Efna til samkeppni um tákn fyrir fjögur hýryrði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. janúar 2022 08:09 „Á íslensku má alltaf finna svar“ og það á ekki síður að eiga við um táknmál eins og talmál. Samtökin '78 blása til leitar að táknum fyrir fjögur hinsegin orð í samstarfi við málnefnd um íslenskt táknmál. Dómnefnd mun velja úr innsendum tillögum en niðurstöður verða tilkynntar 11. febrúar næstkomandi, á degi íslensks táknmáls. Orðin fjögur eru „eikynhneigð“, „kynsegin“, „kvár“ og „stálp“. Í tilkynningu frá Samtökunum '78 segir að „Hýryrði„ hafi á síðustu árum verið reglulegur viðburður. Um sé að ræða samkeppni þar sem auglýst hafi verið eftir íslenskum orðum fyrir hugtök sem þegar eru til á erlendum tungumálum og orðum sem hefur vantað í tungumálið. Eikynhneigð og kvár eru meðal nýrra hýryrða. „Í ár viljum við beina sjónum að öðru opinberu tungumáli á Íslandi, íslensku táknmáli, og höfum við gengið til samstarfs við málnefnd um íslenskt táknmál um að halda Hýr tákn. Í þetta fyrsta skipti sem þessi nýyrðasamkeppni er haldin verður leitað að táknum fyrir fjögur hinsegin orð: eikynhneigð, kvár, stálp, og kynsegin,“ segir í tilkynningunni. Tekið verður á móti tillögum á myndbandsformi en fulltrúi málnefndar mun endursegja táknin á myndbandi sem berast mun dómnefnd til að tryggja nafnleynd höfunda táknanna. Dómnefndin verður skipuð fulltrúa Félags heyrnarlausra, fulltrúa málnefndar um íslenskt táknmál og einstakling sem tilheyrir bæði hinsegin og döff samfélaginu. Hýryrði Eikynhneigð: Eikynhneigt fólk laðast lítið eða ekkert að öðru fólki kynferðislega. Kynsegin: Þau sem eru kynsegin upplifa sig utan við hina hefðbundnu kynjatvíhyggjuskiptingu í karla og konur. Sum upplifa sig bæði karlkyns og kvenkyns eða flæðandi þar á milli, sum sem hvorki karl né konu, og önnur upplifa ekki að þau hafi eitthvað ákveðið kyn. Kvár: Orð yfir kynsegin manneskju, sambærilegt orðunum „karl“ og „kona“. Stálp: Orð yfir kynsegin börn, sambærilegt orðunum „strákur“ og „stelpa“. Hinsegin Táknmál Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira
Orðin fjögur eru „eikynhneigð“, „kynsegin“, „kvár“ og „stálp“. Í tilkynningu frá Samtökunum '78 segir að „Hýryrði„ hafi á síðustu árum verið reglulegur viðburður. Um sé að ræða samkeppni þar sem auglýst hafi verið eftir íslenskum orðum fyrir hugtök sem þegar eru til á erlendum tungumálum og orðum sem hefur vantað í tungumálið. Eikynhneigð og kvár eru meðal nýrra hýryrða. „Í ár viljum við beina sjónum að öðru opinberu tungumáli á Íslandi, íslensku táknmáli, og höfum við gengið til samstarfs við málnefnd um íslenskt táknmál um að halda Hýr tákn. Í þetta fyrsta skipti sem þessi nýyrðasamkeppni er haldin verður leitað að táknum fyrir fjögur hinsegin orð: eikynhneigð, kvár, stálp, og kynsegin,“ segir í tilkynningunni. Tekið verður á móti tillögum á myndbandsformi en fulltrúi málnefndar mun endursegja táknin á myndbandi sem berast mun dómnefnd til að tryggja nafnleynd höfunda táknanna. Dómnefndin verður skipuð fulltrúa Félags heyrnarlausra, fulltrúa málnefndar um íslenskt táknmál og einstakling sem tilheyrir bæði hinsegin og döff samfélaginu. Hýryrði Eikynhneigð: Eikynhneigt fólk laðast lítið eða ekkert að öðru fólki kynferðislega. Kynsegin: Þau sem eru kynsegin upplifa sig utan við hina hefðbundnu kynjatvíhyggjuskiptingu í karla og konur. Sum upplifa sig bæði karlkyns og kvenkyns eða flæðandi þar á milli, sum sem hvorki karl né konu, og önnur upplifa ekki að þau hafi eitthvað ákveðið kyn. Kvár: Orð yfir kynsegin manneskju, sambærilegt orðunum „karl“ og „kona“. Stálp: Orð yfir kynsegin börn, sambærilegt orðunum „strákur“ og „stelpa“.
Hýryrði Eikynhneigð: Eikynhneigt fólk laðast lítið eða ekkert að öðru fólki kynferðislega. Kynsegin: Þau sem eru kynsegin upplifa sig utan við hina hefðbundnu kynjatvíhyggjuskiptingu í karla og konur. Sum upplifa sig bæði karlkyns og kvenkyns eða flæðandi þar á milli, sum sem hvorki karl né konu, og önnur upplifa ekki að þau hafi eitthvað ákveðið kyn. Kvár: Orð yfir kynsegin manneskju, sambærilegt orðunum „karl“ og „kona“. Stálp: Orð yfir kynsegin börn, sambærilegt orðunum „strákur“ og „stelpa“.
Hinsegin Táknmál Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira