Innlent

Þrjú sóttu um stöðu ís­lensks dómara við Mann­réttinda­dóm­stól Evrópu

Atli Ísleifsson skrifar
Mannréttindadómstóll Evrópu í Strasbourg í Frakklandi.
Mannréttindadómstóll Evrópu í Strasbourg í Frakklandi. EPA

Þrjár umsóknir bárust um embætti íslensks dómara við Mannréttindadómstól Evrópu en umsóknarfrestur rann út 14. janúar síðastliðinn.

Á vef forsætisráðuneytisins segir að umsækjendur um embættið séu Jónas Þór Guðmundsson hæstaréttarlögmaður, Oddný Mjöll Arnardóttir landsréttardómari og Stefán Geir Þórisson hæstaréttarlögmaður.

Viðkomandi mun taka við stöðu íslensks dómara við dómstólinn af Róberti Spanó.

Mannréttindadómstóll Evrópu í Strassborg fjallar um mál sem til hans er vísað af einstaklingum og samningsaðilum vegna meintra brota á ákvæðum mannréttindasáttmála Evrópu eða samningsviðaukum við hann. Dómstóllinn er skipaður einum dómara frá hverju samningsríkja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×