Djúpstæður vandi láglaunafólks Ólöf Helga Adolfsdóttir skrifar 20. janúar 2022 08:01 Í gær kynnti Varða niðurstöður könnunar um stöðu launafólks á Íslandi sem lögð var fyrir félagsmenn ASÍ og BSRB í lok síðasta árs. Niðurstöðurnar eru mjög áhugaverðar fyrir manneskju eins og mig, unga, ómenntaða einstæða móður sem hefur hingað til aðeins sinnt láglaunastörfum. Þær komu mér hins vegar ekki á óvart. Könnunin spyr áhugaverðra spurninga en tilgangur þeirra er að meta fjárhagsstöðu, stöðu á húsnæðismarkaði, starfsumhverfi og heilsufar launafólks á Íslandi. Þeir hópar sem eru skoðaðir sérstaklega eru einstæðir foreldrar, innflytjendur og síðast en ekki síst ungt fólk sem jafnvel neyðist til þess að búa inni á foreldrum sínum vegna húsnæðisvandans. Niðurstöður könnunarinnar sýna versnandi stöðu almenns launafólks á Íslandi en skautar því miður fram hjá vanda láglaunafólksins sem er enn dýpri en niðurstöðurnar gefa til kynna. Samanburður á niðurstöðum kannana 2020 og 2021 sýnir skýrt að fjárhagsstaða launafólks á Íslandi hefur versnað milli ára. Álag hefur aukist og samhliða auknu álagi fer andleg heilsa fólks versnandi. Einstæðir foreldrar eru í áberandi erfiðri stöðu og eru í hópi þeirra sem eiga hvað erfiðast með að ná endum saman. Það ætti raunar ekki að koma neinum á óvart enda er almennt gert ráð fyrir í íslensku samfélagi að tveir einstaklingar komi að uppeldi og uppihaldi barns. Þá er alltaf jafn sláandi að sjá upplýsingar um að konur séu lægra launaðar en karlmenn með sambærilega menntun og eykst sá munur töluvert þegar um konur af erlendum uppruna er að ræða. Versnandi andleg heilsa ungs fólks er áhyggjuefni og að sama skapi almenn heilsa launafólks en um helmingur launafólks hefur neitað sér um heilbrigðisþjónustu. Þrátt fyrir þessar sláandi niðurstöður dregur þessi könnun ekki fram á nægilega skýran hátt þann djúpstæða vanda sem láglaunafólk tekst á við. Láglaunafólk á ekki í vandræðum með að eiga síma eða sjónvarp, enda eru þetta eru hlutir sem þú getur eignast svo til frítt ef þú gerir ekki kröfu um að eiga nýjasta nýtt. Vandamálin sem láglaunafólk á Íslandi þarf að takast á við snerta grunnþætti lífsbaráttunnar. Láglaunafólk stendur daglega frammi fyrir spurningum á borð við: Ef ég borða í kvöld get ég þá gefið börnunum að borða á morgun? Hvernig skrapa ég saman nógu miklu klinki til þess að barnið mitt geti farið á skólaball eða í bíó? Hvenær á ég að hafa tíma til þess að aðstoða barnið mitt með heimanámið? Svo má ekki gleyma að fátækt erfist, börn sem fæðast inn í fátækt eru líklegri til þess að verða fátækt ungt fólk og svo fátækt eldra fólk. Fátæktin er ekki val, fátæktin stafar ekki af leti eða metnaðarleysi heldur takmörkuðum tækifærum til þess að vinna sig upp úr fátæktinni. Fátæktarstefna ríkisstjórnarinnar getur ekkert annað af sér en hnignandi andlega og líkamlega heilsu launafólks á Íslandi. Þá vaknar spurningin hversu lengi við höfum efni á að viðhalda óbreyttu kerfi? Nú er mál að linni, verkalýðshreyfingin þarf að standa saman og rétta hlut lægst launuðu hópanna, langvarandi kúgun láglaunastéttarinnar skal stöðvuð. Kjarasamningsviðræður eru framundan. Á Íslandi á enginn að þurfa að lifa í fátækt, ekki trúa neinum sem heldur öðru fram. Það er nóg til. Höfundur er varaformaður Eflingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í gær kynnti Varða niðurstöður könnunar um stöðu launafólks á Íslandi sem lögð var fyrir félagsmenn ASÍ og BSRB í lok síðasta árs. Niðurstöðurnar eru mjög áhugaverðar fyrir manneskju eins og mig, unga, ómenntaða einstæða móður sem hefur hingað til aðeins sinnt láglaunastörfum. Þær komu mér hins vegar ekki á óvart. Könnunin spyr áhugaverðra spurninga en tilgangur þeirra er að meta fjárhagsstöðu, stöðu á húsnæðismarkaði, starfsumhverfi og heilsufar launafólks á Íslandi. Þeir hópar sem eru skoðaðir sérstaklega eru einstæðir foreldrar, innflytjendur og síðast en ekki síst ungt fólk sem jafnvel neyðist til þess að búa inni á foreldrum sínum vegna húsnæðisvandans. Niðurstöður könnunarinnar sýna versnandi stöðu almenns launafólks á Íslandi en skautar því miður fram hjá vanda láglaunafólksins sem er enn dýpri en niðurstöðurnar gefa til kynna. Samanburður á niðurstöðum kannana 2020 og 2021 sýnir skýrt að fjárhagsstaða launafólks á Íslandi hefur versnað milli ára. Álag hefur aukist og samhliða auknu álagi fer andleg heilsa fólks versnandi. Einstæðir foreldrar eru í áberandi erfiðri stöðu og eru í hópi þeirra sem eiga hvað erfiðast með að ná endum saman. Það ætti raunar ekki að koma neinum á óvart enda er almennt gert ráð fyrir í íslensku samfélagi að tveir einstaklingar komi að uppeldi og uppihaldi barns. Þá er alltaf jafn sláandi að sjá upplýsingar um að konur séu lægra launaðar en karlmenn með sambærilega menntun og eykst sá munur töluvert þegar um konur af erlendum uppruna er að ræða. Versnandi andleg heilsa ungs fólks er áhyggjuefni og að sama skapi almenn heilsa launafólks en um helmingur launafólks hefur neitað sér um heilbrigðisþjónustu. Þrátt fyrir þessar sláandi niðurstöður dregur þessi könnun ekki fram á nægilega skýran hátt þann djúpstæða vanda sem láglaunafólk tekst á við. Láglaunafólk á ekki í vandræðum með að eiga síma eða sjónvarp, enda eru þetta eru hlutir sem þú getur eignast svo til frítt ef þú gerir ekki kröfu um að eiga nýjasta nýtt. Vandamálin sem láglaunafólk á Íslandi þarf að takast á við snerta grunnþætti lífsbaráttunnar. Láglaunafólk stendur daglega frammi fyrir spurningum á borð við: Ef ég borða í kvöld get ég þá gefið börnunum að borða á morgun? Hvernig skrapa ég saman nógu miklu klinki til þess að barnið mitt geti farið á skólaball eða í bíó? Hvenær á ég að hafa tíma til þess að aðstoða barnið mitt með heimanámið? Svo má ekki gleyma að fátækt erfist, börn sem fæðast inn í fátækt eru líklegri til þess að verða fátækt ungt fólk og svo fátækt eldra fólk. Fátæktin er ekki val, fátæktin stafar ekki af leti eða metnaðarleysi heldur takmörkuðum tækifærum til þess að vinna sig upp úr fátæktinni. Fátæktarstefna ríkisstjórnarinnar getur ekkert annað af sér en hnignandi andlega og líkamlega heilsu launafólks á Íslandi. Þá vaknar spurningin hversu lengi við höfum efni á að viðhalda óbreyttu kerfi? Nú er mál að linni, verkalýðshreyfingin þarf að standa saman og rétta hlut lægst launuðu hópanna, langvarandi kúgun láglaunastéttarinnar skal stöðvuð. Kjarasamningsviðræður eru framundan. Á Íslandi á enginn að þurfa að lifa í fátækt, ekki trúa neinum sem heldur öðru fram. Það er nóg til. Höfundur er varaformaður Eflingar.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun