Segir ekkert vit í að halda EM áfram Sindri Sverrisson skrifar 20. janúar 2022 13:01 Aron Pálmarsson er í hópi tuga leikmanna sem smitast hafa af kórónuveirunni á EM. Getty Nú þegar yfir hundrað leikmenn sem spila áttu á Evrópumótinu í handbolta hafa frá áramótum smitast af kórónuveirunni telur sérfræðingur TV 2 í Danmörku að ekkert vit sé í að halda mótinu áfram. Íslendingar hafa ekki farið varhluta af smitunum og á síðasta sólarhring hafa fimm leikmenn í íslenska hópnum greinst með veiruna. Staðan hefur verið enn verri hjá lærisveinum Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu þar sem tólf leikmenn hafa smitast en Þýskaland á samt að mæta Spáni í kvöld. Þá er íslenski dómarinn Anton Gylfi Pálsson sömuleiðis í hópi þeirra sem hafa smitast á EM. „Frá áramótum hafa 101 – já 101! – EM-leikmenn greinst með kórónuveiruna. Frá því að EM hófst nemur fjöldinn 58 og það er auðvelt fyrir mig að fullyrða að í þessu Evrópumóti, í fallegum borgum á borð við Bratislava og Búdapest, sé ekkert vit lengur,“ skrifar Bent Nyegaard, sérfræðingur TV 2 og Íslandsvinur. Meistarar í skugga vangaveltna um hvort mótið hefði átt að fara fram Nyegaard er greinilega ekki hrifinn af því að Evrópumótið sé að svo stóru leyti farið að snúast um það hve vel liðin sleppi við smit. „Burtséð frá því hverjir enda efstir á verðlaunapallinum síðasta sunnudaginn í janúar þá mun sá mannskapur – þeir leikmenn – þurfa að eiga við vangaveltur um það hvort þetta hefði allt saman átt að fara fram,“ skrifar Nyegaard. Hann bendir á að heimsmeistaramótið í Egyptalandi fyrir ári síðan, og Ólympíuleikarnir í Tókýó, hafi getað farið fram án þess að smit á mótunum settu allt úr skorðum. Þá hafi menn fylgt strangari sóttvörnum en vegna minni hættu af smiti í dag virðist allir hafa slakað á með þeim afleiðingum sem nú sjáist. Nyegaard bendir á að áhorfendur hafi verið bannaðir á HM í Egyptalandi og á Ólympíuleikunum en á EM hafi verið allt önnur stemning og yfir 20.000 manns á leikjum í Búdapest, flestir grímulausir. „Þetta er algjör farsi“ Hann segir að það kæmi ekki á óvart þó að smittilfellunum á EM fjölgi í hundrað áður en yfir lýkur. „Undirbúningur skiptir öllu. Það er það fyrsta sem þjálfarar og leikmenn læra. Vandamálið núna er að vita gagnvart hverjum þeir eiga að undirbúa sig, og nú þurfa Mikkel Hansen og hans félagar aftur að spila við lið þar sem ekki er vitað hvort að náð hefur verið utan um smitið eða ekki. Þetta er algjör farsi,“ skrifar Nyegaard en bætir við að hann viti fullvel að of miklir peningar og pólitík séu í húfi til að mótið verði ekki klárað. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Sjá meira
Íslendingar hafa ekki farið varhluta af smitunum og á síðasta sólarhring hafa fimm leikmenn í íslenska hópnum greinst með veiruna. Staðan hefur verið enn verri hjá lærisveinum Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu þar sem tólf leikmenn hafa smitast en Þýskaland á samt að mæta Spáni í kvöld. Þá er íslenski dómarinn Anton Gylfi Pálsson sömuleiðis í hópi þeirra sem hafa smitast á EM. „Frá áramótum hafa 101 – já 101! – EM-leikmenn greinst með kórónuveiruna. Frá því að EM hófst nemur fjöldinn 58 og það er auðvelt fyrir mig að fullyrða að í þessu Evrópumóti, í fallegum borgum á borð við Bratislava og Búdapest, sé ekkert vit lengur,“ skrifar Bent Nyegaard, sérfræðingur TV 2 og Íslandsvinur. Meistarar í skugga vangaveltna um hvort mótið hefði átt að fara fram Nyegaard er greinilega ekki hrifinn af því að Evrópumótið sé að svo stóru leyti farið að snúast um það hve vel liðin sleppi við smit. „Burtséð frá því hverjir enda efstir á verðlaunapallinum síðasta sunnudaginn í janúar þá mun sá mannskapur – þeir leikmenn – þurfa að eiga við vangaveltur um það hvort þetta hefði allt saman átt að fara fram,“ skrifar Nyegaard. Hann bendir á að heimsmeistaramótið í Egyptalandi fyrir ári síðan, og Ólympíuleikarnir í Tókýó, hafi getað farið fram án þess að smit á mótunum settu allt úr skorðum. Þá hafi menn fylgt strangari sóttvörnum en vegna minni hættu af smiti í dag virðist allir hafa slakað á með þeim afleiðingum sem nú sjáist. Nyegaard bendir á að áhorfendur hafi verið bannaðir á HM í Egyptalandi og á Ólympíuleikunum en á EM hafi verið allt önnur stemning og yfir 20.000 manns á leikjum í Búdapest, flestir grímulausir. „Þetta er algjör farsi“ Hann segir að það kæmi ekki á óvart þó að smittilfellunum á EM fjölgi í hundrað áður en yfir lýkur. „Undirbúningur skiptir öllu. Það er það fyrsta sem þjálfarar og leikmenn læra. Vandamálið núna er að vita gagnvart hverjum þeir eiga að undirbúa sig, og nú þurfa Mikkel Hansen og hans félagar aftur að spila við lið þar sem ekki er vitað hvort að náð hefur verið utan um smitið eða ekki. Þetta er algjör farsi,“ skrifar Nyegaard en bætir við að hann viti fullvel að of miklir peningar og pólitík séu í húfi til að mótið verði ekki klárað.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti