Hreiður eftir Hlyn Pálmason valin á Berlinale Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 20. janúar 2022 09:30 Hlynur Pálmason leikstýrir og skrifar handritið að myndinni Hreiður. Ljósmyndina af leikstjóranum tók Hildur Ýr Ómarsdóttir en til hægri er stilla úr myndinni. Samsett Stuttmyndin Hreiður eftir Hlyn Pálmason hefur verið valin í Berlinale Special hluta alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Berlín. Hátíðin fangar 72 ára afmæli sínu nú snemma í febrúar. Hreiður var sérvalin af Carlo Chatrian listrænum stjórnanda hátíðarinnar og verður heimsfrumsýnd á sérstakri sýningu ásamt stuttmyndinni Terminal Norte eftir Lucrecia Martel. Hreiður er saga af systkinum sem byggja saman trjákofa. Við fylgjumst með lífi þeirra og ferli í heilt ár í gegnum hamingju og þjáningu, vetur og sumar, ljós og myrkur. Hlynur Pálmason leikstýrir og skrifar handritið að myndinni og framleiðendur eru Anton Máni Svansson fyrir íslenska framleiðslufyrirtækið Join Motion Pictures og Katrin Pors, Eva Jakobsen og Mikkel Jersin fyrir danska framleiðslufyrirtækið Snowglobe. Fyrri verk Hlyns hafa verið heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðunum Cannes, Locarno og Toronto, og unnið til fjölda verðlauna víðsvegar um heiminn. Stuttmyndin Sjö bátar hóf ferðalag sitt í Toronto árið 2014, kvikmyndin Vetrarbræður tók þátt í aðalkeppni Locarno árið 2017, og kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur keppti í Critics' Week á Cannes árið 2019. Fyrr í vikunni var tilkynnt að kvikmynd Guðmundar Arnar Guðmundssonar, Berdreymi, var einnig valin inn á Berlinale. Join Motion Pictures verður því með tvö íslensk verk á hátíðinni í ár. Íslensku sjónvarpsþættirnir Svörtu sandar verða einnig sýndir á hátíðinni, en þeir eru framleiddir af Glassriver fyrir Stöð 2. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Þýskaland Tengdar fréttir Kvikmyndin Berdreymi valin til heimsfrumsýningar á Berlinale Berdreymi, ný íslensk kvikmynd eftir Guðmund Arnar Guðmundsson, hefur verið valin til þátttöku á Berlinale, alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Berlín, sem fer fram frá 10 til 20. febrúar. 18. janúar 2022 14:42 Svörtu sandar valdir til frumsýningar á Berlinale kvikmyndahátíðinni Alþjóðlega kvikmyndahátíðin BERLINALE hefur valið sjónvarpsþættina Svörtu sanda sem eitt af sjö verkefnum til frumsýninga utan heimalands, fyrst íslenskra þáttasería. Þættirnir eru í sýningu á Stöð 2. 14. janúar 2022 15:02 Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Hreiður var sérvalin af Carlo Chatrian listrænum stjórnanda hátíðarinnar og verður heimsfrumsýnd á sérstakri sýningu ásamt stuttmyndinni Terminal Norte eftir Lucrecia Martel. Hreiður er saga af systkinum sem byggja saman trjákofa. Við fylgjumst með lífi þeirra og ferli í heilt ár í gegnum hamingju og þjáningu, vetur og sumar, ljós og myrkur. Hlynur Pálmason leikstýrir og skrifar handritið að myndinni og framleiðendur eru Anton Máni Svansson fyrir íslenska framleiðslufyrirtækið Join Motion Pictures og Katrin Pors, Eva Jakobsen og Mikkel Jersin fyrir danska framleiðslufyrirtækið Snowglobe. Fyrri verk Hlyns hafa verið heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðunum Cannes, Locarno og Toronto, og unnið til fjölda verðlauna víðsvegar um heiminn. Stuttmyndin Sjö bátar hóf ferðalag sitt í Toronto árið 2014, kvikmyndin Vetrarbræður tók þátt í aðalkeppni Locarno árið 2017, og kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur keppti í Critics' Week á Cannes árið 2019. Fyrr í vikunni var tilkynnt að kvikmynd Guðmundar Arnar Guðmundssonar, Berdreymi, var einnig valin inn á Berlinale. Join Motion Pictures verður því með tvö íslensk verk á hátíðinni í ár. Íslensku sjónvarpsþættirnir Svörtu sandar verða einnig sýndir á hátíðinni, en þeir eru framleiddir af Glassriver fyrir Stöð 2.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Þýskaland Tengdar fréttir Kvikmyndin Berdreymi valin til heimsfrumsýningar á Berlinale Berdreymi, ný íslensk kvikmynd eftir Guðmund Arnar Guðmundsson, hefur verið valin til þátttöku á Berlinale, alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Berlín, sem fer fram frá 10 til 20. febrúar. 18. janúar 2022 14:42 Svörtu sandar valdir til frumsýningar á Berlinale kvikmyndahátíðinni Alþjóðlega kvikmyndahátíðin BERLINALE hefur valið sjónvarpsþættina Svörtu sanda sem eitt af sjö verkefnum til frumsýninga utan heimalands, fyrst íslenskra þáttasería. Þættirnir eru í sýningu á Stöð 2. 14. janúar 2022 15:02 Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Kvikmyndin Berdreymi valin til heimsfrumsýningar á Berlinale Berdreymi, ný íslensk kvikmynd eftir Guðmund Arnar Guðmundsson, hefur verið valin til þátttöku á Berlinale, alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Berlín, sem fer fram frá 10 til 20. febrúar. 18. janúar 2022 14:42
Svörtu sandar valdir til frumsýningar á Berlinale kvikmyndahátíðinni Alþjóðlega kvikmyndahátíðin BERLINALE hefur valið sjónvarpsþættina Svörtu sanda sem eitt af sjö verkefnum til frumsýninga utan heimalands, fyrst íslenskra þáttasería. Þættirnir eru í sýningu á Stöð 2. 14. janúar 2022 15:02