun. Lögreglu ber að leysa hann úr haldi klukkan níu í kvöld að staðartíma, kjósi hún ekki að ákæra manninn. Vettvangur glæpsins við árbakkann er enn lokaður af og standa lögreglumenn vakt þar allan sólarhringinn. Þá er enn verið að leita að sönnunargögnum á vettvangi og mögulegu morðvopni. Þá hefur lögregla gert húsleit í tveimur húsum í tengslum við málið. Málið hefur vakið mikla reiði á Írlandi. Tugir þúsunda hafa verið viðstaddir minningarathöfnum, bæði á Írlandi, í Englandi og í New York í Bandaríkjunum. Þá hafa margir tengt málið við morðið á Söruh Everard, sem var myrt í Englandi á síðasta ári, og rætt morðin í sambandi við öryggi kvenna. Írland Erlend sakamál Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Murphy var 23 ára gömul og starfaði sem grunnskólakennari. Hún var myrt síðdegis á miðvikudag í síðustu viku þegar hún var úti að skokka við ána Grand Canal. 31 árs gamall fjölskyldufaðir með tengsl við Offaly sýslu var handtekinn í gær vegna málsins. Hann hafði leitað á sjúkrahús í Dublin og verið þar í fimm daga vegna áverka sem vöktu grun hjá lögreglu. Annar maður hefur nú verið handtekinn. Samkvæmt frétt Guardian er sá félagi hins fyrri og var handtekinn grunaður um að hindra framgang réttvísinnar. Lögregla getur haldið honum í gæsluvarðhaldi í þrjá daga en hinum fyrri í einn sólarhring. Samkvæmt upplýsingum Guardian var hann yfirheyrður í meira en ellefu klukkustundir í gær og hófust yfirheyrslur yfir honum aftur í morgun. Lögreglu ber að leysa hann úr haldi klukkan níu í kvöld að staðartíma, kjósi hún ekki að ákæra manninn. Vettvangur glæpsins við árbakkann er enn lokaður af og standa lögreglumenn vakt þar allan sólarhringinn. Þá er enn verið að leita að sönnunargögnum á vettvangi og mögulegu morðvopni. Þá hefur lögregla gert húsleit í tveimur húsum í tengslum við málið. Málið hefur vakið mikla reiði á Írlandi. Tugir þúsunda hafa verið viðstaddir minningarathöfnum, bæði á Írlandi, í Englandi og í New York í Bandaríkjunum. Þá hafa margir tengt málið við morðið á Söruh Everard, sem var myrt í Englandi á síðasta ári, og rætt morðin í sambandi við öryggi kvenna.
Írland Erlend sakamál Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira